Grísagúllas a la Skari

grísagullas, steikt í olíu sem hafði áður verið notuð til að steikja kjúlla :)
Vatn í pott.. og salt í pottinn. suðan látinn koma upp
Kartöflur nokkur kvikindi, frekar ljótar og virtust vera með herpes, skornar í sneiðar og til helminga.. skutlað út í olíuna með kjötinu
Kjötið brúnað í olíunni,
Grillbutter marinering frá Raps sett í pottinn með vatninu..
Kjötið og kartöflurnar sett í vatnið.
Taco sósan sett út í og hrært.
Leit í ískápnum af öðru grænmeti.. fann rauðlauk og rauðan thai chili og hálfa lina græna papriku.
Rauðlaukurinn skorinn í bita, skutlað í pottinn..
Paprikan í stóra bita.. skutlað í pottinn.
hux í smástund en síðan tók ég chili og skar það í bita og skutlaði því bara líka í pottinn.
lítil dós af mais baunum...

Vatn.. bara nóg en ekki of mikið.. þá verður þetta súpa :)
500 gr kjöt. ( komið 2 daga fram yfir síðasta söludag)
nokkrar kartöflur
1 rauðlaukur.
2 mtsk grillbutter marinering
Taco sósa
hálf græn paprika. ( svolítið lin eftir talsverða veru í ísskáp)
3 rauð thai chili
mais
Hrísgrjón sem meðlæti.

látið bulla í pottinum þangað til að maður getur ekki beðið lengur og skammtar sér á disk..djúpan disk !

Drykkur, ískalt vatn úr krananum.

voila !  bon apetit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband