tæpar 5 mínútur stóð það

Ég fór út á Klambratún til að horfa á dýrðina og verð að segja að þessi sýning var með þeim slappari sem ég hef séð.. rétt tæpar 5 mínútur stóð hún skv minni klukku.  En kannski endurspeglar þessi sýning flugeldasöluna um þessi áramót og kreppuna sem nú ríður röftum hér á landi... 

Bara tuð ég veit það !  


mbl.is Ljósadýrð í Öskjuhlíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Mar Smárason

Þú hefðir þá átta að sjá flugeldasýninguna í Hafnarfirði.

Var sú flottasta sem ég hef séð, hér á landi.

Baldvin Mar Smárason, 29.12.2008 kl. 20:41

2 identicon

Þetta er mjög satt tuð. Þessi sýning við perluna var mjög stutt og ómerkileg. Fullt af fólki gerði sér ferð til að sjá sýninguna og varð fyrir vonbrigðum.

Bjarki Jóhannesson (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 20:47

3 identicon

Hvað skyldu svo þessar tæpu fimm mmmmmmmínútur hfa kostað magar evrur?

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 20:50

4 Smámynd: Steini Thorst

Þetta er nú bara réttmætt tuð. Ég fór með son minn til að horfa á þetta og já, 5 mínútur og svo bara búið. Maður bjóst við töluvert meiru enda var sagt frá þessu í fréttum og alles.

Hins vegar tók hálftíma að komast útúr vesturbæ Kópavogs þar sem mjög margir létu plata sig.

Steini Thorst, 29.12.2008 kl. 22:47

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sást hún ekki vel úr vesturbæ Kópavogs?

Villi Asgeirsson, 30.12.2008 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband