Færsluflokkur: Bloggar

Muslim Brotherhood, stiklað á stóru.


Ég hef séð að nokkrar viðkvæmar og auðtrúa sálir hafa skrifað á netið að nú komi islamistar og taki völdin í Egyptalandi.. og þá verði allt svo miklu verra!
Miklu verra en hvað spyr ég á móti.. og hverjir eru þessir Muslim Brotherhood ?

Það þarf ekki að leita lengi á netinu til að finna talsvert mikið efni um þessi samtök.
Muslim brotherhood eru almennt á móti hryðjuverkum hverskonar, þeir eru á móti klerkastjórnum, þeir eru fylgjandi lýðræði en þeir vilja að fólk hagi sér á góðan múslimskan hátt.. sem þýðir ekki endilega sharíalög ef einhver skyldi halda það.. eða vildi halda það.
Þeir eru staðsettir í vel flestum arabískum ríkjum en upprunalega koma þeir frá Egyptalandi og eru stofnuð árið 1928 af aröbum sem unnu við suezskurðinn.

Þetta eru hófsöm samtök sem eiga mestan stuðning hjá menntuðum efnuðum millistétta egyptum, læknar, lögfræðingar, arkitektar og viðskiptamenn.
Vart þarf að taka það fram að slík samtök eru ógnun við einræðisherra og því eru þau bönnuð í Egyptalandi. Þau hafa verið bönnuð síðan 1954 þegar meðlimir MB voru ásakaðir um tilræði við Nasser þáverandi “forseta” egyptalands, en samtökin litu á Nasser sem svikara við málstað múslima og handbendi vesturlanda en hafa alla tíð neitað þessum ásökunum á hendur sér og segja að þetta sé átylla til að banna samtökin. Samtökin hafa verið umborin í Egyptalandi alla tíð síðan, en eru opinberlega bönnuð.

Fyrstu ár MB voru til þess að gera ofbeldisfull og óx þeim ásmeginn við uppgang nasismans í evrópu. Nasistar unni markvisst með MB í Egyptalandi og palestínu og var td mein kampf þýdd á arabísku árið 1938 og dreift um hinn arabískaheim. Nasistarnir aðstoðuðu MB í baráttu sinni gegn bretum og þar fengu MB hið slæma orð á sig sem bretar og bandaríkjamenn ala á enn þann dag í dag. Eftir seinni heimstyrjöldina tók við tímabil þar sem þeir voru orðaðir við allskyns tilræði gegn leiðtogum arabaríkja og forstjórum stórra fyrirtækja sem þeim þótti of vestræn
.
Grunnhugmyndafræði sumra deilda MB ( alls ekki allra) er að þeir eru algerlega á móti júðum og eigi að berjast gegn þeim hvar sem er á jarðkringlunni, þetta má að hluta til rekja til Mein Kampf Hitlers sem gefin var út í arabaheiminum fyri stríð og einnig að MB barðist við hryðjuverkasveitir júðana fyrir , í og eftir seinna stríð.

Samtökin hafa unnið markvisst að bættum aðbúnaði fólks í Egyptalandi og þá sérstaklega á landsbyggðinni. Þau eru vinsæl meðal almennings því þau berjast fyrir auknu lýðræði og bættum aðbúnaði fyrir venjulegt fólk. Þetta hefur verið Mubarak þyrnir í augum ásamt hans bestu hjálparhellum, bandaríkjunum.

Í Israel er MB á þinginu Knesset með meðlimi, en MB er tvískipt í ísrael, annar hlutinn er með á þingi en hinn berst algerlega gegn ísraelskum yfiráðum.. þannig að erfitt er að skilgreina þessi samtök sem einhver ein heilsteypt samtök og eru deildir MB mjög mismunandi milli landa.

I Saudi Arabíu eru þeir umbornir þótt MB sé á móti kenningum Wahabista sem eru öfgatrúamenn .

Þessi samtök eru í þróun eins og flest önnur samtök og margt bendir til þes að í sumum deildum þessara samtaka séu öfgamenn að ná völdum.

Eru þetta hættuleg samtök ?
Þessi spurning er eðlileg frá vestrænu sjónarmiði en frá arabísku sjónarmiði eru þau ekki hættuleg.

Að mínu mati eru þeir alls ekki verri en stjórn Mubaraks.

Nokkrir linkar til fræðslu og fróðleiks

http://en.wikipedia.org/wiki/History_of_the_Muslim_Brotherhood_in_Egypt

http://en.wikipedia.org/wiki/Dar_el_Islam

viðtal við sérfræðing í málefnum MB á norsku.

http://tpn.vg.no/intervju/index.php?Inr=2405

http://africanhistory.about.com/od/glossarym/g/def-MuslimBrotherhood.htm

mjög góð grein hér : Friend or a foe!
http://www.foreignaffairs.com/articles/62453/robert-s-leiken-and-steven-brooke/the-moderate-muslim-brotherhood

grein í ísraelsku blaði
http://newstopics.jpost.com/topic/Muslim_Brotherhood

http://www.mideastweb.org/Middle-East-Encyclopedia/muslim_brotherhood.htm


353 dagar

það eru 353 dagar síðan ég bloggaði síðast hér á moggablogginu.  ég hef ekkert saknað þess í sjálfu sér en hef verið virkur lesandi á blogginu allan tíman, já og set inn komment.

Fátt virðist hafa breyst á klakanum þennan tíma nema ef vera skildi að fjármálamenn eru enn fastari í sessi, LÍÚ enn sterkari en áður og vinstri menn fara halloka. Það síðast nefnda þarf þó ekki að vera alslæmt því íslenskir vinstrimenn virðast oft á tíðum ekki hafa hugmynd um hvað er vinstri stefna og hvað er hægri stefna því oft virðist manni þessu öfugt farið á klakanum, eins og svo margt annað þar.  Litlar sálir velta sér upp úr því hvað Gnarrinn segir.. 

Lífið hér í noregi gengur sinn vanagang, maður þarf hvorki að lesa fréttir eða horfa á fréttatíma daglega því þjóðfélagið hér er í föstum skorðum.. það stendur upp úr hér síðustu vikunna að sumir stjórnmálamenn hafa þegið gjafir frá atvinnulífi innanlands og spilltum stjórnmálamönnum erlendis. Þetta mun hafa eftirmála fyrir viðkomandi stjórnmálamenn.. 

Annars bara allt gott að frétta.


noregur.. 1 vika frá komu minni til gamla landsins.

Núna er ég búinn að vera í noregi í eina viku og einn dag... Veran hefur verið afskaplega ánægjuleg.  Og margt búið að gerast á þessum stutta tíma sem liðinn er.

Ég er búinn að skrá mig hjá skattinum, sem einnig þjónar sem hagstofa, eða folkeregister.

Ég er búinn að opna bankareikning hjá DnB og notaði mína norsku kennitölu :)

Ég er búinn að fara í nokkur viðtöl og gengið bara vel... fæ að vita hvort ég fái eitt starf á morgunn td.

Svo hef ég þvælst um Oslo og Drammen og í dag skoðaði ég eyjuna sem ég bý á , Ulvöya.  sól og yfor 20 c úti núna...

tók myndir af eplatrjám og sá íkorna en náði ekki myndum af þeim..

krakkar að busla í sjónum.. og seglbátar úti á firðinum... par fór í kajaksiglingu.

.... svo dröslaðist ég heim og keypti eina kippu af Hansa öli til öryggis...

ulvøya sept 2009 007

ulvøya sept 2009 009

ulvøya sept 2009 011

ulvøya sept 2009 001

 


Frábært "tónverk" .. hlustun er sögu ríkari


ég taldi bara 500

.............................

enda notaði ég sömu talningaðferð og löggan og fjölmiðlar gerðu sl vetur ;)


mbl.is 3000 á samstöðufundi InDefence
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það styttist í brottför af landinu

Það styttist í brottför af landinu. Þar af leiðandi er ég að losa mig við nokkra hluti sem ég ætla ekki að flytja með mér yfir hafið.

2 Ikea rúm, 90*200 cm , 5000 kr stk

2 sófaborð , 1000 kr stk.

bækur.. óflokkað en margt gott inn á milli.  

Plötur, gamlar LP plötur, man ekki fjöldann en sirka 150 stk.  allar saman 10.000

Boxpúði og 3 pör hanskar, sippuband úr stáli.. er ekki enn búinn að gera það upp við mig hvort ég tími þessu ;)   allt saman 20000 kr.  Keppnishanska par, sekkhanskar og æfingahanskar.

Hafið samband ef þið hafið áhuga á einhverju af þessu.

 


svona hagnast norðmenn á því að versla í svíþjóð...

.. þar sem svíþjóð er eitt dýrasta land ESB ( Danmörk það dýrasta) þá er gaman að velta þessu fyrir sér hvað norðmenn spara sér á því að versla í svíþjóð, en norðmenn standa líkt og ísland utan ESB.

http://pub.tv2.no/nettavisen/okonomi/article2658487.ece

Matur 40 % ódýrari

Lyf 30 % ódýrari

vörur fyrir börn 30 % ódýrari

vín og tóbak 50 % ódýrari.

almenningur í noregi hefur verið með háværar kröfur undanfarin ár um það að lækka vöruverð í noregi sem er ekkert ósvipað íslensku verðlagi og stefna stjórnvalda þar ekkert ósvipuð stefnu íslenskra stjórnvalda.. sem sagt verndartollastefna til varnar landbúnaði innanlands.. 

Sænskur landbúnaður blómstrar innan ESB þótt það hallaði undan fæti fyrstu árin eftir inngöngu.. 

 

 


mbl.is Litháíska þingið styður aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hvað með fóðurgjaldið ?

Ég bjó lengi í noregi og ók oft yfir landamærin til svíþjóðar sem er í ESB (noregur ekki svo því sé haldið til haga).. það munaði oft um 50 % á matvöruverðinu milli noregs og svíþjóðar og oft mynduðust langar biðraðir bíla sem sem voru á leið yfir landamærin við Svinasund. Þessar biðraðir náðu oft frá svínasundsbrú að Sarpsborg í östfold.. um 30 km leið.. sem sýnir okkur hvað fólk er tilbúið til að leggja á sig fyrir ódýrari matvæli..

En að kjúklingaverð mundi lækka um 70 % dreg ég í efa.. það kostar að flytja vörur til íslands og einokunarfyrirtækin eimskip og samskip passa það að hér á landi færðu engan afslátt á flutningum.. En ódýrari yrðu þeir það er ekki nokkur spurning.. en ef íslenskir iðnaðarbændur fengu sömu fyrirgreiðslu og félagar þeirra í ESB þá er ég ekki í nokkrum vafa um það að kjúklingarnir mundu lækka enn frekar hér á landi og munurinn verða minni.. þá er ég að tala um hið alræmda fóðurgjald sem kjúklingabændur og svínabændur verða að greiða í ríkissjóð til styrktar rollubændum og mjólkurbændum.. það er nefnilega ekki sama jón og séra jón..

ef allrar sanngirni væri beitt þá mundi munurinn kannski vera 10-15 % hér á landi , okkur í óhag ef íslenskir bændur fengju þessa ESB fyrirgreiðslur sem everópskir bændur fá.  Ef munurinn er ekki meiri en það þá borgar sig varla að flytja þetta inn.. eða hvað ?

 

 


mbl.is Kjúklingar myndu lækka um 70%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

í ESB..

.. hefðu menn eins og Árni ekki fengið annan séns.. glæpamenn sitja bak við lás og slá í ESB en eru þingmenn á íslandi.
mbl.is Eigum ekkert erindi í hið nýja Sovét
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

um hvað er fréttin ?

er fréttin um það að DnB NOR sé á brauðfótum .. eða er fréttin um það að hagnaður bankans var MINNI en ráð var fyrir gert ?

Vil benda á að DnB er  vel stæður banki sem græðir á tá og fingri.. þótt gróðinn hafi verið heldur minni en gert var ráð fyrir.

my 2 cents.. 


mbl.is Afkoma DnB NOR undir væntingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband