en aðstoðarmaður gufunnar kannast við málið...
7.11.2008 | 13:34
Það er ekkert að marka Gufu Geir.. hann hefur ekki hugmynd um hvað gengur á í kringum hann.. og hann virðist ekki ráðfæra sig við aðstoðarmenn um merk málefni eins og pólskt lán..
Poland joins the IMF, Norway the Faroe Islands, which have pledged about $2.8 billion to help revive Iceland's economy. There is no formal accord on the entire $6 billion package, said Greta Ingthorsdottir, an adviser to Iceland's Prime Minister Geir Haarde.
hún segir reyndar að það sé ekki formlega búið að afgreiða þetta ... en það þýðir líka að umræður hafa átt sér stað.
http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=newsarchive&sid=avKoJORlPS4g
![]() |
Kannast ekki við pólskt lán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
góð mynd af þeim félögum ObamaCain
5.11.2008 | 01:11
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Geir Gufa ber nafn með rentu..
2.11.2008 | 22:10
Geir er svo mikil gufa að norðmenn hafa ekki enn tekið eftir því að hann tók við sem forsætisráðherra á íslandi fyrir nokkrum árum Sjáið textann undir myndinni
http://www.dagbladet.no/nyheter/2008/10/31/552312.html
Bara snilld
En Þorgerður Katrín er eina von sjallana..
![]() |
Tilbúin að endurskoða afstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
elsku þið...
2.11.2008 | 16:59
![]() |
Vill gefa Íslendingum 300 milljónirnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Besta frétt sem ég hef séð lengi frá rikisstjórninni
2.11.2008 | 10:06
Það kom að því að Samfylkingin sýndi klærnar. Geir gufa er svoleiðis undir hælnum á Davíð að það er ekki fyndið.. heldur sorglegt.
Samfylkingin er að hlusta á þjóðina og setur því sjálftektinni stólinn fyrir dyrnar.. hingað og ekki lengra.
Þetta stjórnarsamstarf hefur frá upphafi verið það ömurlegasta sem ég man eftir og er ég að nálgast miðjan aldru óðfluga.
Þessi stjórn hefur einkennst af aðgerðarleysi og þar er Samfó samsek sjálftektinni og gufunni Geir.. sem hælir sér ef hann gerir ekkert.. ef ég geri ekkert í vinnunni er ég rekinn.. líka þú !! En gufan Geir heldur vinnunni og fær eflaust feitar sporslur fyrir það á bak við tjöldin eins og tíðkast í sjálftektinni.. því það er ljóst að Gufan Geir er EKKI að starfa fyrir þjóðina heldur einhver öfl innan sjálftektarinnar.
Þessi ríkisstjórn er dauð ! Farvel og boðið til kosninga áður en ég sting af frá klakanum.
![]() |
Samfylking afneitar Davíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þökkum færeyingum.. linkur !
31.10.2008 | 19:24
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagsgrín !!
31.10.2008 | 12:46
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hverjum á að refsa fyrir ástandið ?
30.10.2008 | 18:10
Á að refsa útrásarvíkingunum.. Hannesi smára, Jóni Ásgeiri og co ?
Nei, ekki strax, því útrásarvíkingarnir spiluðu sitt fjárhættuspil í skjóli íslensku ríkisstjórnarinnar og seðlabankans.. gerðu í raun ekkert ólöglegt að því virðist.. það voru stjórnvöld, seðlabanki og stjórnmálamenn á alþingi sem lögðu grunnin og greiddu götu þessara útrásarvíkinga..
Hverjum á að refsa þá?
Þeim sem spila eftir reglunum? Pútin gerir það með því að fangelsa þá sem náðu milljónunum eftir fall kommunismans.. ætlum við að fara sömu leið ? Ég segi NEI !
Refsum þeim sem semja lögin, refsum þeim sem stýra seðlabankanum því það er hans að halda uppi eðlilegum viðskiptum milli landa með því öryggi sem hann á að gefa lögum samkvæmt.
Þeir sem eru sekir eru : Davíð Oddson og meðstjórnendur hans í seðlabankanum.
Fjármálaeftirlitið undir stjórn Jóns Sigurðssonar
Ríkisstjórnin undir stjórn Geirs gufu Haarde og lufsu Davíðs Oddsonar.
Refsum þeim áður en við refsum þeim sem fóru eftir reglugerðum sjálftektarinnar !!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
frábær umræða í NRK1 í kvöld
27.10.2008 | 22:44
Þessi þáttur er aldeilis frábær hlustun.. norðmenn kunna að ræða hlutina þannig ða fólk skilur um hvað verið er að ræða.. niðurstaða fæst í lok umræðnanna eins og vera ber. hér gæti Egill í silfrinu lært mikið :)
En, norðmenn eru ekki í vafa hverjum þessi krísa er um að kenna.. athafnamenn með of frjálsar hendur og of auðveldan aðgang að lánsfé.. Seðlabanki með handónýta bankastjórn og Davíð Oddson nefndur þar fremstur í flokki ónytjunganna. Fjármálaeftirlit sem er hálf lamað af mannleysi því bankarnir hirtu alla bestu mennina til sín og skildu FME eftir í sárum og valdalaust og getulaust..
Ríkisstjórnin, seðlabankinn, FME og athafnamenn eiga alla sökina.
Norðmenn eru harðir í því að hjálpa íslandi út úr þessum vandræðum.. þeir nefndu meira að segja að íslendingar gætu tekið upp norsku krónuna ef ísland samþykkti að ganga undir norsk fjármálareglur og að seðlabankinn væri í Oslo. Ég styð þessa hugmynd.
Þeir sögðu líka að ísland yrði að endurgreiða lánin en samt ekki öll.. bara neyðarlánin sem kæmu nú ættu íslendingar að greiða en áhættulánin erlendis sem bankarnir tóku og gáfu út ættu að hverfa í hítina og fengjust ekki endurgreidd.. enda enginn verðmæti þar á bakvið og ísland réði hreinlega ekki við þá endurgreiðslu.
Endilega kommentið á þennan þátt. og vonandi verður hann sýndir í íslensku sjónvarpi þýddur á íslensku.. þótt ég sé reyndar þeirrar skoðunnar að við ættum öll að læra norsku á næstunni.....
http://www1.nrk.no/nett-tv/klipp/427413
![]() |
Ekki allt kolsvart á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Alþingismenn eiga ekki að vera neinstaðar nema á alþingi !!
26.10.2008 | 16:22
Það er stórtæk spilling í íslenska stjórnkerfinu.. sagan sýnir okkur það svo ekki sé um villst.
Eitt skref væri gott að taka til að koma í veg fyrir svona spillingu að hluta til.. það er að sett verði í lög að alþingismenn fái ekki feit embætti á vegum hins opinbera eftir þáttöku á alþingi ( Friðrik Sóf og Davíð Oddson eru gott dæmi um það)..
Alþingismenn eigi ekki setu í stjórnum neinna fyrirtækja á meðan þingmennsku stendur... (Illugi) .
Alþingismenn sitji ekki sem formenn verkalýðshreyfinga eða neinna hagsmunasamtaka (Ögmundur) .
Látum fagmenn um rekstur bankanna, lífeyrissjóðanna og fyrirtækja landins..
![]() |
Óheppilegt að þingmenn stýri sjóðunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)