Gunnar Páll Pálsson er andlit spillingarinnar
14.2.2009 | 21:16
Þessi maður vekur alltaf upp í mér kenndir til að gera byltingu.. ég vil ryðja þessu hyski úr vegi sem hefur stolið af þjóðinni og mér, milljörðum.. hann var varðhundur útrásarliðsins í Kaupþingbanka og hann hefur krumlurnar í mínum lífeyrir..
Ég vil Gunnar Pál burt, helst til Tortula þar sem hann á eflaust feitar bankainnistæður ásamt vinum sínum í KÞbanka.. en til vara bara til novaja Zemelja..
Síðan vil ég fá allan minn lífeyrir greiddan út úr sjóðum VR svo þetta fólk geti ekki vasast lengur með mína framtíð !
Pakk.. helvítis PAKK
Trúnaðarmannaráð VR kallað til fundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:18 | Facebook
Athugasemdir
Ég er sammála þér. Burt með siðblindan verkalýðsleiðtoga...
Guðmundur Óli Scheving, 14.2.2009 kl. 22:03
Þetta mál varðandi VR er orðið stærra en bara Gunnar Páll öll núverandi stjórn virðist vera blind í foringja trú á Gunnari og þetta framboð hreinsar rosalega til í félaginu ef það fær kosningu.
Ágúst Guðbjartsson, 14.2.2009 kl. 22:11
Smala í "hinn hópinn" - þetta getur varla versnað.
Eygló, 14.2.2009 kl. 22:39
Aftengdur vegna kvartanna.
Ritskoðun á mbl.
Neðangeind umsögn mín Dapurleg endalok var aftengt fréttinni um að Davíð segi ekki af sér. Þar varpa ég fram spurningu um andlegt heilbrigði Seðlabankastjóra. Ekki er lengur hægt að sjá þessa umsögn mina tengda fréttinni.. Þessi aftenging segir allt sem segja þarf. Ég mun halda áfram að spyrja þessarar spurningar.
Davíð segir ekki af sérInnlent | mbl.is | 8.2.2009 | 17:17
Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, hefur svarað bréfi Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, að hann hafi aldrei hlaupið frá verki sem hann hafi tekið að sér og það muni hann ekki gera nú. Það er því ljóst að hvorki Davíð né Eiríkur Guðnason verða við beiðni Jóhönnu um afsögn úr starfi.
Dapurleg endalok
Sorgleg að verða vitni að svo niðurlægjandi endalokum á starfsferli Davíðs Oddssonar. Er maðurinn andlega heill?????? Nú maður spyr sig. Fordæmalaust að flækjast fyrir nýrri ríkistjórn á þennan hátt og senda fólkinu í landinu þau skilaboð að hann sé þjóðinni mikilvægari.Magnús H Traustason, 15.2.2009 kl. 00:09
það þarf ekki mikið til Magnús..
Óskar Þorkelsson, 15.2.2009 kl. 01:27
Hvar er Jóhanna Sigurðardóttir núna? Því stígur hún ekki fram og segist vilja setja landslög sem gera launþegasamtökunum óheimilt að setja reglur um kosningar innan raða þeirra sem eru erviðari og flóknari en reglur um það ef einstaklingur vil gefa kost á sér að verða Forseti Íslands sem dæmi.
Burt með íslenska siðfræði!!
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 08:25
Magnús, Hans Hátign er friðhelgur.
Skari. þú getur tekið lífeyrinn þinn út þegar þú flytur til útlanda. Ég gerði það á sinum tíma þegar ég flutti frá Danmörku og var það ekkert mál.
Heidi Strand, 15.2.2009 kl. 18:06
þetta með lífeyrinn er erfiðara fyrir mig sem íslending en þig sem norðmann.. konan mín getur tekið allt sitt út en ég á erfiðara með það því ég er íslenskur ríkissborgari..
Óskar Þorkelsson, 15.2.2009 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.