hvað með fóðurgjaldið ?

Ég bjó lengi í noregi og ók oft yfir landamærin til svíþjóðar sem er í ESB (noregur ekki svo því sé haldið til haga).. það munaði oft um 50 % á matvöruverðinu milli noregs og svíþjóðar og oft mynduðust langar biðraðir bíla sem sem voru á leið yfir landamærin við Svinasund. Þessar biðraðir náðu oft frá svínasundsbrú að Sarpsborg í östfold.. um 30 km leið.. sem sýnir okkur hvað fólk er tilbúið til að leggja á sig fyrir ódýrari matvæli..

En að kjúklingaverð mundi lækka um 70 % dreg ég í efa.. það kostar að flytja vörur til íslands og einokunarfyrirtækin eimskip og samskip passa það að hér á landi færðu engan afslátt á flutningum.. En ódýrari yrðu þeir það er ekki nokkur spurning.. en ef íslenskir iðnaðarbændur fengu sömu fyrirgreiðslu og félagar þeirra í ESB þá er ég ekki í nokkrum vafa um það að kjúklingarnir mundu lækka enn frekar hér á landi og munurinn verða minni.. þá er ég að tala um hið alræmda fóðurgjald sem kjúklingabændur og svínabændur verða að greiða í ríkissjóð til styrktar rollubændum og mjólkurbændum.. það er nefnilega ekki sama jón og séra jón..

ef allrar sanngirni væri beitt þá mundi munurinn kannski vera 10-15 % hér á landi , okkur í óhag ef íslenskir bændur fengju þessa ESB fyrirgreiðslur sem everópskir bændur fá.  Ef munurinn er ekki meiri en það þá borgar sig varla að flytja þetta inn.. eða hvað ?

 

 


mbl.is Kjúklingar myndu lækka um 70%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Aðalatriðið er að neytendur hafi val. Ég veit um marga íslendinga sem eru miklir Evrópusinnar en munu halda áfram að kaupa íslenskan landbúnað þrátt fyrir hærra verð. En mér þykir bara eðlilegt að öryrkjar og annað lágtekjufólk hafi allavega val.

Jón Gunnar Bjarkan, 16.7.2009 kl. 16:08

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvers vegna er rétt að ógna fólki til að hafa mannsæmandi kjör?

Hvers vegna gefur ESB sig út fyrir að vera svona góð með ógnunum? Ef þau eru svona góð þá ættu ekki þessar ógnanir að vera inni í myndinni að mínu mati. Eg hef ekki áhuga á þjóðum sem nota ógnanir í sínu framtíðarsamstarfi!

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.7.2009 kl. 19:35

3 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Ég held nú reyndar að það sé hámark frekjunnar að tala um ógnanir eða hótanir ESB í Icesave málinu, frá þeirra sjónarhóli lítur þetta út sem svo að við ætlum að reyna skjóta okkur undan ábyrgð eftir að hafa farið út um allan heim eftir að menn voru búnir að vara okkur við og forsætisráðherra, utanríkisráðherra, fjármálaráðherra fullvissuðu alla um að við stæðum á bak við þetta allt saman, sjálfur seðlabankastjóri meira segja hrósaði Landsbankanunm í erlendum fjölmiðlum fyrir Icesave nokkrum mánuðum áður en hann fór rakleiðis á hausinn. 30 Evrópuríki starfa eftir þessu sömu reglum, þúsundir banka, hvers vegna var það íslenskur banki sem fór þessa leið. Hollendingar og Bretar gátu ekki stoppað þetta því þeir störfuðu eftir leyfi frá okkur og undir okkar eftirliti, ef þeir hefðu varað fólk við, þá hefði komið áhlaup á bankana og við værum nú að kenna þeim um að hafa komið bönkunum okkar í koll.

Svo fara íslendingar í AGS og til Norðurlanda og heimta lán, AGS mestu í eigu ESB þjóða(og þaðan kemur peningurinn) og flest norðurlönd í ESB, á meðan við ætlumst bara til að tryggja alla sparifjáreigendur hérna á landi en skilja önnur útibú(nákvæmlega eins og útibú á Húsavík) eftir tóm. En út af því þeir vilja ekki lána okkur, því við virtumst ætla að svíkja þessar skuldbindingar, þá eru þeir með hótanir og ógnanir og fleira í þessum dúr. Þvílíkt lýðskrum. Við skulum ekki gleyma að þessi Icesave peningur er lítið brotabrot af þeim mörg þúsund milljörðum sem erlendir lánadrottnar eiga á hendur okkur, mest sem þeir fa ekkert til baka. Fyrir þessa peninga var fjárfest í draumverkefnum hér á landi, fjárfest í iðn-tækn nýsköpun, fjármagnað allskyns rugl, auk þess sem það voru til dæmis yfir 100 milljarðar plús á ríkissjóði árið 2007. Ætlum við svo að segja að við tókum aldrei þessa peninga að láni? Alla vega voru það ekki ESB ríki eins og Holland og Bretar sem eyddu þessum peningum, svo mikið er ljóst.

Jón Gunnar Bjarkan, 16.7.2009 kl. 20:22

4 identicon

Maturinn verður allavega ódýrari en í dag. Það er einfalt að reikna út væntanlegt verð. Ef farið er inná heimasíðu t.d SuperBrugsen (superbrugsen.dk). bætt 12 % við í flutningskostnað þá er búðarverðið hér komið. Að þvi gefnu að álagning kaupmanns hér sé svipuð og Danans. Fall krónunnar skekkir aðeins myndina í dag. En er ekki ágætt að miða við evruna svona ca. 120 -130 kr ísl.

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 00:16

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

En er ekki ágætt að miða við evruna svona ca. 120 -130 kr ísl.

ha jú jú.. en Euroið er bara miklu hærra en þetta sko.. sirka 180 kall :-/

Ég skil þig ekki Anna.. hvað ertu að tala um ? 

Jón Gunnar.. ég er sammála því að neytendur hafi val.. en ég vil líka sanngirni og ég er ekki tilbúinn til þess að fórna íslenskum atvinnurekendum vegna þess að þeir fái ekki sömu fyrirgreiðslu og félagar þeirra í ESb.. einhver aðlögunartími verður að vera.. lágmark 5 ár.

Óskar Þorkelsson, 17.7.2009 kl. 00:52

6 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Reyndar sýnist mér það alveg borðleggjandi að það verði meiri fyrirgreiðsla á Íslandi en í langflestum öðrum ESB ríkjum, vegna þess að við ættum að ná auðveldlega í gegn heimsskautaundanþágunni í gegn eins og Finnar. Það þýðir reyndar að Ísland mun þurfa að borga það sem á ofan kemur sjálfir.

Jón Gunnar Bjarkan, 17.7.2009 kl. 01:11

7 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

En góður punktur varðandi 5 árin, mætti alveg skoða það fyrir mér, bara að við séum ekki að fá einhverja undanþágu til að halda heimsmetinu í niðurgreiðslu og tollavernd á landbúnað miklu lengur en það allavega. Niðurgreiðslur á landbúnað innan ESB er almennt mjög miklar og töluvert hærri en til dæmis í Bandaríkjunum eða Kanada. Þó ekki eins háar og á Íslandi.

Jón Gunnar Bjarkan, 17.7.2009 kl. 01:14

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Blessaður Óskar!

Við erum í þessum efnum á sama báti og þú færð mig hérna til að rifja upp gamlar minningar frá dvöl oftar en einu sinni í Svíþjóð löngu fyrir inngöngu landsins í ESB. Þá var það til dæmis mikið "Helgarsport" hjá Gautunum að taka ferjuna yfir til Fredrikshavn og hamstra hræódýra skinku að ég tali nú ekki um Tuborgbjór á glerflöskum, sem þarna fyrir um tuttugu árum kostaði hvorki meira né minna en sem nam 17 KRÓNUM íslflaskan!En sömuleiðis er það laukrétt, að gæta verður sem best allrar sanngirni og samkeppnin má ekki vera ójöfn sem mest því verður við komið.

Magnús Geir Guðmundsson, 17.7.2009 kl. 13:23

9 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það er eins og neytendur séu algert aukaatriði í öllu þessu máli. Það virðist jaðra við Guðlast að nefna ódýra landbúnaðarvörur til neytenda.

Finnur Bárðarson, 18.7.2009 kl. 15:19

10 identicon

nú vill svo til gutti að laun norðmanna er góð, vöruverð reyndar hátt þannig að þeir fara til sverge í innkaup.  Svíar gera hvað?  fara til Danske í innkaup.  Esb þar og esb líka í svía.  en hvað gera danir? jú fara í þýskaland í innkaup.  jú esb þar líka,  en hvað gera þýskir í dag? jú fara til póllands í innkaup. 

en við íslendingar?  eigum við að keyra göngin hans árna j til vestmannaeyja til að gera innkaup? 

hs (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 23:52

11 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Persónulega finnst mér að ESB eigi að fara gefa frá sér CAP stefnuna(sameiginlegu landbúnaðarstefnuna), leyfa hverjum löndum að styrkja sína landbúnaði eftir því sem þeir vilja, bara svo það sé ekki einhverjar fáránlegar upphæðir. Nota síðan ESB í R&D, nýsköpun, fjárfestingar í hátækniiðnaði og fleira. Ef Bretar vilja svo styrkja sinn landbúnað lítið, nú þá bara gera þeir það. Ef Frakkar eða íslendingar vilja styrkja sinn mikið, nú þá megi þeir bara gera það.

Það er allavega ljóst að Reinfeldt leggur mikla áherslu á að ESB einbeiti sér meira að nýsköpun og tækniþróun og minna á landbúnað. Til þess að bændur yrðu ekki alveg snarvitlausir út af þessu, þá mætti færa styrkjakerfið aftur út á national level og nýsköpun og tækniþróun í meira mæli yfir á evrópu levelinn.  Bara hugdetta, gæti verið skemmtileg tilraun.

Jón Gunnar Bjarkan, 21.7.2009 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband