Það verða pottþétt fleiri verkefni á árinu 2009
1.1.2009 | 12:15
ef miða á við framgöngu lögreglunnar hér : http://hehau.blog.is/blog/hehau/entry/759218/#comment2063266 Þá verða verkefni löreglunnar bæði mörg og erfið.. því ég sé ekki betur en að lögreglan sé að skapa andrúmsloft æsingar og ofbeldis með framferði sínu.
Fleiri verkefni lögreglu en í fyrra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Með óbreytt ástand verður þetta bara verra.
Heidi Strand, 1.1.2009 kl. 12:48
Forstjóri 365 sagði að lögreglan hefi brugðist seint við.
Sigmundur Ernir talar um tjón á búnaði upp á milljónir og hans starfsfólk slasað eftir ákvök við skýrilinn.
Einn þurfti að fara upp á slysadeild.
Lögreglumaður kjalkabrotinn eftir að múrsteini var kastað í hann.
Styður þú þetta Óskar ?
Ég held þú vitir hvar ég stend.
Óðinn Þórisson, 1.1.2009 kl. 13:21
Hiklaust fleiri verkefni ef þessi óþjóðalýður sem framdi skemmdarverk og kinnbeinsbrutu lögreglumann halda áfram verknaði sínum sem er í óþökk meirihluta þjóðarinnar. Sjá svo fullorðið fólk verja þetta skítapakk, með ólíkindum og skammarlegt. Lögreglan var í fullum rétti að úða, vöruðu við margsinnis í gær en það er eins og þetta fólk hlusti ekki eða sé í annarlegu ástandi (líklegra) og það hreyfðist ekki. Það var þarna á staðnum í óþökk. Höfum það svo á hreinu að sama hverjir eru við völd, þá verða aumingjar alltaf aumingjar. Kenna ríkinu um allar persónulegar ófarir sínar. Las á bloggi Evu Hauksdóttur sem er svona í forsvari hyskis á landinu að hún var beinlínis að vara lögregluna við að atburðir líkt og múrsteinakastið myndu bara auskast núna. Vegna þess að lögreglan hlýddi ekki skrílnum. Lögreglan sér um að upphalda lögum og reglu, að mínu mati eiga þeir að nota kylfur og úða á svona lið.
Annars óska ég öllum gleðilegs nýs árs, vona að sumir þroskist, eða fái vinnu eitthvað þarfara að gera en ráðast gegn eignum og saklausu fólki. Læt þetta vera lokaorð, veit að það er fólk hérna á moggabloggi sem því miður verður aldrei tjónkað við en þetta ungviði sem er í þessum látum mun vonandi þroskast og haga sér betur þegar fram líða stundir.
Baldur (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 13:25
magnað að óskráðir tjá sig á bloggi sem á að vera fyrir skráða bloggara..
Baldur vertu úti.. nei ég meina í sóffanum þínum.
Óskar Þorkelsson, 1.1.2009 kl. 13:47
Óskar, ertu að meina felubloggara eins og grímuklæddar skræfur í mótmælum?
Stefán (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 16:37
Skal virða ósk þína en...En af hverju svarar þú ekki Óðni sem spyr þig hvort þú sért fylgjandi því að lögreglumaður sé kjálkabrotinn eða skemmdir unnar á eignum? Hugsa að það sé vegna þess að þú getir það ekki, vegna þess að fullorðið siðmenntað fólk styður ekki líkamsárásir á laganna verði. Eða er það Óskar? Ég hugsa að þarna innst inni blöskri þér hegðun sú, enda mættir þú ekki þarna. Ég fór á Austurvöll enda er ég ekki sáttur við margt. Því erum við öll sammála um. En ég meiði ekki fólk né haga mér eins og villimaður, það skilar engu og hefur aldrei gert. Staðreyndin er sú að í þessum hópi er fólk sem öllu hefur mótmælt í gegnum tíðina, svokallaðir anarkistar. (Hyski)
Svo er ég nú lítið fyrir það að hanga í sófanum, sit hér við bókhaldsverk sem ég tók að mér fyrir vin. Hann leit á bloggið þitt hérna áðan, fyrrverandi lögreglumaður og honum fannst hálf undarlegt að sjá fullorðið fólk verja glæpa aðgerðir.
Þú ert ekki merkilegur þrátt fyrir að koma hér undir nafni, bloggar ákaft en það hafa allir rétt á sínum skoðunum. Þú vilt að þeir sem eru þér ekki sammála séu úti. Það er nú vegna þess að þú getur ekki réttlætt þetta, þennan gjörning að líkamsárás á lögreglumann sé í lagi. Hvað ef lögreglumaður yrði myrtur? Langsótt en myndir þú segja það í lagi á litla blogginu þínu? Stæra þig af því í píluklúbbnum? Ætla rétt að vona ekki.
Verði þér svo að góðu, það er að koma matartími og þú ferð varlega í kræsingarnar. Ættir að fá þér kannski nytt hobby, t.d hreyfa þig og fá þannig útrás. Það er hollara og skemmtilegra en að halda út þessum endalausu bloggskrifum.
Afsaka það að ég kom aftur, varð bara að svara þessu málefnanlega svari (kaldhæðni ef þú skilur ekki Óskar) Óskars sem getur ekki svarað því sem hann er spurður af. Greinilegt að það að kjálkabrjóta menn er í lagi svo lengi sem málstaðurinn sé góður. (Tek fram að meirihluti mótmælenda veit ekki hverju þeir mótmæla)
Baldur (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 17:47
Stefán, felubloggarar eru ómarktækir vegna þess að þeir eru ekki sjánlegir nema sem orð.. ekki er hægt að rekja orð þín til þín þótt þú kallir þig Stefán en gætir þess vegna verið Guðrún P frá hólmavík.. það er hugleysi.
mótmælendur sem hylja andlit sitt hafa fullan rétt á því ef þeim sýnist svo en þeir eru ekki huglausir því þeir fara á staðinn og takast á við lögregluna.
Varðandi hnullunginn í trýnið á lögreglumanninum þá er það flokkað sem vinnuslys hjá flestum starfsgreinum.. td hjá öryggisvörðum og dyravörðum enda eru þeir starfs síns vegna í vissri áhættu líkamlega. En sá sem kastaði á yfir höfði sér ákæru ef til hans næst fyrir líkamsárás og þá verður hann bara að svara fyrir gerðir sínar.
sóffadýrið Baldur kom aftur og enn er sauðurinn óskráður og huglaus.
Varðandi mitt líkamlega ástand þá er það bara ágætt.. aldrei veikur, missi ekki úr dag vegna veikinda .. öfugt á við líkamsræktarfríkin sem virðast vera veik amk 4 daga í hverjum einasta mánuði.. Ég mætti taka mig á á sumum sviðum en 60 tíma vinnuvika leifir ekki mikið hangs í sófum eða líkamsræktarstöðvum.
cheers og vertu úti Baldur
Óskar Þorkelsson, 1.1.2009 kl. 18:23
Mættur aftur... get ekki orða bundist, aftur. Að fá grjóthnullung í andlit (múrstein) er vinnuslys segir Óskar? Þarna talar þú illa af þér og lýsir hversu brenglaður hugsunarháttur þinn er. Ef ég grýtti þig í andlitið með grjóti, og þú myndir slasast alvarlega væri það vinnuslys ef það væri við vinnu þína? Væri það vinnuslys ef viðkomandi lögreglumaður hefði látist? Nú fýkur örlítið í mig því ég á marga góða vini/ættingja í lögreglunni.
Maður á ekki til orð, meira að segja Hörður Torfason mælti ekki fyrir slíkum gjörning en hérna kemur fullorðin manneskja sem vinnur 60 tíma vinnuviku (duglegur) og á að heita siðmenntuð og mærir slíkt. Það er áhyggjuefni að slíkt fólk búi á klakanum.
Sáttur var ég með Ara Edwald í fréttunum sem sagði réttilega að þetta væri glæpahyski og ekkert annað. Lögreglan er allt of væg. Greinilegt er að þú virðir ekki laganna verði eða lög samfélagsins samkvæmt því sem þú ritar hérna.
Hugrekki að mæta grímuklæddur skemma eignir og valda öðrum líkamlegu tjóni. ?? Er von að manni sé brugðið.
Hvað ræktina varðar þá get ég ekki verið þér sammála að íþróttafólkið mæti ver í vinnu vegna veikinda. Af mínum ferli hef eg ekki verið var við það. Heilbrigði og hollt líferni elur að sér einbeittari og hraustari einstaklinga. Efa það samt ekki að þú sért dugnaðarforkur þó svo siferði þitt sé brenglað (að virðist).
Við göngum í gegn um erfiða tíma. Býst við eins og þú segir að verkefni lögreglu eigi eftir að aukast, einmitt vegna þess hyskis sem mótmælir með skemmdarverkum og ofbeldi. Það þykir hinu samviskusama og góða fólki sem er í meirihluta ógeðfellt. Slíkt vill maður ekki sjá og atburðir gærdagsins vöktu upp óhug. Renndi við í 4 heimahúsum í gær, margt var um manninn og fólk af öllum stéttum. Enginn réttlætti þessar gjörðir og var fólki brugðið. Ég fann ekki eina sálu sem var sáttur við þetta þó svo flestir væru sáttir við mótmæli.
Haltu áfram dugnaði þínum og vona ég að á nýju ári verði ennþá til staður þar sem þú getur unnið þína 60 stunda vinnuviku. Allir þurfa vinnu og það er hollt og gott. Sjálfur vann ég sem skepna á meðan ég kom mínu á laggirnar, það voru erfiðir tímar en aldrei kenndi ég stjörnvöldum um þó svo við fjölskyldan lifðum þröngt og oft voru erfiðleikar. Í dag hef ég það gott, tapaði reyndar eins og allir á ástandinu en hafði vit á að hafa ekki öll eggin í sömu körfunni. Kvarta ekki. Finn til með þeim sem hafa unnið baki brotnu og misst sitt vegna ábyrgðarleysis stjórnvalda. Já við erum sammála því Óskar, sem og 99% þjóðar. Það er hinsvegar ólíðandi að beita ólöglegum aðferðum, brjóta lög og ógna saklausu fólki.
Baldur (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 20:25
baldur vertu úti
Óskar Þorkelsson, 1.1.2009 kl. 20:28
Málefnanlegur og röktómur að vanda enda eftir öll þessi skrif handviss að það vangtar meira en smá uppá. Maður amk reyndi að fá rökstudd svör en það er ef til vill of mikils til ætlast af slíku fólki. Það yrði sem sagt agalegt slys ef einhver nelgdi hnullung í trýnið á þér? Ekki að ég teli það myndi gera vont verra, það er annað mál. Fyrst rökræða dugar ekki þá er best að reyna að brosa að ykkur. Guð var ekki sanngjarn við alla.
Verð úti, lofa því en gerðu okkur þá greiða...Minnkaðu skrifin hérna inn enda þið sem mærið ofbeldið samsek þegar hlutir fara yfir strikið, það skaltu muna.
Baldur (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 21:28
óskráður bloggari fær ekkert meira en þetta frá mér.. þú ert eins og óþægur krakkaandskoti Baldur.. hlýddu og vertu úti eða skráðu þig eins og heiðarlegur maður.. þá skal ég kannski virða þig viðlits.
Óskar Þorkelsson, 1.1.2009 kl. 21:30
Óskar, þú ert að misskilja þessar nýju reglur moggans. Óskráðir aðilar mega ekki "stofna" blogg um fréttir á mbl.is. Óskráðir mega hinsvegar tjá sig um fréttir sem skráðir bloggarar hafa "stofnað".
Annars finnst mér þessi meðferð þín á Baldri ómakleg. Baldur skrifar á skynsamlegum og málefnalegum nótum.
Stefán (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 23:11
Ég er ekkert að miskilja eitt eða neitt.. ég nenni ekki að munnhöggvast við óskraða bloggara.. mér er skítsama hvaða reglur mogginn hefur.
Óskar Þorkelsson, 1.1.2009 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.