Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
ef norðmenn og svíar gera það....
8.7.2009 | 17:50
.. þá hljótum við að gera það líka ekki satt ?
Ég var eitt sinn stöðvaður í svíaríki.. búinn að innbyrða 4 hálflítera af Stockholm öli.. þetta er alvöru öl sko.. 7.2 % og ekkert piss eins og elefantinn er þótt styrkleikinn sé sá sami..
úti var -38°c staðurinn var Piteå.. bílinn var volvo 240 gl station.. brúnn.. löggan var á volvo XC 70 cross country.. hvítur gulur og blár..
Skari svitnaði.. handviss um sökina og prófmissinn.. var búinn að sætta mig við það að kveðja bílinn endanlega.. og prófið.. og .. já bara allt. Löggimann bað mig um að opna munninn og tróð upp í mig röri sem ég var síðan látinn blása þar til augun ætluðu að poppa út úr hausnum og ég var orðinn blár í framan þegar löggimann sagði.. det var jo fint.. bra.. du kan köra..
Ég horfði á löggimann eins og hann væri fífl.. en tók hann á orðinu og brunaði þangað sem förinni var heitið...
en lærði þá lexíu að eftir einn og alls ekki 4 þá ekur ei neinn.. en ég mældist ekki ;)
það skiptir litlu hvort að magnið sé 0.2 eða 0.5.. svo mér er alveg sama enda ða flytja tilbaka í sæluna í noregi þar sem er 0 toleranse mot fyllekjöring...........
hei då
![]() |
Vilja lækka refsimörk vegna ölvunaraksturs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þetta útskýrir ýmislegt
8.7.2009 | 12:27
![]() |
Sjóvá skuldaði í bótasjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þetta finnst mér skrítin aðferð
4.7.2009 | 11:06
Ég hef búið lengi erlendis og þar er mælt úr lofti.. en þar eru líka merkingar á vegum með 100 metra millibili sem viðkomandi hraðamælingamaður getur tekið tímann á bílnum sem hann er að mæla á milli merkinga.... Ég hef aldrei séð svona merkingar á vegum á íslandi og ef ég yrði tekinn hér á landi af þyrlu mundi ég láta málið fyrir dómstóla.. það er alltof mikill óvissuþáttur í svona mælingum án viðkomandi fjarlægðarmerkinga á jörðu niðri.. nema auðvitað að íslendingar geti þetta svo miklu betur en allir aðrir ? Svona eins og í fjármálageiranum !
Gaman væri að fá að vita hvernig íslenskar hraðamælingar úr þyrlu fara fram... að maður tali nú ekki um þann fáránlega kostnað sem fylgir svona þyrlumælingum.
![]() |
Hraðamælingar úr lofti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)