Byltingin hafin ?
20.1.2009 | 22:19
Þessi mótmæli hafa farið fram úr mínum björtustu vonum. Þau standa enn og skilst mér á kunningja sem ég hafði samband við áðan að þar væru enn þúsundir manna samankomnir 9 klst eftir að mótmælin hófust.
Geir Haarde er orðin sameinignartákn spillingarafla þessa lands og í hvert sinn sem smettið á honum birtist á skjánum eða rödd hans heyrist í útvarpinu þá fyllist ég reiði.. maðurinn er svo gersamlega getulaus , að þótt hann mundi éta pakka af viagra á dag mundi hann ekki ná músarreisn.
Solla Stirða er einnig spillingartákn.. því hver önnur ástæða skyldi vera fyrir því að hún skuli ekki fyrir löngu vera búin að leysa þessa ömurlegu ríkisstjórn upp en sú að hún sé sjálf partur af spillingunni. Ekki mun hún bjarga einu eða neinu og gerðir hennar sýna einnig að hún hefur ekki getu til að breyta neinu.. rúin trausti eigin flokksmanna
Ég spái áframhaldandi mótmælum á austurvelli daglega þar til þessi getulausa spillta ríkisstjórn snáfar sér frá völdum.
Beittu kylfum á mótmælendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:22 | Facebook
Athugasemdir
Það er einkennilegt með hann Geir Hilmar að hann hefur gert allt rangt bæði fyrir og kannski sérstaklega eftir hrun. Bókstaflega, allar hans ákvarðanir hafa verið svo augljóslega kolrangar. Hvað gengur manngarminum til ? Ég neita að trúa því að hann sé svona heimskur, ástæðan hlítur að liggja í einhverjum þrælsótta við öfl innan hins óstjórnhæfa og gjörspillta sjálfstæðisflokks.
Guðmundur Pétursson, 20.1.2009 kl. 22:33
... hvað ætli þurfi til svo að þessi ríkisstjórn átti sig á að þau eru ekkert að gera fyrir fólkið í landinu? svo koma þau fram og segjast vera að vinna í málunum og gera helling... af hverju er okkur þá ekki sagt hvað verið er að gera... hvað með húsnæðislánin, verðtrygginguna, atvinnuleysið, verðbólguna, okur vexti... ekki hef ég séð orð að viti um þessi brýnustu mál heimilanna...
Brattur, 20.1.2009 kl. 22:41
Ég segi það og stend við það: Svartur á og mun eiga leik
Krímer (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 22:46
Byltingin er hafin og hún mun magnast þangað til markmiðinu er náð ...að koma ríkisstjórninni fyrir kattarnef með öllum tiltækum ráðum. Geiri gunga og Solla svikari eru búin að tefja og þæfa málin í 16 vikur til að koma vinum sínum og flokkssystkinum undan réttvísinni sem er reyndar öll úr vina- og ættingjahópi Dabba drulluhala. Réttlætið og lýðræðið skal sigra hvað sem það kostar. Nú verður ekki aftur snúið!
corvus corax, 20.1.2009 kl. 22:59
Þú ert siðspilltari og heimskari en mig gat grunað. Mærir þessar ofbeldis og skemmdargerðir og afhjúpar það hversu mikill ræfilsdómur fylgir þér. Hvílíkur skríll og lýður, maður fyllist óhugnaði og vil ég sjá lögregluna ganga lengra en þetta. Hópur iðjuleysingja og almennra aumingja. Fólk sem vill skemma og valda tjóni sem við skattborgarar þurfum að greiða. fæstir þessara mótmæenda borga skatt er ég viss um og eru án efa undir áhrifum vímuefna, ekki hægt að fullyrða þó.
Landið er að fara til fjandans en þetta er meiri skömm en allt annað. Hvað viljið þið í staðinn? Kosningar? Bankar hrynji aftur og þjóðfélagið stöðvist aðeins? Ætli þetta hyski myndi ekki væla ef hætt yrði að greiða út bæturnar....
Óskar minn, þú ættir að drífa þig niðureftir. Kannski með pílurnar og grjót. Eins og bretinn segir, hvílíkur "wanker"
Baldur (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 23:21
Baldur = Skvaldur Skvald-rari...svona einsog úldinn þari
Máni Ragnar Svansson, 20.1.2009 kl. 23:46
Baldur er eflaust leigupenni og á kaupi. Hann skrifaði líka inná hjá Heiðu. Verst hvað hann er þroskaheftur og gerir lítið gagn.....vinnur eiginlega ekki fyrir kaupinu......
Máni Ragnar Svansson, 20.1.2009 kl. 23:51
Máni, enn eitt gáfnaljósið. Þroskaheftur, vísa þessu til föðurhúsa. Hvað um það þó svo ég segi skoðun mína hjá Heiðu líka, ég er orðlaus yfir því að sjá fullorðið fólk verja svona. Annars er ekki orðum eyðandi í ykkur, lögreglan tekur vonandi á þessu og við hin höldum áfram að gera eitthvað nysamlegt, uppbyggilegt
Baldur (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 23:57
ég er að koma af austurvelli, gífurleg stemning þarna, fólk trommar í takt , bálið brennur, löggan farin að sýna þreitumerki af langri kyrrstöðu.. og eflaust mál að míga líka.
Ég geri ráð fyrir að þetta standi fram undir morgunn.
Baldur er enn við sama heygarðshornið.. galar hátt úr launsátri þessi huglausi sauður og heldur sig vera mann.
Óskar Þorkelsson, 21.1.2009 kl. 00:01
sennilega um 2000 mans þarna núna.
Óskar Þorkelsson, 21.1.2009 kl. 00:02
Það hefur nú aldrei þótt stórmannlegt að skjóta úr launsátri. Það er einfaldlega ekki tekið mark á svoleiðis fólki. Allavega geri ég ekkert með svoleiðis skrif. Þau ná ekki einu sinni að pirra mig, hvað þá annað.
Víðir Benediktsson, 21.1.2009 kl. 00:27
Huglaus sauður sem virðir lög og reglur. Vona að ríkisstjórn segi af sér og hér verði algert stjórnleysi. Bótakerfið splundrist og þá sjáum við fyrst ástandið versna. Hvað segið þið þá? Hverjum mótmælið þið þá? Rænið kannski og ruplið verslanir? Hvílíkt hyski
Baldur (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 00:40
Baldur minn, hver setti sæðið í þig vinur eða er það eggjagjafinn sem fær þig til að verja þann ósóma og einræðishyggju, er fáir auðmenn hafa í skjóli, og með vinskap, ríkistjórnarinnar, ausið yfir okkur og sett komandi kynslóðir í þrældóm?
Nú stendur ÞJÓÐIN saman og skal gera það áfram sama hvort hver halli til hægri eða vinstri. Því við erum ÞJÓÐIN og réttlætið mun sigra.
Halla Rut , 21.1.2009 kl. 01:13
Þetta er ekki þjóðin. Það er langt því frá. Hvurslags vitleysa að halda því fram. Veit ekki annað en fólk fordæmi þetta og margur er að fá sig fullsaddann af þessum skrílslátum. Vona að ríkisstjórn segi af sér og við taki algjört stjórnleysi, þá verður gaman að sjá hverju mótmælendur mótmæla þá... ræna og rupla verslanir ?? Er það næst?
Baldur (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 01:22
Baldur, vertu úti byttan þín !
Óskar Þorkelsson, 21.1.2009 kl. 01:26
Til Baldurs og annarra sjálfstæðismanna => Það er í raun stórundarlegt þetta langlundargeð þeirra sem kosið hafa spillingarflokkinn, það er eins og þið séuð blind og heyrnarlaus, með fullri virðingu fyrir þeim einstaklingum. Er ykkur sem sagt sama um það hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið með landið okkar? ekki nóg með að þessi flokkur hafi rústað efnahag þjóðarinnar með því að búa hér til eftirlitslaust frjálshyggjubrjálæði, heldur bjó þessi flokkur til kvótakerfi sem er með innbyggðan hvata svo menn taki fé út úr greininni í formi veðsetningar. Og nú er svo komið að greinin stendur vart lengur undir sér því skuldirnar eru orðnar svo miklar að þó svo fiskur verði veiddur næstu árin og áratugina þá dugir það ekki til að borga veðlánin sem tekin hafa verið út á fiskinn. Það er þvílík skítalykt af ykkur frjálshyggjupésum sem enn þráist við og leggist faltir undir spillingarvef frjálshyggjuflokksins. Óheiðarleikinn ríður húsum í Valhöll og skósveinar flokksins láta mikinn á bloggsíðum þar sem þeir tala um að réttast væri að lemja mótmælendur. Það er eins og þið hægrimenn sem eruð kannski verkafólk, fattið ekki að það er verið að berjast fyrir réttindum ykkar, ekki ósvipað og þegar almannatryggingar voru settar á og sveitfesti var afnumið. Það þurfti að stilla Sjálfstæðisflokknum upp við vegg til að tryggja lágmarks vernd og mannréttindi í þjóðfélaginu með almannatryggingum árið 1946. Svo þetta er ekkert nýtt að þessi flokkur sérhagsmuna drulli yfir landsmenn. Svo komið þið hægrimenn og undrist mótmælin, ef ég hefði kosið x-d þá myndi ég hafa vit á því að skammast mín eða biðja þjóðina afsökunar á því að hafa sýnt slíkan dómgreindarskort.
Ég reyndar sýndi einu sinni þennan dómgreindarskort og það var árið 1991 þegar ég kaus flokkinn með slagorðið stétt með stétt, og þvílík lýgi, þessi Sjálfstæðisflokkur hefur aldrei staðið með vinnandi fólki, heldur hefur flokkurinn stutt atvinnurekendur fram úr hófi t.d. með skattalækkuninni úr 30% í18% sem í raun var algjört svindl og svínarí. Þetta var gert á þeim forsendum að það væri betra fyrir fyrirtækin og þau væru betur í stakk búin til að keppa við fyrirtæki á erlendum markaði. En málið var að það lækkuðu skattar á öll fyrirtæki, ekki bara þau sem voru að keppa á erlendum mörkuðum, í því fólst svindlið. Láta fyrirtækjaeigendur taka minni þátt í að reka þjóðfélagið og vinnandi fólk meiri þátt. Í Skandinavíu taka fyrirtæki m.a. þátt í leikskólarekstri og hafa alveg efni á því + það að borga bæði betri laun en á Íslandi og hærri skatta. Þannig að hér á landi hefur Sjálfstæðisflokkurinn séð til þess að millifæra peninga frá vinnandi fólki yfir til atveinnurekenda. þess vegna skil ég ekki út af hverju verkafólk og sjómenn eru að kjósa þennan sérhagsmunaflokk, þennan íslands meistara í spillingu.25% þeirra sem kjósa spillinguna eru verkafólk og 33% eru sjómenn, já talandi um að skjóta sig í fótinn.
Valsól (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 01:36
Ég er ánægður með þig Valsól :) Takk fyrir þennan pistil.
Óskar Þorkelsson, 21.1.2009 kl. 11:53
Heldur þú að það verður þörf á mótmæli á laugardaginn?
Heidi Strand, 21.1.2009 kl. 23:02
ég tel að það verði mótmæli á laugardaginn en þau verði annars eðlis en hingað til.. þau verða til aðhalds en ekki til að rífa niður stjórn.
Óskar Þorkelsson, 21.1.2009 kl. 23:46
dastu í Drammenselva í dag Júlli ? Vertu kurteis ;)
Óskar Þorkelsson, 22.1.2009 kl. 15:19
Ég held að orð Höllu standi fyrir sínu júlli.. mikill meirihluti þjóðarinnar vill breytingar, einungis 24 % styðja spillingaröflin.
Þér finnst fyndið að bloggarar tali um sig sem þjóðina.. en þá vil ég fá að vita Júlli.. erum við ekki þjóðin ' Hvað er þjóðin ? Hverjir eru partur af þjóðinni ?
Óskar Þorkelsson, 22.1.2009 kl. 16:55
afhverju ertu búinn að læsa blogginu þínu Júlli ?
Óskar Þorkelsson, 23.1.2009 kl. 10:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.