Ég kveð að sinni
14.3.2009 | 18:44
Ég er farinn til Thailands í 5 vikna krepputúr, fer út í fyrramálið.. orðinn leiður á klakanum, kominn með upp í kok af íslenskum stjórnmálamönnum..
skv samtali sem ég átti við konu mína í dag sem er stödd í Bangkok núna þá er 37 °C á daginn þessa dagana... og bara hækkar.. heitasti tími ársins er framundan í apríl.
Ég mun blogga af og til frá thailandi næstu vikurnar.. þ.e. ef ég kemst í tölvur einhverstaðar sem eru nettengdar.. en ferðalagið verður að mestu leiti í sveitahéruðum við landamæri Cambodiu og Laos.
Gerið enga vitleysu á meðan ég er í burtu og ekki kjósa sjálfstektina.. þá fer þetta allt saman vel að lokum ;)
sjáumst með hækkandi hitastigi og sól..
Athugasemdir
Góða ferð og til hamingju með sigurinn í dag.
YNWA
Neddi, 14.3.2009 kl. 18:55
Mikið áttu gott! Sjáumst þegar þú kemur aftur - eigi síðar!
Lára Hanna Einarsdóttir, 14.3.2009 kl. 22:47
Jeg kom for å ta en avskjedspils og si farvel, men det må bli en velkomstpils om 5 uker istedet.
Gratulerer med Liverpool og god tur til Thailand!
Heidi Strand, 15.3.2009 kl. 00:08
Góða ferð Óskar... ég mun ekki kjósa sjálfstæðisflokkinn það er öruggt... en ég mun halda með Manchester United áfram.... það mun aldrei breytast
Brattur, 15.3.2009 kl. 11:53
takk fyrir kvedjurnar.. er a flugvellinum i Abu Dhabi eins og er.. 9 tima stopp milli fluga.. og verd eg ad segja ad thessi flugvollur er jafnflottur og hann er omurlegur.. glaesileg mannvirki.. en svo er allt eydilagt med endalausu masa i hatalarakerfid.. fyrst a arabisku og svo fylgt med ensku.. vaentanlega sama tilkynning.. en spilad svakalega hatt svo hvergi er haegt ad slappa af her... og erfitt ad finna bjorinn.. en hann fannst og tha skanadi astandid nokkud..
naesta stopp er Bangkok a morgunn.. thar er ekkert helv vesen :)
Óskar Þorkelsson, 16.3.2009 kl. 01:10
Góða ferð og skemmtið ykkur gullfallega!
PS: Farðu varlega með rauðu kmerana!
eikifr (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.