Austurvöllur í dag

 

Ég skrapp á austurvöll í dag sem aðra laugardaga.  Mannfjöldinn var áberandi meiri en hina laugardagana.  Ég giska á rúmlega 3000 manns amk. sem opinberlega er eflaust um 1200 manns.

Það var nýbreytni að þessu sinni að mótorhjólamenn voru áberandi fyrir mótmælin og huldu alþingishúsið í reyk.. þetta stóð í nokkrar mínútur og eru spólförin greinilega á götusteinunum fyrir framan alþingishúsið.

8_november_08_protesting_iceland_001.jpg 

 

Svo klifraði einhver upp á þak í taknrænum mótmælum og setti bónusflaggið á fallgstöngina.. snilldarlega gert.. enda var það alþingi sem greiddi götu útrásargengisins með máttlausum reglugerðum.

8_november_08_protesting_iceland_006.jpg 

 

 

 

 

Hér er fánin kominn á loft.. og ekki leið á löngu þar til að hann var tekinn niður af starfsmönnum alþingishússins..  leiðindapúkar !  

 

8_november_08_protesting_iceland_009.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég sá hvergi beran kall með lágt enni...

Hvenær seturðu inn mynd af sjálfum þér?

Mér finnst að mótórhjólagæjarnir hefðu mátt sleppa því að spóla meðan Einar Már talaði. Fínar ræður hjá honum og Sigurbjörgu (ég kom frekar seint).

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.11.2008 kl. 18:13

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það er mynd af mér í fötum hér á forsíðunni :)

Óskar Þorkelsson, 8.11.2008 kl. 18:29

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Til hamingju með dótturina!

Ég verð að viðurkenna að þú ert mun myndalegri á myndinni með dóttur þinni en beri kallinn, en dóttir þín er myndarlegri, hún er samt ansi lík þér.

(Setti þetta aftur hérna, fór við vitlausa, ég meina ranga...úff, aðra, færslu áðan).

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.11.2008 kl. 18:37

4 Smámynd: Heidi Strand

Greta, þeir spóluðu áður en fundurinn hófst. Einar Már var með öfluga ræðu og var hann síðastur á mælendaskrá. Það mætti nú sýna brot úr ræðunum i fréttunum, en það er ekki stjórnvöld í hag.
Það er slæmt að vera með ríkis(stjórnar)útvarp og sjónvarp.

Óskar, ég er mjög ánægð með fundurinn í dag og gaman var að hitta ykkur hjón.

Heidi Strand, 8.11.2008 kl. 20:26

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Heyrðu, Heidi, ég var þarna og hlustaði á ræðu Einars. Kannski heyri ég betur en þú því ég heyrði þá spóla undir ræðunni. Þó svo ég viti að það var fyrst og fremst áður. Líka varð ég vör við að lítill hópur beindi athygli sumra fundargesta frá ræðuhöldunum, ég færði mig hins vegar nær pallinum til að heyra betur.

Hins vegar finnst mér ferlega súrt að öll umfjöllun fjölmiðla er um óspektirnar (sem eru þó skiljanlegar), meðan þrusugóðar ræður sem haldnar voru fá ENGA athygli (nema pínkubrot úr ræðu Harða, þar sem jú mikið rétt nefnir hvað fjölmiðlum muni finnast fútt í!).

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.11.2008 kl. 20:50

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

tek undir með þér Gréta með fjölmiðlana.. það er greinilegt að gera á sem minnst úr þessum mótmælum.. sama hvort það er Baugsmiðill eða RUV.

Óskar Þorkelsson, 8.11.2008 kl. 21:08

7 Smámynd: Rannveig H

Mótorhjólastrákarnir komu úr klúbb sem heita Ruddar og þeim fannst þetta flott. Þeir eru vanir að vera upp á kannt,mér fannst þetta í lagi það hefur hver sinn hátt á.

Rannveig H, 8.11.2008 kl. 21:14

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Já, já, þetta var svo sem allt í lagi, eins og ég sagði hér fyrir ofan þá færði ég mig bara nær pallinum til að heyra betur.

En kannski segir nafnið eitthvað um framkomu strákanna?

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.11.2008 kl. 21:17

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Skrílslæti, eggjakast og átök við lögreglu. Ég verð að mæta næta Laugardag og upplifa þetta næsta Laugardag.
Kanski er það sorglegast fyrir forkólfana að aðeins 2000 manns hafi mætt samkv. mbl.is

Óðinn Þórisson, 9.11.2008 kl. 12:14

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

já Óðinn, hvernig væri að mæta og blogga síðan um eitthvað sem þú upplifðir í stað þess að blogga um eitthvað sem þú sást í sjónvarpinu og var ritskoðað rækilega..

og hvernig væri að þú mundir opna bloggið fyrir athugasemdum án ritskoðunnar ?  Það væru framför hjá þér til hins betra. 

Óskar Þorkelsson, 9.11.2008 kl. 12:33

11 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Kannski ég kaupi mér eggjabakka fyrir næsta laugardag...

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2008 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband