svona hagnast norðmenn á því að versla í svíþjóð...

.. þar sem svíþjóð er eitt dýrasta land ESB ( Danmörk það dýrasta) þá er gaman að velta þessu fyrir sér hvað norðmenn spara sér á því að versla í svíþjóð, en norðmenn standa líkt og ísland utan ESB.

http://pub.tv2.no/nettavisen/okonomi/article2658487.ece

Matur 40 % ódýrari

Lyf 30 % ódýrari

vörur fyrir börn 30 % ódýrari

vín og tóbak 50 % ódýrari.

almenningur í noregi hefur verið með háværar kröfur undanfarin ár um það að lækka vöruverð í noregi sem er ekkert ósvipað íslensku verðlagi og stefna stjórnvalda þar ekkert ósvipuð stefnu íslenskra stjórnvalda.. sem sagt verndartollastefna til varnar landbúnaði innanlands.. 

Sænskur landbúnaður blómstrar innan ESB þótt það hallaði undan fæti fyrstu árin eftir inngöngu.. 

 

 


mbl.is Litháíska þingið styður aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

enda er íslenska krónan einskins virði gagnvart þeirri norsku.. þér hefði gengið aðeins betur með íslensku krónuna í svíþjóð.

Óskar Þorkelsson, 23.7.2009 kl. 19:23

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Þá má ekki gleyma því að íslenska kaupið er líka alveg ónýtt.Barnaskólakennari í Noregi er með um 500.000. NKR eða 10. milljónir íslenskar, skattar eru 2.800.000. en vörur eitthvað ódýrari en hér.Hann hefur því 7. 2 millur á ári nettó. Fyrir skattana fær kennarinn verulega mikið öfugt við Ísland en hér borgar fólk skatta og er líka rukkað um kostnaðrverð þjónustunnar. Vextir í Noregi af húsnæðislánum eru menningarlegir. Á íslandi hefur kennarinn 3.600.000. en helmingur fer í skatt til ríkis og sveitarfélaga.Kennarinn á Íslandi fær því um tvær milljónir í vasann.Hagstofan segir að einstaklingur á Íslandi þurfi 3.500. 000 til að halda sjó ( útgjöld) eða 7 milljónir á ári í brúttótekjur.Það gefur auga leið að Ísland er Norður Afríkuríki en ekki Norrænt velferðarríki. Hluti af skýringunni er spillingin á Íslandi sem kostar milljarða á ári. Hluti er að við erum bara ekki eins dugleg og Norðmenn.

Einar Guðjónsson, 23.7.2009 kl. 20:47

3 Smámynd: Einar Guðjónsson

Ég bætti fasteignasköttum ofan  á tekjuskattinn en þeir eru um 9% af brúttókaupi eða ein mánaðrlaun eftir ríkisskatta.

Einar Guðjónsson, 23.7.2009 kl. 20:52

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þakka þér fyrir þetta innleg Einar.  Það má vel bæta við þennan lista um það hversu auðvledara það er fyrir venjulegt fólk að lifa á norðurlöndum.. en maður talar fyrir daufum eyrum þegar ættjarðarástin blindar skynsemina..

Óskar Þorkelsson, 23.7.2009 kl. 21:02

5 identicon

Einar. Því miður verð ég að leiðrétta þig en þessar launatölur eru útí hött. Þú átt við býst ég við 500.000isk sem eru 25.000nkr...

 Get alveg lofað þér því að enginn kennari í Noregi er með 10 miljónir íslenskar

 Með kveðju

Rúnar

Rúnar Freyr Þorsteinsson (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 03:53

6 identicon

Þetta eru laun á ársgrundvelli Rúnar sem er mun meira en við hér spillingarlandi norðursins getum státað af

Þorkell Þorkelsson (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 09:40

7 Smámynd: Hjalti Sigurðarson

Danmörk er væntanlega dýrast afþví þeir sem vinna í búðum eru með hærri laun og svo vegna skatta á vörur sem eru til að borga heilbrygðisþjónustu, menntakerfi og almannatryggingar.

Án tolla og vörugjalda og virðisauka myndi vöruverð hér lækka um 30-50% og lánin eftir því.

Hjalti Sigurðarson, 24.7.2009 kl. 13:39

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Danmörk er ekkert dýrast vegna launa starfsfólks í verslunum Hjalti, laun þar eru oftast nær lægstu laun í landinu, aðrir þættir koma þar inn eins og td engar náttúruauðlindir.  Danir eru háðir innflutningi á flest öllu nema matvælum td.  svo hafa þeir hátt stig á félagslegakerfinu.

Óskar Þorkelsson, 24.7.2009 kl. 21:04

9 Smámynd: Hjalti Sigurðarson

Danir flytja ekki inn bensín td. og eiga helling að jarðgasi. einnig er þar skógarhögg og ræktun og fiskimið. það er jafn mikið veitt í Eystrasalti og við Ísland af þorski td. en gjöfulustu mið þeirra eru við atlantsha, framleiða bæði húsgögn og stjórnhluti fyrir vatn og leikföng.  Einnig hafa þeir stutt á góða markaði þannig þeir hafa allt sem þeir þurfa og 2 nýlendur í ofanálag.

Lámarkslaun í Danmörku eru 89,5kr á tíman síðast þegar ég vissi og það þykir mér mjög hátt.  380þ. íslenskar á mánuði fyrir 37,5 tíma viku fyrir gengisfall hefði það verið 190þ. sem næst ekki sem lámarkslaun hér.

Þar fá menn greidda yfirvinnu rétt eða launað frí í staðinn, fá sitt launaða frí og ekki verið að fara framhjá reglunum með að borga starfsmönnum 20min áður en búðin opnar og lokar ásamt því að eiga uppsagnarfrest, veikindarétt, matartíma, kaffitíma og mjög oft vinnuföt. Heldur þú að allt þetta sé frítt. Það eru ekki til fyrirtæki með undir 50% launakostnað nema þau séu mjög mjög vélvædd. Auðvitað eru laun ástæðan og svo skattarnir á fyrirtæki og vöruna.

Hjalti Sigurðarson, 28.7.2009 kl. 08:53

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Það er athyglisvert þetta með bensínið, það vissi ég ekki. Þeir sem sagt fullvinna olíu í DK í ólíuhreinsistöð ?  Hvar er hún staðsett ?

Landbúnaður og iðnaður tengdur honum hef ég talið að væri sterkasta hlið dansk iðnaðar ásamt hönnunarvinnu hverskonar.

lægstu laun eru nærri lagi hjá þér en danska stjórnin lagaði skattadæmið þegar kreppan skall á til að koma til móts við atvinnurekendur. Hæpið er samt að umreikna þetta í íslenskar krónur og einnig villandi..

en Danir eiga ekki neinar náttúruauðlindir sem tekur að nefna, þær olíulindir sem þeir hafa í norðursjó eru varla nægjanlegar til heimabrúks hef ég heyrt. 

Óskar Þorkelsson, 28.7.2009 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband