Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Liverpool áfram eður ei ?

Jæja á morgun 1 mai mun Liverpool etja kappi við hið stjörnuprýdda lið chelsea, það væri huggulegra ef liverpool mundi skora fleiri mörk en chelsea.  Ég er reyndar með óbilandi trú á því að liverpool verði evrópumeistari og hef sagt það síðan í 16 liða úrslitum.  Lið Chelsea hefur einfaldlega ekki það sem til þarf til að vinna svona titil á meðan Liverpool hefur stimplað sig inn sem ekta bikarlið.. standa sig best þegar mótlætið er mest.  Mín spá er .. 2-1 fyrir Liverpool.. 


Hitametin slegin

Hvert hitametið af öðru var slegið í dag. Hitinn fór í 23 c skv mogganum og ekki lýgur hann. Klakinn er hættur að standa undir nafni og utanhús krókódílarækt er að verða möguleiki í nánustu framtíð. Ég er farinn að sjá fyrir mér allskonar möguleika samfara hlýnun jarðar hér á landi.. krókódílarækt, ylrækt utanhús ( mikill sparnaður á gleri og rafmagni þar og hægt að byggja enn eitt álverið við þann orkusparnað) Rækta banana og gerast ekta bananalýðveldi..

Skari kominn í bloggið aftur

Jæja þá er skari aftur kominn fram á ritvöllinn og vonandi mun mér takast að vera virkari en ég var á sínum tíma.

Hér mun ég skrifa um það sem mér sýnist hverju sinni.. fótbolti, pólitík, erótík , lífið og það sem ber hæst hverju sinni.

Í dag ber hæst að kosningar eru í nánd og er fjöldinn af framboðum slík að ég nenni ekkert að spá í þetta og kýs bara Össur, enda er Össur með eindæmum skemmtilegur og fróður og ég er svo asskoti sammála karlinum oft. vonandi man ég bara að fara að kjósa.. ég verð nefnilega ekki á klakanum á kosningadag. Verð í Liverpool ásamt syni mínum að sjá Liverpool spila gegn charlton 12 mai. Veit ekki enn hvernig ég sný mér að því að kjósa utankjörstaða.. ef það klikkar þá er ekki stór skaði skeður.. hef ekki kosið á íslandi síðan.. 1996 ?

Ég var á reykjanesi í gær í útskriftasrferð í ferðamálaskólanum. Reykjanesið er alveg snilldarstaður til að heimsækja.. einungis klst akstur frá Reykjavík. Reykjanesviti, Selvogur Garður og allt hitt.. fegurðin var stórbrotinn og er Reykjanesið svo sannarlega komið á kortið hjá mér.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband