það var engin sigurhátíð á austurvelli í dag
31.1.2009 | 18:14
Ég mætti á austurvöll í dag og tvö af helstu kröfum okkar mótmælenda hafa verið náð.. ríkisstjórnin féll fyrir búsáhaldamótmælendum og stjórn fjármálaeftirlitsins er horfinn sinn veg..
Það sem eftir stendur er óværan í seðlabankanum en það verður ekki lengi... hann fer innan fárra daga og helst vil ég þann siðlausa mann burt af þessu landi að eilífu.. kannski getur hann farið til jómfrúareyja og eytt einhverju af þeim þúsundum milljarða sem stolið var á hans vakt.. hver veit.
annað sem var merkilegt.. það sást ekki einn einasti lögregluþjónn á Austuvelli á meðan á fundinum stóð, allavega tók égekki eftir neinum.. þetta hafði góð áhrif og var andrúmsloftið á fundinum vinsamlegt og friðsamlegt.
Kannski er skýringuna að finna í því að BB er EKKI lengur yfirmaður lögreglunnar.. og að yfirmenn lögreglunnar skjálfa á beinunum í dag því að nýjir valdsherrar þeirra eru þeim ekkert sérstaklega hliðhollir.. Lögreglan er þjónn fólksins en ekki refsivöndur.
BB farinn og það er strax friðsamlegra í þjóðfélaginu.
![]() |
Sigurhátíð Radda fólksins á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
við bara bíðum með pottana og pönnurnar..
31.1.2009 | 08:55
![]() |
Ósætti um aðgerðirnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það styttist í stýrivaxtalækkun ...
30.1.2009 | 19:10
Það styttist í stýrivaxtalækkun nú þegar Baugur leggur upp laupana.. nema auðvitað að Davíð verði farinn úr Seðlabankanum áður :)
![]() |
Baugur lokar skrifstofu á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.1.2009 kl. 08:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
heimskautarefur ??
26.1.2009 | 16:59
ég hef oft rekið mig á að íslendingar kalla íslensku tófuna heimskautaref.. þetta er sami stofn eða skyldur norska stofninum og þar heitir hann fjellrev eða fjallarefur. Heimskautarefur eða "artic fox" er bara allt önnur tegund af ref eftir því sem ég best veit. Heimskautarefur skiptir td ekki um lit... er allt árið hvítur á meðan fjallarefurinn skiptir um lit vor og haust..
endilega fræðið mig ef þetta er rangt hjá mér !!
![]() |
Skjóta rauðref til að vernda tófu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Auðvitað er Riise of dýr fyrir Hull
26.1.2009 | 16:10
Riise er toppmaður og hefur bara spilað með toppliðum allan sinn feril og svoleiðis menn fara ekki í lið eins og Hull og Everton.. það er nokkuð ljóst !!
hana nú !!
![]() |
Riise of dýr fyrir Hull |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Maður að meiri..
25.1.2009 | 10:59
Þar koma að því að einhver axlaði ábyrgð ! gott framtak hjá Björvini og enn betra að reka Jónas í leiðinni því ekki sá Jónas að sér og axlaði augljósa ábyrgð..
Þetta mun gefa Samfylkingunni von í næstu kosningum...
Hver er næstur ?
![]() |
Björgvin segir af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
www.siminn.is og ömurleg þjónusta
24.1.2009 | 10:56
Ég lenti í því að sjónvarpið mitt yfir internet var lokað í gærkveldi.. nokkuð sem þetta skítafyrirtæki Síminn stundar.. loka á föstudagskveldi svo fólki sé nú refsað almennilega fyrir að gleyma reikning.
Hef lent í þessu áður svosem. EN.. ég hringdi í þjónustuver símans í morgunn því ég hélt að eitthvað væri að kerfinu því það hafði verið óstöðugt undanfarið. bæði internet og sjónvarp.. fékk lagað netið í vikunni svo ég hélt að þetta væri af sama meiði.. vesen með router eða eitthvað slíkt.
Þjónustuverið svarar með sykursætri rödd og segir mér að ég hafi ekki greitt reikning, nokkuð sem kemur fyrir af og til.. svo ég spyr þessa sykursætu stúlkurödd hvort að það sé opnað strax ef ég borga í dag á netinu.. já svarar þessi lygatæfa ! Ég fer auðvitað strax á netbankann og borga reikningana.. og hringi aftur og fæ aðra sykursæta stúlkurödd sem sagði mér að hún gæti sko ekkert gert fyrir mig fyrr en á mánudaginn..
Ég klikkaði algerlega í símann því ég þoli ekki fólk sem lýgur að mér, ég hata fyrirtæki sem láta starfsmenn sína ljúga að viðskiptavinum sínum.
Ég þoli ekki www.simann.is lengur.. gersamlega hata þetta djöfuls lygafyrirtæki.
Ég sagði upp öllum viðskiptum við þetta ógeðslega fyrirtæki !
hana nú og góðann daginn :)
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
ísraelar eru sem sagt ekki allir fávitar
22.1.2009 | 22:47
![]() |
Deilt um árangur innrásar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Frábært.....
21.1.2009 | 23:21
Ég hef svarað á bloggum í allan dag með því að stjórnin eigi innan við sólarhring eftir ólifað svo þessi frétt er yndisleg músik í mínum eyrum..
Burt með spillinguna = burt með sjálfstæðisflokkinn !!
![]() |
Samþykktu ályktun um stjórnarslit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Byltingin hafin ?
20.1.2009 | 22:19
Þessi mótmæli hafa farið fram úr mínum björtustu vonum. Þau standa enn og skilst mér á kunningja sem ég hafði samband við áðan að þar væru enn þúsundir manna samankomnir 9 klst eftir að mótmælin hófust.
Geir Haarde er orðin sameinignartákn spillingarafla þessa lands og í hvert sinn sem smettið á honum birtist á skjánum eða rödd hans heyrist í útvarpinu þá fyllist ég reiði.. maðurinn er svo gersamlega getulaus , að þótt hann mundi éta pakka af viagra á dag mundi hann ekki ná músarreisn.
Solla Stirða er einnig spillingartákn.. því hver önnur ástæða skyldi vera fyrir því að hún skuli ekki fyrir löngu vera búin að leysa þessa ömurlegu ríkisstjórn upp en sú að hún sé sjálf partur af spillingunni. Ekki mun hún bjarga einu eða neinu og gerðir hennar sýna einnig að hún hefur ekki getu til að breyta neinu.. rúin trausti eigin flokksmanna
Ég spái áframhaldandi mótmælum á austurvelli daglega þar til þessi getulausa spillta ríkisstjórn snáfar sér frá völdum.
![]() |
Beittu kylfum á mótmælendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)