Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
Hvernig er kynlífið ?
30.11.2007 | 23:37
Tveir félagar hittust á förnum vegi og talið barst að kynlífinu..
A: Hvernig er kynlífið hjá þér þessa dagana ?
B: Ekkert sérstakt svosem. Ég fæ bara öryrkjabóta kynlíf þessa dagana.
A: Ha, öryrkjabóta kynlíf ??
B: já þú veist, ég fæ lítið í hverjum mánuði en alls ekki nóg til af lifa af.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
blondína í gegn...
30.11.2007 | 22:06
Elsku Heiða Skessa ekki skamma mig.. en ég verð að birta þetta videó og vona að það skemmi ekki fyrir jafnréttisbaráttunni sem fram fer af fullri hörku á klakaanum í dag.
þar sem ég kann ekki að linka eins og Kiddi rokk eða setja inn myndir eins og Keli og Stormsker þá er bara slóðin sett óritskoðuð inn
http://www.biertijd.com/mediaplayer/?itemid=4702
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það hitnar í kolunum.
29.11.2007 | 22:24
Það er engin launung að vesturveldin hafa tapað stríðinu í Afghanistan og Iraq.. mannfall eykst og stjórnleysi ríkir í stórum hluta beggja landanna.
http://www.bt.dk/article/20071129/nyheder/71129059/
og hér segir á forsíðu BT einnig að dönsku hermennirnir eru orðnir hræddir ..
http://www.bt.dk/article/20071129/nyheder/71129072/
sorglegt en svona er þetta og við erum partur af þessu stjórnleysi og samfylkingin ætlar ekki að standa við orð sín síðan fyrir kosningar um það, að losa okkur úr hópi ríkja sem vilja drepa og myrða og hersetja önnur lönd.. hinir staðföstu og sauðheimsku !
Tveir danskir hermenn féllu í Afganistan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Stífla....
29.11.2007 | 21:36
Ég hef þjáðst af skriftarstíflu sem má eflaust rekja til mikilla anna í vinnu undanfarið svo ég hef vart geta sinnt öðru í bloggheimum en að lesa annara blogg og kommentera þar hjá mínum bloggvinum.
Ég hefði viljað blogga um þýskalandsferðina mína um daginn, fékk að sjá Frankfurt og sveitarhéruð 300 km austur af Frankfurt í haustlitum og var það óviðjafnalegt að sjá, nánar tiltekið í Kulmbach. Þjóðverjar eru höfðingjar heim að sækja og langar mig að ferðast þarna um aftur og í lengri tíma. Ég var þarna í viðskiptaerindum og vonast til þess að komast þangað aftur í janúar, sé þá sama svæði í vetrarbúning.
Ég hefði viljað blogga um suðurlandsferðirnar mínar en þar hef ég verið í visðkiptaerindum í hverri viku og oft í viku síðan ég var í þýskalandi í byrjun nóvember. Aksturinn austur í myrkri á tvíbreiðum dauðaveginum að Selfossi.. eða þegar suðurlandið tók á móti mér með glampandi sól og frosinni glampandi jörð hér í vikunni sem leið og svo 2 dögum síðar í þokusudda og rigningu ásamt slyddu og síðan kolsvartamyrkri í nágrenni Litlu Kaffistofunnar.. Ég er að fíla suðurland í tætlur og einhvernveginn hugnast mér það að ég flytji þangað innan skamms.. eða þá til noregs.
Ég hefði vilja skrifa um umferðarmenninguna hér í Reykjavík og þá staðreynd að stórir trukkar hlaðnir jarðvegi eru á vinstri akrein.. fólk sem fer fram úr bílum sem eru á 100 kmh á Miklubrautinni svo maður getur bara ímyndað sér hvað sá sem fór fram úr ók á miklum hraða.. er með nokkur bílnúmer sem ég hef skrifað niður.. eða um fólkið sem er á vinstri akrein og heldur sig á 50 kmh þar sem hámarkshraði er 80 kmh.. álíka hættuleg fífl og hinir sem eru á 100 + ..
Mig hefur langað til að blogga um málefni Liverpool og röflið í Rafa stjórnanum okkar sem er greinilega á útleið frá klúbbnum þrátt fyrir góðan árangur.. en ömurlegan bolta oftast nær..
Ég hefði viljað blogga um opna KR mótið í pílu sem fram fór í KR-heimlinu á sl helgi, 65 þáttakendur skráðir og Geir H Haarde setti mótið. Ég datt út með glæsibrag snemma móts en var á staðnum allt til loka mótsins 6 tímum síðar eða um 11 um kvöldið. Glæsilegt mót í alla staði og var Píluvinum KR til mikils sóma ásamt suðurnesjamönnum sem lánuðu spjöld og hjálpuðu við að gera mótið hið glæsilegasta.
En einhvernveginn næ ég ekki tökum á því að skrifa ....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Geta ekkert
21.11.2007 | 23:46
England tapaði og Rússar náðu síðasta EM-sætinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
salmonella kemur til landsins eftir ýmsum leiðum.
19.11.2007 | 11:54
Ég hef aldrei fattað þessar röksemdir gegn snákum sem gæludýrum að þeir geti borið með sér salmonellu. ég átti snák í mörg ár (hér á landi og í svíþjóð) og er erfitt að finna þægilegra "gæludýr".
Smitleiðir salmonnellu með fuglum alheimsins er milljón sinnum líklegri en með gælusnák eða skriðdýri..
snákar eru bannaðir í 2 evrópulöndum sem gæludýr að því mér er kunnugt.. Ísland og noregur.
Íhugar að flytja til Danmerkur vegna banns við snáknum á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
þessi skepna er heimskari en meðal belja
18.11.2007 | 19:09
Hrefnan aftur strönduð á sandrifi í Amazon | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ég vil koma þessu bréfi á framfæri !
18.11.2007 | 12:10
Þetta bréf er mjög sterkur vitnisburður gegn stríðinu í Írak sem ég er partur af og Samfylkingin ætlar að svíkja sín kosningaloforð um.. ég er farinn að missa trúnna á Samfylkinguna með hverjum degi sem líður, standið við orð ykkar Samfylkingarmenn og takið ísland FORMLEGA af lista hinna árásargjörnu og stríðsóðu þjóða.
http://uslaboragainstwar.org/article.php?id=14852
p.s. vonandi les Ingibjörg þetta bréf eða þá að Dofri sem er bloggvinur minn komi því á framfæri við utanríkisráðherrann okkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ef mömmunni er sparkað af heimilinu, hvað þá ?
17.11.2007 | 08:00
Hæ Ég heiti Kári, Ég nenni ekki að vera giftur lengur svo ég henti kerlingunni út og er bara einn heima með börnin í dag. Þau SKULU búa hjá mér og skal mamman einungis fá að hitta þau í algeru lágmarki hér eftir. hún skal ekki fá að ná í þau í barnaheimilið eða skólann, helst skal hún ekki hitta þau yfirleitt. Ég er best heppnaður til þess að sjá um daglegt líf barnanna MINNA. Ég ákalla réttarkerfið, tryggingakerfið, barnaverndaryfirvöld og skólayfirvöld til þess að hjálpa mér, sem þau svo gera samviskusamlega.
Kannast fólk við þessa sögu ? Varla, en ef við skiptum út Kára fyrir Kristínu ? Þá allt í einu er þessi saga daglegur viðburður á íslandi (og noregi þaðan sem þessi saga er ættuð)
http://www.blogging.no/blog.php/lavvuen/post/19991
Þetta er "jafnrétti" kvenna í hnotskurn ! Svona hef ég fengið að upplifa í mörg ár sjálfur, með dyggri aðstoð Daggar Pálsdóttur sem er lögmaður minnar fyrrverandi og þykist í dag vera málsvari jafnaðar og sameiginlegrar forsjár...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
alveg bráðnauðsynlegt tæki
15.11.2007 | 17:04
Ég vil endilega að íslenska lögreglan fái svona tæki.. minnst eitt á mann. ég meina hér á landi búa alveg hrikalegir ofbeldisseggir upp til hópa og hafa til og með veitst að lögreglunni með skömmum og stundum með hnefahöggum. Helst mundi ég vilja að lögreglan mundi fá öflugri rafbyssur.. minnst 88000 volt. ÞÞetta segi ég því að íslenskir karlmenn eru öðrum karlmönnum öflugri og stærri í heimi þessum og því dugir ekkert minna en 88.000 volt ef kettlingarnir vestan hafs nota 50.000 volt.
Vil taka fram að aflífunartæki fyrir grísi eru 33.000 volt.
Maður lést í Kanada þegar lögreglumenn skutu hann með rafstuðbyssu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)