loksins kominn til Bangkok

jæja þetta tókst að lokum..

Ferðalagið til thailands var hálfgert ævintýri útaf fyrir sig..tók um 30 tíma að komast hingað með hoppi í gegnum Abu Dhabi.. frekar leiðinleg ferð ef ég á ða vera hreinskilin og get ég ekki mælt með þesari ferðatilhögun.  Arabarnir í Abu Dhabi hafa gert flotta flugstöð.. á pappírunum en í reynd þá er hún hálf ömurleg fyrir þá sem þurfa að dveljast þar milli fluga. endalaust gjamm í hátalarakerfi sem var stillt allt of hátt svo það var ekki nokkur leið að slaka á.. þegar sljákkaði loks í kerlingunni með míkrafóninn þá tók þrifaliðið við.. svo endalaust áreiti var á því fólki sem var á þessum auma stað.. en ég fann barinn svo þetta lagaðist örlítið..

Það var gaman að fljuga niðureftir irak og persaflóa.. sjá öll þessi olíu mannvirki sem voru uppljómuð og því vel sýnileg úr mikilli hæð (41.000 fet).. sá Bagdad íur fjarlægð.. kuwait og svo tóku við endalaus mannvirki fram í sjó niður nær allan arabíuskagann.

Miðað við það sem ég sá úr lofti eru arabarnir vel skipulagðir í gatnagerð.. beinar götur og ferningsform með einstaka þrihyrningsformi og hringjum voru allsráðandi.. allt vel sýnilegt frá flugvélinni.

Flugfélagið er vel hægt að mæla með, eitt það besta sem ég hef flogið með, etihad sem er ríkisflugfélag sameinuðu arabísku furstadæmanna.. góð sæti, góður matur og vel útilátið.. haagendaas ís og ávaxtasafar eins og þú gast í þig troðið... og barinn var ókeypis.. Mikið úrval af bíómyndum, þáttum, tónlist og teiknimyndum fyrir börnin og var hvert sæti með skjá og fjarstýringu. Ég náði að horfa ánokkrar bíomyndir, 007 quantum solace, casino royale, slumdog millionair, appolakkia (minnir mig) einhver mynd með van diesel þar sem hann leikur aukahlutverk í stockbroker mynd.. sem var ágæt..

Bangkok tók á móti manni með nýrri glæsilegri flugstöð.. virkilega vel skipulögð og falleg bygging.  Thailendingar kunna vel að byggja stórt og leggja góða vegi.. kannski ætti Möllerinn að koma hingað og læra eitthvað í samgangnagerð..

þegar út úr byggingunni var komið þá tók við mikill hiti og raki, var um 39 °c fyrir utan bygginguna.. núna sit ég á hótelherbergi og blogga því ég get ekki sofið vegna þotulaggs og hita.. þarf eflaust að skella mér í sturtu .. í 3 sinn síðan ég kom hingað .. innan við 10 tímar.

Á morgunn tekur við afslöppunardagur, heildnudd , gott að borða og svefn.. síðan fer ég út í sveit ... og þar er ekki internet nema á einstaka stað.

bið að heilsa í bili.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kop

Vonandi sé ég eitthvað af þessu sem þú lýsir, þegar ég flýg þarna yfir fljótlega. Hafðu það gott í Thailandi.

kop, 17.3.2009 kl. 11:40

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

takk fyrir kvedjurnar :)

dagur eitt her i Bangkok var afsloppun ut i eitt.. for i 3 tima nudd og er eins og nyr madur a eftir og borgadi sem nam um 3500 isk fyrir thad.

ut ad eta 3 sinnum i dag og i kvold 3 rettad med ollu.. 900 kr fyrir tvo.

hitinn ekkert oskaplegur i dag.. 34 c

nu er planid ad leggja sig thvi eg fer a faetur kl 5 i fyrramalid og fer til Bkk sentrum til ad na rutu sem flytur mig austur til surin.. 7 tima ferd.

Kop.  hvert ertu ad fara ?

Óskar Þorkelsson, 17.3.2009 kl. 14:01

3 Smámynd: Heidi Strand

Gaman að heyra frá þér. bestu kveðjur til ykkar.

Heidi Strand, 17.3.2009 kl. 21:42

4 Smámynd: kop

Ég fer til New Zealand eftir ca. mánuð, eitt sem veldur mér áhyggjum er að leikirnir í ensku er um miðjar nætur, haha. (12 tíma munur)

kop, 19.3.2009 kl. 16:10

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég er einmitt að horfa á fulham manu i óbeinni.. vitandi að manu tapaði líður mér vel ;)

ég mæli með að þú ferðist í sandölum og léttklæddur... er þetta ekki 20 tíma flug ?

Óskar Þorkelsson, 22.3.2009 kl. 05:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband