www.siminn.is og ömurleg þjónusta

Ég lenti í því að sjónvarpið mitt yfir internet var lokað í gærkveldi.. nokkuð sem þetta skítafyrirtæki Síminn stundar.. loka á föstudagskveldi svo fólki sé nú refsað almennilega fyrir að gleyma reikning.

Hef lent í þessu áður svosem.  EN.. ég hringdi í þjónustuver símans í morgunn því ég hélt að eitthvað væri að kerfinu því það hafði verið óstöðugt undanfarið. bæði internet og sjónvarp.. fékk lagað netið í vikunni svo ég hélt að þetta væri af sama meiði.. vesen með router eða eitthvað slíkt.

Þjónustuverið svarar með sykursætri rödd og segir mér að ég hafi ekki greitt reikning, nokkuð sem kemur fyrir af og til.. svo ég spyr þessa sykursætu stúlkurödd hvort að það sé opnað strax ef ég borga í dag á netinu.. já svarar þessi lygatæfa !  Ég fer auðvitað strax á netbankann og borga reikningana.. og hringi aftur og fæ aðra sykursæta stúlkurödd sem sagði mér að hún gæti sko ekkert gert fyrir mig fyrr en á mánudaginn..

Ég klikkaði algerlega í símann því ég þoli ekki fólk sem lýgur að mér, ég hata fyrirtæki sem láta starfsmenn sína ljúga að viðskiptavinum sínum.

Ég þoli ekki www.simann.is lengur.. gersamlega hata þetta djöfuls lygafyrirtæki.

Ég sagði upp öllum viðskiptum við þetta ógeðslega fyrirtæki ! 

hana nú og góðann daginn :) 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Veistu þetta er allt rétt hjá þér. Ég skulda einn reikning hjá símanum eða síminn.is og þeir hjá símanum bæta 700 kr. ef þú ferð fram yfir eindaga með að borga reikninginn.  700 KRÓNUR og þegar maður spyr þá, afhverju svona hátt ?  þá er svarið...     hin símafyrirtækin eru að taka alveg það sama. bla,bla,bla ...  AULAR og kunna að stela af manni pening. EINOKUNARFYRIRTÆKI sem eiga allar símalínur á landinu. Ég gæti SKO alveg SNAPPAÐ með þér.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 24.1.2009 kl. 11:07

2 Smámynd: Eygló

'fyrirtæki sem láta starfsmenn sína ljúga að viðskiptavinum sínum'.

Þetta er einmitt málið (sbr. peningamarkaðssjóðamarkaðssetninguna)

Farir þú í TaL, skaltu lesa VEL yfir samninga og SPYRJA vel og fá það skriflegt.

"allur pakkinn" er t.d. ekki ALLUR. Það er hægt að ganga yfir mörkin þegar búið er að næla í viðskiptavininn.

Eygló, 24.1.2009 kl. 13:03

3 Smámynd: kop

Skil þig, átti líka í útistöðum við þetta fyrirtæki og hætti hjá þeim.

Helv.... gamalt einokunarfyrirtæki.

Veistu, það er samskonar fyrirtæki hér í DK, sem heitir TDC og þeir haga  sér alveg eins, merkilegt.

kop, 24.1.2009 kl. 15:51

4 Smámynd: Sigurður Rúnar Sæmundsson

Æ,æ. Og ég sem var að flytja allt mitt til símans. Úff. Seinheppinn.

Sigurður Rúnar Sæmundsson, 25.1.2009 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband