heimskautarefur ??

ég hef oft rekið mig á að íslendingar kalla íslensku tófuna heimskautaref.. þetta er sami stofn eða skyldur norska stofninum og þar heitir hann fjellrev eða fjallarefur.   Heimskautarefur eða "artic fox" er bara allt önnur tegund af ref eftir því sem ég best veit. Heimskautarefur skiptir td ekki um lit... er allt árið hvítur á meðan fjallarefurinn skiptir um lit vor og haust..

endilega fræðið mig ef þetta er rangt hjá mér !! 


mbl.is Skjóta rauðref til að vernda tófu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslenska tófan er af tegundinni Vulpes lagopus sem kallast arctic fox á ensku.

Það eru síðan tvö megin litarafbrigði af arctic fox, hvítt og mórautt.

Bella (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 17:18

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Íslenski refurinn, Vulpes lagopus fulugiosus er undirtegund 

heimskautarefsins, Vulpes lagopus.

Báðir skipta um lit eftir árstíðum, yrðlingarnir byrja brúnir....

Haraldur Davíðsson, 26.1.2009 kl. 17:19

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

já þetta voru gagnlegar upplýsingar , takk fyrir það, ég hef greinilega verið með einhverja meinloku gagnvart þessu.

Óskar Þorkelsson, 26.1.2009 kl. 18:19

4 Smámynd: Brattur

... svo segir maður "að skjóta einhverjum ref fyrir rass" ekki... "að skjóta einhverjum heimskautaref fyrir rass"... heimildir; litli heillinn í boru Bratti...

Brattur, 26.1.2009 kl. 20:59

5 Smámynd: Eygló

En þegar Hreiðar Már fer í jeppaferð á Suðurheimskautið með vinum sínum? Er það þá 'redamar fox' 'antarctica scumbag' eða bara tómt slúður og lygi?

Eygló, 26.1.2009 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband