Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

óþolandi stafsetning

Það er algerlega óþolandi að sjá blaðamenn skrifa Thailand Tæland !  Það er ekkert æ í thailand ef menn eru svo klikkaðir að vilja sleppa h úr nafninu þá er ok að skrifa það tailand.
Nafnið breytir um merkingu ef æ er notað.. og það sem er enn vitlausara hjá þessum hálfvitum er að Thailand er ekki borið fram með æ hljóði heldur ta-í hljóði. Tha-íi ef menn skilja hvað ég er að reyna að fara.

Orðið tæland hefur tvíræða merkingu í för með sér sem oft er notuð í fordómafullum tilgangi.

Thai = frjáls. Thailand = land hinna frjálsu



mbl.is Tæland fær nýja stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ófremdarástand sem sagt ?

Ég á í smávandræðum með að skilja þessi ummæli lögreglustjóra í ljósi þess að hann hefur verið að tala um ófremdarástand allar helgar í miðbænum. Var sem sagt allt í steik á menningarnótt eða er lögreglustjórinn með ummælum sínaum að snúa við sínum málflutningi ?

Kannski hefur málflutningur hans undanfarið bara verið pólitísk brella til að fá meiri peningum miðlað til hans embættis því ástandið í mðbæ Reykjavíkur um helgar er langt frá því aðvera eins slæmt og fjölmiðlar og lögreglustjóri hafa verið að bulla um undanfarið.

Er fólk ekki bara almennt til fyrirmyndar.. eða var lögreglustjóri að ýja að því að fólk taki börnin meira með sér út á lífið um helgar ?

mbl.is Lögreglustjóri segir ástandið í miðborginni eins og við var að búast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórveldið rumskaði í víkinni..

góður sigur vannst á Víkingum í kvöld og skreið stórveldið þar með af botni deildarinnar í fyrsta sinn í sumar.  Stórveldið og stolt Reykjavíkur er þar með komið í gang... vonandi Cool

Áfram KR.

Menn eiga ekki að gleðjast yfir óförum annara..

..en þegar kemur að knattspyrnu eru ófarir sumra heppni hinna. Menn gleðjast sem sagt ef andstæðingurinn misstígur sig. Mitt lið Liverpool veitir ekkert af því að lið eins og MU hiksti og nái sér ekki á strik. Liverpool hefur styrkt sig umtalsvert í sumar og hafa nýju mennirnir fallið vel í hópinn og leikstíll liðsins batnað til hins betra.  En til þess að Liverpool verði á toppnum verðum við að spila vel og ekki hiksta neitt í upphafimóts á meðan chelsea (sem ég spái titlinum þetta árið) og MU (sem ég spáði titli í fyrra) verða að tapa stigum. Þessi tvö lið Chelsea og MU eru enn með bestu möguleikana á titlinum umfram Liverpool.

Mín spá fyrir lokastöðuna á toppnum í vor.

Chelsea

MU

Liverpool

Everton.


mbl.is Man. Utd. náði aðeins stigi gegn Portsmouth, Heiðar skoraði fyrir Bolton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

white trash

Þessi kona ber öll merki um fáfræði "white trash trailer park" hyskisins sem veður uppi með fordóma í henni ammríku þótt áströlsk sé.  Sorglegt dæmi um fordómafullt fólk sem nærist á fáfræði og fordómum fólks..
mbl.is Fyrst voru það asískir innflytjendur nú múslimar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grátkór ofbeldis í miðbænum.

 

 

Undanfarin misseri hefur maður þurft að hlusta á grátkór þeirra sem tuða um ofbeldi í miðbænum hafi stóraukist og nú sé svo komið að stórhættulegt sé að rölta um Austurstræti eftir miðnætti um helgar.

Pólítíkusar koma í Kastljós og reyna að  “greina” vandann og lögreglustjóri sem ég tel að sé svo ungur að árum að hann hreinlega annaðhvort muni ekki eftir eða hafi aldrei heyrt talað um Hallærisplanið hér á árum áður, kemur og segir að ástandið sé svo slæmt að nú dugi ekkert minna til en þjóðarátak til þess að bæta úr þessu ófremdarástandi.

 

Nú er það svo að ég á heima ekki langt frá miðbænum og fyrstu tvö árin eftir að ég flutti á skerið aftur þá bjó ég í 101. Ég á oft leið um miðbæinn og sérstaklega í gegnum gamla Hallærisplanið sem er Ingólfstorg fyrir þá sem ekki vissu fyrir.  Afhverju hét Hallærisplanið þessu nafni ? Jú vegna þess að fólk hafði ekkert annað að gera á árunum upp úr 1970 en að drekka vodka í kók úr flösku og kasta henni síðan í hausinn á einhverjum vegfaranda eða þá í gegnum rúðu í miðbænum.  Eru menn búnir að gleyma því hvernig Austurstræti var “brynvarið” fyrir helgarnar ? Krossviðsflekar nelgdir fyrir glugga á föstudagseftirmiðdegi til að verja stórar og dýrar rúður verslana þar sem Thorvaldsensbar og ríkið í Austurstræti er í dag .

Eru menn búnir að gleyma klíku uppgjörunum í miðbænum ? Grænu jakkarnir úr kópavogi sem voru hættulegastir vegna fjölda og hversu vel þeir stóðu saman gegn Breiðholtsskrílnum. Hópslagsmál voru venjuleg um helgar, Fellahverfið og Seljahverfið áttu í blóðugum átökum þess á milli.

 

Fyrir mér er miðbærinn frekar friðsamlegur miðað við það sem ég átti að venjast hér á árum áður hvað sem öllu tuði um að 101 sé orðin stórhættulegt hverfi í anda Bronx á 5 áratugnum. Jú menn hafa hátt, jú það eru stympingar, jú það er ráðist á vegfarendur en það hefur ekki aukist nema síður sé.. vil taka það fram að fólki hefur fjölgað umtalsvert í Rvk á þessum árum frá því að Halló var og hét.  Ég man eftir því að hafa lent í líkamsáras þegar ég var á göngu ásamt félögum mínum þar sem apótekið er við Austurvöll. Það gerðist þannig að ég sparkaði í tóma flösku sem var á vegi mínum og hún fór í veg fyrir bíl sem koma akandi Pósthússtrætið og það skipti engum togum að út úr þessum bíl þustu 4 ungir karlmenn, þó eldri en ég var á þeim tíma og tóku til við að lumbra á okkur “unglingunum”. Þessir kumpánar voru frá Selfossi og voru í bæjarferð til að snapa slagsmál.

 

Ég man eftir því að menn voru barðir niður og rændir flottum leðurjökkum á planinu.. ég man eftir því að fólk var flutt upp á slysó í lögreglubílum og var oft þröngt á þingi afturí af misblóðugu fólki.. löggan sá um þetta því sjúkraflutningamenn voru uppteknir við að flytja þá sem voru alvarlega slasaðir eftir sum átökin í bænum..

 

Mín skoðun er sú að sú kynslóð sem er að taka við í dag, fólk upp úr tvítugt eru einstaklingar sem hafa fengið bómullaruppeldi og telja það vera ofbeldi ef einhver kallar það FÍFL. 

 

P.s ég hef ekki séð hópslagsmál síðan 1980 í bænum !


mbl.is Sýnileg löggæsla mikilvægust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

gæðin ?

miðaða við það sem ég upplifði í dag hjá sýn2 þá er ég feginn að hafa ekki fengið mér þessa áskrift.. þvílík blóðmjólkun á landanum.
mbl.is Ætla að tryggja að enski boltinn berist um allt land á hagstæðum kjörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hnakkarnir á suðurnesjum

Hægið á ykkur helv hálfvitar !  Angry
mbl.is Fjöldi dauðra kríuunga á Stafnesvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

frábært framtak Samtaka 78

Ég fór á Gay pride í dag í rjómablíðu. Þetta var hin ágætasta skemmtun og toppaði Páll Óskar sýninguna með yfirdrifnu diskóteki á hjólum með þvílíkum trukk, það var alveg á mörkunum að þessi trukkur næði beygjunni úr Bankastræti inn á Lækjargötu.. en það hafðist. 

Þetta er orðin fastur liður í tilverunni og fín upphitun fyrir Menningarnótt sem er á næstu helgi.

Til hamingju hommar og lesbíur með daginn, glæsilegt framtak hjá ykkur þið gerir lífið litríkara.



mbl.is Gengið í nafni gleðinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsileg byrjun.

Fyrsti leikur tímabilsins hjá Liverpool er að baki og var það erfiður útileikur gegn Aston Villa. Sigur vannst eftir sjálfsmark, vítaspyrnu og frábæra aukaspyrnu SG.
Nýju mennirnir stóðu sig vel og var innkoma Babel sérlega glæsileg og var hann óheppinn að smella ekki boltanum út við stöng eftir einungis nokkrar sekúntur inni á vellinum. Torres var sterkur og kom sér í nokkur hálffæri og var varnarmönnum erfiður, sé bara gott eitt við þessi kaup. Voronin var frekar anonym fyrir minn smekk en hann fékk heldur ekki langan tíma.. kannski 10 mín. Góð byrjun á tímabilinu og nú er bara að byggja á þessum sigri..

kv Skari



mbl.is Gerrard tryggði Liverpool sigur með glæsimarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband