Ef þú ert að hugsa um að flýja til norðurlandanna.. lestu þetta.
8.11.2008 | 22:35
Í því árferði sem nú dynur á íslendingum þá hugsa sér eflaust margir til hreyfings. Vilja leita gæfunnar í öðru landi.. búið að fá nóg af spillingunni hér heima.. spilltum stjórnvöldum, spilltu bankakerfi og spilltum fjölmiðlum.. En margs er að varast þegar farið er erlendis með fjölskylduna.. auðveldara ef um einstakling er að ræða.
Ég hef séð að ASI eða eitthvað slíkt félag hefur verið að auglýsa kynningarfundi fyrir þá sem vilja flytjast af landi brott og er það svo sem ágætt.. en þau fara oftast bara í lagalegu hliðina og hvað þarf að varast þegar út er komið , regluverk og þess háttar.. en minna um praktísku hliðina.. sem er að koma sér fyrir í stundum ókunnu landi, vinalaus og atvinnulaus.. jafnvel húsnæðislaus.
Ég þekki vel til í Noregi og Svíþjóð en ég hef búið um árabil í báðum þessum löndum.
Það er algert grundvallaratriði ef fólk er að hugsa sér til hreyfings til þessara landa að hafa einhvern þarna úti sem er kontaktpersóna.. sú sem tekur við þér og hjálpar þér fyrstu skrefin. Beinir þér til réttu aðilana og jafnvel hýsir þig fyrstu vikurnar því það er mjög erfitt að byrja upp á nýtt í landi eins og Noregi td.
Ef þú ert ekki með iðnmenntun skaltu hugsa þig tvisvar um.. norðmenn eiga nóg af verkafólki, þeir vilja fólk með kunnáttu og reynslu.
Ef þú ert ekki kominn með vinnu áður en þú ferð til Noregs.. slepptu því þá að fara
Ef þú kannt ekki norsku eða til vara sænsku eða dönsku.. ekki fara.
Að verða strandaglópur í Noregi á íslenskum atvinnuleysisbótum hefur sett þig í verri stöðu en að vera bara á lyftara í bónus á lágmarkslaunum..
Sama gildir að mestu um Svíþjóð, þeir eru að vísu opnari fyrir því að taka við bótaþegum en norðmenn.. ( kaldhæðni) .
Án sænsku kunnáttu ertu fucked...
Svíar borga líka lág laun og er sænska krónan lítils virði utan Svíþjóðar.. þó ekki eins illa á sig komin og sú íslenska..
Ef þú ert hinsvegar með allt þitt á hreinu þá er Svíþjóð góður staður til að búa á.. en ekki ef þú vilt safna peningum.. Það geturðu gert í Noregi hinsvegar.
Svo, í meginatriðum.. vertu með kontakt úti, þekktu norðurlandatungumál.. vertu með menntun.. annars skaltu bara vera áfram á íslandi.
Ég hef séð að ASI eða eitthvað slíkt félag hefur verið að auglýsa kynningarfundi fyrir þá sem vilja flytjast af landi brott og er það svo sem ágætt.. en þau fara oftast bara í lagalegu hliðina og hvað þarf að varast þegar út er komið , regluverk og þess háttar.. en minna um praktísku hliðina.. sem er að koma sér fyrir í stundum ókunnu landi, vinalaus og atvinnulaus.. jafnvel húsnæðislaus.
Ég þekki vel til í Noregi og Svíþjóð en ég hef búið um árabil í báðum þessum löndum.
Það er algert grundvallaratriði ef fólk er að hugsa sér til hreyfings til þessara landa að hafa einhvern þarna úti sem er kontaktpersóna.. sú sem tekur við þér og hjálpar þér fyrstu skrefin. Beinir þér til réttu aðilana og jafnvel hýsir þig fyrstu vikurnar því það er mjög erfitt að byrja upp á nýtt í landi eins og Noregi td.
Ef þú ert ekki með iðnmenntun skaltu hugsa þig tvisvar um.. norðmenn eiga nóg af verkafólki, þeir vilja fólk með kunnáttu og reynslu.
Ef þú ert ekki kominn með vinnu áður en þú ferð til Noregs.. slepptu því þá að fara
Ef þú kannt ekki norsku eða til vara sænsku eða dönsku.. ekki fara.
Að verða strandaglópur í Noregi á íslenskum atvinnuleysisbótum hefur sett þig í verri stöðu en að vera bara á lyftara í bónus á lágmarkslaunum..
Sama gildir að mestu um Svíþjóð, þeir eru að vísu opnari fyrir því að taka við bótaþegum en norðmenn.. ( kaldhæðni) .
Án sænsku kunnáttu ertu fucked...
Svíar borga líka lág laun og er sænska krónan lítils virði utan Svíþjóðar.. þó ekki eins illa á sig komin og sú íslenska..
Ef þú ert hinsvegar með allt þitt á hreinu þá er Svíþjóð góður staður til að búa á.. en ekki ef þú vilt safna peningum.. Það geturðu gert í Noregi hinsvegar.
Svo, í meginatriðum.. vertu með kontakt úti, þekktu norðurlandatungumál.. vertu með menntun.. annars skaltu bara vera áfram á íslandi.
Kjörumhverfi fyrir spillingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:18 | Facebook
Athugasemdir
Ertu á prósentum frá Noregi?
eikifr (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 22:39
Góðir punktar hjá þér. Þetta á allt við um Danmörku líka. Þar eru mjög háir skattar og dýrt húsnæði.
Heidi Strand, 8.11.2008 kl. 22:42
Ég verð að tjá mig um þetta. Að mörgu leiti sammála þér, en að sumu ekki.
Hef nokkra reynslu af Norge og mikla af Danmörk. Flutti til beggja landa án menntunar og alls þess sem þú nefnir nema gat röflað eitthvað á skandinavísku. Allt gekk eins og í sögu, kannski er ég eitthvað spes, enda gefst ég ekki upp þó á móti blási.
Hef reyndar aflað mér menntunar hér úti síðan, enda allar aðstæður til þess miklu betri en á Íslandi.
Kannski ég gerist bara agent fyrir landflótta Íslendinga.
kop, 8.11.2008 kl. 23:18
öll ráð eru vel þeginn vörður Landamær.. en það eru aðrir tímar í dag en fyrir nokkrum árum td.. norðmenn eru að segja upp fólki í stórum stíl og ég þekki bara tölvubransann í SE.
Hugrakkir einstaklingar komast oftast áfram á eigin rammleik.. en ég þekki alltof mörg dæmi þess að fólk hefur farið illa út úr svona flutningum með fjölskyldur á milli landa.. farið út með miklar vonur og skilið eftir brostna drauma.. en þurft að gefast upp erlendis vegna fákunnáttu sinnar í því máli sem er talað í viðkomandi landi.. eða hreinlega ekki fengið vinnuna sem þeim var lofað..
fyrir einstakling er þetta miklu minna mál.. hann þarf basicly ekkert nema herbergi og hlutavinnu til að lifa.. þú gerir það ekki með fjölskyldu.
Óskar Þorkelsson, 8.11.2008 kl. 23:28
Góðir punktar.
Smá viðbót:
Ef þú kannt eitthvað (SAP,Navision, etc) þá er besta leiðin inná vinnumarkaðinn á norðurlöndum að vera á skrá hjá vinnumiðlunum sem skaffa fólk í afleysingar. Ef þú ert smiður, múarari, etc. þá gætir þú þurft að byrja hjá skítafyrirtækjum sem eru með skítaverkefni.
Skandinavar ráða ekki sagnfræðinga með BA próf í störf í bönkum - elliheimilin og sjúkrahúsin eru líklegri.
það getur verið kostur að þekkja eihvern sem hjálpar í nýja landinu en það er samt mjög lærdómsríkt að þurfa að gera hlutina sjálfur.
það er vonlaust að lifa á íslenskum atvinnuleysisbótum í skandinavíu en ef þú færð vinnu í nokkra mánuði þá áttu rétt að atvinnuleysisbótum í landinu.
Tungumálið er mikilvægasti þátturinn. það er freistandi að flytja í íslendingagettóin í skandinavíu, það veitir ákveðið öryggi, en tefur fyrir því að þú aðlagist og lærir tungumálð. En ef þú hefur áhuga á að búa í samfélagi fólks sem dýrkar smáborgaralega efnishyggju og baktal þá eru þessi gettó fullkomin.
Mundu að þú er í augum sumra, óæðri en þeir. Skandinavar, margir hverjir, líta svipuðum augum á íslendinga og íslendingar, margir hverjir, líta á Grænlendinga. Þú þarft að sanna þig og ekki halda að þú komist upp með ábyrgðarleysi og hroðvirkni í vinnu.
Ekki vera með íslendingagrobb, röfl um að eitthvað sé miklu betra á ÍSLANDI, Ekki vera mígandi fullur á almannafæri, ekki reyna að troða börnunm inn á leikskólann þegar þau eru með flensu, reyndu að skilja reglurnar áður en þú ferð að rífa kjaft. Mundu að þú ert sendiherra íslendinga í skandinavíu (þeirra íslendingu sem eftir eru á Íslandi) og þeir þurfa ekki á þvi að halda að efnahagslegir flóttamenn frá íslandi séu þeim til skammar.
Þar sem þú er ekki að flytja til skandinavíu vegna þess að þú hefur áhuga á landinu eða fólkinu sem býr þar heldur til að fá vinnu, er líkegt að eina "þekkingin" sem þú aflar þér á menningu landsins verði hvaða verslunarmiðstöðvar eru bestar. Til að líta ekki út eins og imbi reyndu að plægja í gegnum eina bók um sögu landsins.
Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 23:44
Takk fyrir þessar ráðleggingar Þráinn, þetta er allt hárrétt hjá þér og ég hefði óskað þess að ég hefði verið nógu góður penni til að setja þetta inn í frumpistilinn.
Óskar Þorkelsson, 8.11.2008 kl. 23:46
Ég var reyndar með fjölskyldu.
Það er málið að margir búast við of miklu of fljótt. Það tekur tíma að aðlagast nýju landi, ég myndi segja 1-2 ár. Margir gefast upp miklu fyrr. Það er líka mikilvægt að geta bjargað sér sjálfur og vera ekki algerlega upp á aðra kominn. Margir geta nú bjargað sér á skóladönskunni og það er betra að nota hana en ensku.
kop, 8.11.2008 kl. 23:46
Ég má til að blanda mér í þessa umræðu þó ég hafi ekki neina reynslu til að gefa nein ráð. Þykir það sem hefur verið dregið fram hér líka afar skynsamlegt.
En ég tók eftir því í pistlinum sem Óskar skrifar að þar segir: „Ég hef séð að ASI eða eitthvað slíkt félag hefur verið að auglýsa kynningarfundi fyrir þá sem vilja flytjast af landi brot“. Í alvöru? Hvar er stuðningur ASÍ við þá sem ætla - eða eiga ekki annarra kosta völ en búa hérna áfram?
Væri þeim ekki nær að byrja á því að einbeinta sér að þeim launþegum sem ætla/verða að halda sig við íslenskan atvinnumarkað? Mér finnst það að þeir haldi kynningarfundi fyrir þá sem vilja flytja burt eins og að byrja á öfugum enda og segja um leið að það sé langbest að haska sér bara! Hvar er baráttuþrekið í þessum samtökum? Eru þau kannski hætt að standa með íslenskum launþegum?
Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.11.2008 kl. 00:53
Held að þetta hafi verið Norræna félagið en ekki ASÍ
Víðir Benediktsson, 9.11.2008 kl. 01:23
Þá dreg ég ásakanir mínar til baka Ég hef ekkert út á það að setja að Norræna félagið kynningarfundi í þessu. Sennilega bara góðra gjalda vert ef vindarnir blása því að landflóttinn liggi í þá átt.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.11.2008 kl. 01:27
Í þessu viðtali talar Tryggvi Þór um að gríðalegar eignafærslur eigi sér nú stað hjá bönkunum. Hann varar við því að flanað sé að neinu þar og kallar á gagnsæi. Nefnir afsal stórs hluta Nokia í erlendar hendur fyrir slikk í tilfellum Finna og illbætanlegt tjón af þeim sökum, sem þeir eru enn að sýta. Hvaða eignir er verið að selja hér og til hverra og fyrir hve mikið? Hve nærri heggur það sjálfstæði okkar? Hvaða risar eru að kaupa? Hverjir verða drottnarar okkar í náinni framtíð? Þetta verðum við að fá að vita. Þetta er algert lykilatriði. Í bönkunum liggja hlutir í orkufyrirtækjum og orkudreifingu landsins og það jafnvel ráðandi hlutir. Þar liggja gríðarlegar landa og hlunnindaeignir, laxár og guð veit hvað. Þar liggur einnig stór hluti fiskveiðikvóta Íslendinnga. Hreinlega fjöregg og framtíð þjóðarinnar á silfurfati.
Stjórnvöld tala um að borga ekki skuldir óreiðumanna en eru ekki í neinni aðstöðu til slíkrar kokhreysti. Það er verið að gera það nú þegar með sölu á eignasafni og veðum bankanna. Eignasafni, sem snertir sameign okkar og sjálfstæði.Það er verið að borga skuldir óreiðumanna og það með útsölu á auðlindum okkar! Áttarðu þig á þessu? Auðvitað verða erlend lán ekki notuð til að borga óreiðuna. Það veit raunar enginn hvað menn ætla að gera við þá peninga. Ef eitthvað þarf virkilega upp á yfirborðið nú, þá er það þetta. Red Alert! Menn verða að fara að lesa rétt í gegnum stofnanamálið og lagajaronið. Það er eins og að lesa í garnirnar á kjúlla, en það er verið að segja okkur mikið á milli málsgreina, sem hefur úrslitaþýðingu fyrir landið okkar.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2008 kl. 06:55
Það eru líka samdráttur á norðurlöndunum.
Í Noregi eru byggingarfyrirtæki að segja upp mönnum í stórum stíl, en í Noregi vantar alltaf menntað fólk og helst í heilbrigðisgeiranum.
Heidi Strand, 9.11.2008 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.