Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

stjórn KR er samansafn af loserum

Þessi stjórn virðist halda það að reka þjálfarann í hvert sinn sem illa gengur muni hjálpa til í stöðunni.. hef ekki lengur tölu á þeim þjálfurum sem hafa verið reknir af þessum mönnum undanfarinn ár.. Willum td er gott dæmi.. hvað er hann að gera í dag með Valsmenn ??

Ég hef sagt það fyrr að úr því sem komið er þá er best að halda kúrsinn... því við þurfum jú bara að ná Fram að stigum til aðhalda okkur í deildinni (það getur hvaða lið sem er gert) og þá hefði unglingastarf Teits farið að blómstra og framtíðin hefði verið björt.

Þessi stjórn KR með Jónas, Rúnar kristinsonar bróðir, í fararbroddi hefur gert þjálfarastöðu KR að grínstöðu og enginn þjálfari með sjálfsvirðingu mun fást til þess að skrifa undir samninga við KR á meðan þessi stjórn er við velli hjá okkur.

Þessi brottrekstur mun ekki breyta nokkrum sköpuðum hlut í sumar,  liðið mun halda sér uppi og það jafnvel ef að ég mundi taka liðið að mér til loka keppnistímabilsins.

Ég er ósáttur við stjórn KR í dag.. sem oft áður.

mbl.is Teitur rekinn - Logi stjórnar KR út leiktíðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ég vík ekki fyrir fólksbifreiðum

Ég vík ekki fyrir fólksbifreiðum á þessum örmjóu lélegu vegum fyrir utan veg númer 1 . ef fólksbifreiðin vill ekki víkja þá erum við bara stopp þar sem við erum á veginum.. rúta og flutningabílar hreinlega geta ekki vikið til að hleypa smátíkunum framhjá því vegirnir eru svo lélegir !  Þetta verða þeir að skilja sem aka um á smátík og mæta þessum stóru bílum.. smábíllinn 
verður að víkja sama hvernig aðstæður eru og hver á "réttinn" .
mbl.is Vegkantur gaf sig undan rútu við Dyrhólaey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

skotfóturinn hans Riise

Cool Riise er að hita upp all rækilega fyrir komandi tímabil og er skotfótur hans með afbrigðum markviss og skotfastur þessa dagana.. lofar góðu fyrir tímabilið að besti vinstri bakvörður í PL skuli vera svona heitur. Cool

 


mbl.is Sigur hjá Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver að verða síðastur...

Þetta lón mun verða minning ein innan örfárra ára..

En mikil ósköp er fallegt þarna.

mbl.is Aðsókn að Jökulsárlóni alltaf að aukast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

í hverju fólst hættan ?

í hverju fólst hættan ?  að þeir mundu blotna ?  eða voru þeir kannski inni í höfninni og voru þar af leiðandi í hættu vegna báta umferða ?  Hver veit, en ég á erfitt með að taka undir það að þetta hafi verið "stórhættulegt" athæfi.. í versta falli vafasamt.. en eflaust stórskemmtilegt.
mbl.is Stórhættulegur leikur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

munaði litlu

Þessi saga á ekkert skylt við umrætt slys enda þekki ég ekki tildrög slyssins en hún gæti alveg hafa gerst svona...

það munaði litlu að rútan sem ég var í á laugardaginn hafi rennt yfir einn hjólhestareiðmanninn í Grímsnesinu.  Ég var ekki að keyra sjálfur sem betur fer, heldur mun reyndari ökumaður sem heitir Bjarni. Þannig var að við sáum tvo hjólandi kappa sem voru sennilegast í samfloti en samt ekki víst miða við mismunandi viðbrögð þeirra við aðsteðjandi hættu á mjóum veginum.
Þannig var að við komum aftan að þeim á stórri 55 manna rútu og á móti kom flutningabíll fylgt af húsbíl (hrikalegir óskapnaðir þessir húsbílar). Fremri hjólreiðamaðurinn leit við og sá okkur og fór af veginum og við nálgumst hratt.. sá aftari.. fór þá bara fram úr þeim fyrri og fór inná akreinina okkar og bara snarræði Bjarna kom í veg fyrir slys.. sem að öllum líkindum hefði verið banaslys.  Ég efast um að viðkomandi hjólreiðamaður hafi áttað sig á þeirri hættu sem hann skapaði sjálfum sér og öllum þeim sem í rútunni voru því við mættum trukknum með jarðýtu á pallinum samtímis.. Tek það fram að viðkomandi hjólreiðamaður var úti í kanti fyrst.. 

Vegakerfið ber ekki umferð reiðhjólafólks því miður.. þetta fólk er í lífshættu vegna mjórra vega og oft vegna aksturslags fólks á kraftmiklum bílum þessa lands

mbl.is Alvarlega slasaður eftir reiðhjólaslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skil ekki til hvers..

Til hvers er liverpool á eftir manni sem kemst ekki í lið MU ? Á hann að koma í stað Aurelío ? Ekki á hann að leysa Riise af því Riise hefur töluvert betra record en Heinze.. eða er Rafa bara að stríða sörnum ?

Væri nær að finna kantmenn ! 

mbl.is Liverpool enn á höttunum eftir Heinze
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hrokafull framkoma

Þetta er sennilega hrokafyllsta framkoma sem hægt er að hugsa sér.. þú ferð ekki á veitingastað og heimtar annan kokk.. hvað þá þinn eigin kokk.. ef þér líkar ekki veitingastaðurinn þá skaltu finna þér einhvern annan veitingastað eða hreinlega vera heima engum til ama.

Sting er búinn að vera sem listamaður og er bara í dag sorglegur miðaldra hrokafullur karl !

mbl.is Sting mætti með eigin matreiðslumann á veitingastað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

góðar fréttir

Ég hef aldrei skilið þetta mávahatur sem hefur viðgengist hér í borginni.. ég bý í nágrenni við tjörnina og sé þessa fugla daglega og aldrei fara þeir í taugarnar á mér. Þeir eru jú börn náttúrunnar og eru bara að reyna að bjarga sér við erfið lífsskilyrði.
Þegar Gísli Marteinn fór í drápsherferð sína fyrir síðustu borgarstjórakosningar þá hurfu síðustu dreggjar "sjálfstæðismannsins" í mér. Ég hreinlega fattaði ekki 
þennan málflutning sjálfstæðismanna um dráp á fuglum náttúrunnar þótt þeir færu í taugarnar á 
einhverjum smáborgaranum. 

Menn töluðu um að mávurinn sótti inn í borgina og að það væri ekki eðlilegur staður fyrir hann.. skoðum málið aðeins.. Reykjavik stendur á nesi við sjó.. hvar eiga mávar heima ? jú við strandlengjuna.. Ef reykjavík stæði þar sem Egilstaðir eru eða Selfoss þá má með sanni segja að mávurinn væri kominn út fyrir sitt "eðlilega" umhverfi en Reykjavík er örugglega innan heimkynna sílamávsins.



mbl.is Sílamávurinn lætur sig hverfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisvert !

alltaf gaman þegar svona fundur fréttist.. en það fór fyrir brjóstið á mér að þessi Gareth Wilson, sérfræðingur við British Museum skuli segja að þessi fundur sýni víðförli viðkomandi einstaklings sem þarna var grafinn.. munirnir konu úr flestum þekktum heimslutum þess tíma.. en víkingar voru fyrst og fremst verslunarmenn og því tel ég ekki líklegt að viðkomandi víkingur hafi ferðast til afghanistan heldur hafi hann stundað vöruskipti.. líklegast finnst mér að hann hafi aldrei farið út fyrir mörk norðurlanda þess tíma , skandinavíu, eystrasaltslöndin, UK og norður frakkland.

Eitt fór í pirrurnar á mér í frétinni.. það eru bandstrikin td í Eng-land og skart-gripum.. innsláttarvilla ?

mbl.is Víkingafjársjóður finnst á Englandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband