Færsluflokkur: Bloggar

loksins kominn til Bangkok

jæja þetta tókst að lokum..

Ferðalagið til thailands var hálfgert ævintýri útaf fyrir sig..tók um 30 tíma að komast hingað með hoppi í gegnum Abu Dhabi.. frekar leiðinleg ferð ef ég á ða vera hreinskilin og get ég ekki mælt með þesari ferðatilhögun.  Arabarnir í Abu Dhabi hafa gert flotta flugstöð.. á pappírunum en í reynd þá er hún hálf ömurleg fyrir þá sem þurfa að dveljast þar milli fluga. endalaust gjamm í hátalarakerfi sem var stillt allt of hátt svo það var ekki nokkur leið að slaka á.. þegar sljákkaði loks í kerlingunni með míkrafóninn þá tók þrifaliðið við.. svo endalaust áreiti var á því fólki sem var á þessum auma stað.. en ég fann barinn svo þetta lagaðist örlítið..

Það var gaman að fljuga niðureftir irak og persaflóa.. sjá öll þessi olíu mannvirki sem voru uppljómuð og því vel sýnileg úr mikilli hæð (41.000 fet).. sá Bagdad íur fjarlægð.. kuwait og svo tóku við endalaus mannvirki fram í sjó niður nær allan arabíuskagann.

Miðað við það sem ég sá úr lofti eru arabarnir vel skipulagðir í gatnagerð.. beinar götur og ferningsform með einstaka þrihyrningsformi og hringjum voru allsráðandi.. allt vel sýnilegt frá flugvélinni.

Flugfélagið er vel hægt að mæla með, eitt það besta sem ég hef flogið með, etihad sem er ríkisflugfélag sameinuðu arabísku furstadæmanna.. góð sæti, góður matur og vel útilátið.. haagendaas ís og ávaxtasafar eins og þú gast í þig troðið... og barinn var ókeypis.. Mikið úrval af bíómyndum, þáttum, tónlist og teiknimyndum fyrir börnin og var hvert sæti með skjá og fjarstýringu. Ég náði að horfa ánokkrar bíomyndir, 007 quantum solace, casino royale, slumdog millionair, appolakkia (minnir mig) einhver mynd með van diesel þar sem hann leikur aukahlutverk í stockbroker mynd.. sem var ágæt..

Bangkok tók á móti manni með nýrri glæsilegri flugstöð.. virkilega vel skipulögð og falleg bygging.  Thailendingar kunna vel að byggja stórt og leggja góða vegi.. kannski ætti Möllerinn að koma hingað og læra eitthvað í samgangnagerð..

þegar út úr byggingunni var komið þá tók við mikill hiti og raki, var um 39 °c fyrir utan bygginguna.. núna sit ég á hótelherbergi og blogga því ég get ekki sofið vegna þotulaggs og hita.. þarf eflaust að skella mér í sturtu .. í 3 sinn síðan ég kom hingað .. innan við 10 tímar.

Á morgunn tekur við afslöppunardagur, heildnudd , gott að borða og svefn.. síðan fer ég út í sveit ... og þar er ekki internet nema á einstaka stað.

bið að heilsa í bili.

 


Ég kveð að sinni

Ég er farinn til Thailands í 5 vikna krepputúr, fer út í fyrramálið.. orðinn leiður á klakanum, kominn með upp í kok af íslenskum stjórnmálamönnum..

skv samtali sem ég átti við konu mína í dag sem er stödd í Bangkok núna þá er 37 °C á daginn þessa dagana... og bara hækkar.. heitasti tími ársins er framundan í apríl.

Ég mun blogga af og til frá thailandi næstu vikurnar.. þ.e. ef ég kemst í tölvur einhverstaðar sem eru nettengdar.. en ferðalagið verður að mestu leiti í sveitahéruðum við landamæri Cambodiu og Laos. 

Gerið enga vitleysu á meðan ég er í burtu og ekki kjósa sjálfstektina.. þá fer þetta allt saman vel að lokum ;)

sjáumst með hækkandi hitastigi og sól.. 


loðnan ekki bara horfin á íslandsmiðum...

loðnan er horfin á miðum norðmanna og rússa í Barentshafi líka... svo allt tal um að hún hörfi norður í kaldari sjó virðast ekki standast heldur..

sandsílið að hverfa eða horfið .. það er alltof margt sem við ekki vitum um lífríki sjávar til þess að geta dregið vitrænar ályktanir út frá því að loðnan sé ekki finnanleg í nægjanlegu magni í norður atlantshafi þessa stundina..

en veiðum það sem við finnum ;)


mbl.is Loðnukvóta strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta gæti útskýrt margt...

.. td andstöðu sjallana og gömlu framsóknar við ESb..  en það útskýrir ekki andstöð VG.. það er bara sveitamennskan sem ræður þeirra skoðun :)
mbl.is Segir Rússa hafa keypt Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

auðvitað..

auðvitað var Gardermoen lokað í kvöld.. ég er  jú í Oslo og kveinka mér sáran yfir verðlaginu og núna lítur út fyrir að ég verði hér sólarhring lengur en áætlað var..... 
mbl.is Flugvellinum í Ósló lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

kvedja fra noregi

eg sit her a vørumessu i lillestrøm og er ad bida eftir vidskiptavini sem ætlar ad hitta mig eftur sma stund..  Noregur er fallegur eins og alltaf.. frosinn og alhvitur.. skogurinn skartar sinu fegursta vetrarskrudi.. og eg gleymdi myndavelinni heima :(

bjorinn kostar 63 kr norskar takk.. og thu færd 0.4 litra.. reiknid nu !!

Leigubill 10 km leid kostar 290 kr.. annar fra lillestrøm til oslo 780 kr en eg slapp vid ad borga tha ohemju..

id ad heilsa a klakann ...

 


Rasismi zionasistana er augljós

Rasismi zionasistana er augljós, þeir hafa nú bannað öllum arabískum stjórnmálasamtökum í ísrael að taka þátt í kosningunum í febrúar.

hægri menn og stuðningsmenn morðvélarinnar ísraelsku ræða fjálglega þessa dagana um það hvað ísrael sé nú lýðræðislegt og mannlegt samfélag.. en þeir tala oftast nær af mikilli fákunnáttu um þetta mesta rasista samfélag jarðarinnar..

Þetta ýtir undir þær skoðanir utanaðkomandi að stefna zionasistana sé sú að hreinsa alla palestínu af öllum öðrum kynþáttum og trúfélögum en gyðingum..  

http://www.dagbladet.no/2009/01/12/nyheter/israel/utenriks/politikk/krigen_i_gaza/4348751/  

Hér er smámyndband um hvernig tillitsleysi ísraelskra hermanna er algert á hernámssvæðunum.

 


mbl.is Mótmælt við stjórnarráðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar ertu ?

Hvar ertu?


Hvar eruð þið, sem skrifið svo fjálglega um ástandið og spillinguna?
Hvar eruð þið, sem ræðið um byltingu í heitu pottunum og á kaffistofunum?
Hvar eruð þið, sem fordæmið bankamenn og útrásarauðmenn?
Hvar eruð þið, sem skammið ríkisstjórn, alþingismenn og embættismenn?
Hvar eruð þið, sem hallmælið gróðærinu og viljið annað siðferði?
Hvar eruð þið, sem eruð ósátt við aðgerðir og aðgerðaleysi ráðamanna?
Hvar eruð þið, sem viljið réttlæti öllum til handa, ekki bara sumum?
Hvar eruð þið, sem hafið tapað á hlutabréfakaupum?
Hvar eruð þið, sem hafið tapað á peningamarkaðssjóðum?
Hvar eruð þið, sem hafið tapað lífeyrinum ykkar?
Hvar eruð þið, sem eruð ósátt við að bankarnir afskrifi skuldir auðmanna?
Hvar eruð þið, sem viljið ekki selja þeim fyrirtækin aftur skuldlaus? 
Hvar eruð þið, sem horfið á aldraða foreldra flutta hreppaflutningum?
Hvar eruð þið, sem viljið jafnræði?
Hvar eruð þið, sem sjáið húsnæðislánin ykkar rjúka upp?
Hvar eruð þið, sem hafið misst vinnuna?
Hvar eruð þið, sem viljið kosningar og nýja stjórn?
Hvar eruð þið, sem teljið réttlætiskennd ykkar misboðið?
Hvar eruð þið, sem eruð að lenda í heljargreipum verðtryggingar - sumir aftur?
Hvar eruð þið, sem viljið láta frysta eigur auðmanna?
Hvar eruð þið, sem fordæmið leynd og ógegnsæi aðgerða stjórnvalda?


http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/767334/ 

Koma svo og mæta í dag á austurvöll !! 


mbl.is Rannsókn nauðsynleg vegna galdmiðlaskiptasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

gaman af þessu

það er greinilegt að mótmælin hafa mikil áhrif á þá sem sitja í Kryddsíldinni.. fólk virðist stressað við borðið.. löggan bjástrar við að halda fólki frá húsinu.. brunabjallan glymur af og til.. taktfast trommuslag fyrir utan gluggan.. 

Töff.. vonandi ná þeir að vekja þessa sauði við borðið hjá Sigmundi Erni.. en GHH er að sjálfsögðu ekki mættur..  


mbl.is Hafa ruðst inn á Hótel Borg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

tæpar 5 mínútur stóð það

Ég fór út á Klambratún til að horfa á dýrðina og verð að segja að þessi sýning var með þeim slappari sem ég hef séð.. rétt tæpar 5 mínútur stóð hún skv minni klukku.  En kannski endurspeglar þessi sýning flugeldasöluna um þessi áramót og kreppuna sem nú ríður röftum hér á landi... 

Bara tuð ég veit það !  


mbl.is Ljósadýrð í Öskjuhlíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband