Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
Gunnar Páll Pálsson er andlit spillingarinnar
14.2.2009 | 21:16
Þessi maður vekur alltaf upp í mér kenndir til að gera byltingu.. ég vil ryðja þessu hyski úr vegi sem hefur stolið af þjóðinni og mér, milljörðum.. hann var varðhundur útrásarliðsins í Kaupþingbanka og hann hefur krumlurnar í mínum lífeyrir..
Ég vil Gunnar Pál burt, helst til Tortula þar sem hann á eflaust feitar bankainnistæður ásamt vinum sínum í KÞbanka.. en til vara bara til novaja Zemelja..
Síðan vil ég fá allan minn lífeyrir greiddan út úr sjóðum VR svo þetta fólk geti ekki vasast lengur með mína framtíð !
Pakk.. helvítis PAKK
![]() |
Trúnaðarmannaráð VR kallað til fundar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
munið fundinn í dag á austurvelli
14.2.2009 | 12:44
Þetta er langt í frá búið þótt margt hafi náðst fram með þrautsegju og pottaglamri.. Davíð situr enn.. enginn handtekinn enn... sömu flokkarnir plotta um dagsetningu kosninga svo snemma að öruggt sé að ný framboð nái ekki að skipuleggja sig í öllum kjördæmum... Heimilinn eru mörg hver rústir einar og engin von um bata sjáanleg.. AGS stjórnar peningamálum landsins eins og kom berlega í ljós í liðinni viku...
koma svo og mótmæla í dag !
Þetta gæti útskýrt margt...
12.2.2009 | 21:19
![]() |
Segir Rússa hafa keypt Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
kominn heim aftur ..í ógeðið
9.2.2009 | 00:31
Ég kom heim í kvöld eftir 4 daga ferð til noregs.. í þessari ferð var mikið spurt um ísland og virtust norðmenn almennt hafa miklar áhyggjur af íslandi og afleiðingum kreppunar á fólkið í landinu..
Ég las fréttir að heiman á meðan ég var úti.. og ég las blogg eins og bloggið hennar Láru Hönnu og Heiðu.. þetta leit ekkert sérstaklega vel út.. allt í steik..
Ég fékk gefins viskýflösku af einum viðmælanda minna um helgina.. og gerði þau hrikalega slæmu mistök að kaupa aðra flösku í duty free á Gardermoen..
Ég var tekinn í landhelgi af ógeðs tollurum..
Æðislegt að koma heim og fá sekt fyrir að vera með einni flösku of mikið.. ekki gramm af sígarettum eða nammi.. eina gjöf og ein keypt flaska..
Ég fékk æluna upp í háls af þessu ógeðsþjóðfélagi..
Ég keyri heim.. og hlusta á fréttir á rás2... Davíð ætlar ekki að fara að tilmælum ríkisstjórnarinnr.. og önnur æla reyndi að brjótast fram..
Ég er a'ð horfa á silfur egils á ruv +.. og enn ein ælan er lögð af stað.. en ég ætla ekki að stöðva þessa heldur leifa henni að renna í klósettið..
Djöfulsins viðbjóðs þjóðfélag sem við búum í.. algert ógeð !
Er einhver von fyrir þessa voluðu þjóð ?
auðvitað..
8.2.2009 | 01:59
![]() |
Flugvellinum í Ósló lokað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
kvedja fra noregi
6.2.2009 | 10:21
eg sit her a vørumessu i lillestrøm og er ad bida eftir vidskiptavini sem ætlar ad hitta mig eftur sma stund.. Noregur er fallegur eins og alltaf.. frosinn og alhvitur.. skogurinn skartar sinu fegursta vetrarskrudi.. og eg gleymdi myndavelinni heima :(
bjorinn kostar 63 kr norskar takk.. og thu færd 0.4 litra.. reiknid nu !!
Leigubill 10 km leid kostar 290 kr.. annar fra lillestrøm til oslo 780 kr en eg slapp vid ad borga tha ohemju..
id ad heilsa a klakann ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég var næstum vitni að þessum atburði
1.2.2009 | 14:13
Ég var næstum vitni að þessum atburði því þetta gerðist hér fyrir utan húsið mitt í norðurmýri.. málið var að það voru einhver ungmenni þarna og heyrði ég vel í þeim.. bíll í gangi og skvaldur.. svo byrja hróp og köll og hamagangur.. spól í snjó.. og nokkrum sekúntum síðar heyrðist brak.. sennilega þegar þjófurinn ók aftan á annan bíl...
Það virðist sem þjófurinn hafi verið svellkaldur því fólkið sem skildi bílinn eftir í gangi var í tröppum hússins bara 5 metra frá bílnum... Menn eru orðnir bíræfnari og bíræfnari í þessu þjóðfélagi.
![]() |
Rændi bíl í lausagangi og keyrði á |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |