Hverjum á að refsa fyrir ástandið ?
30.10.2008 | 18:10
Á að refsa útrásarvíkingunum.. Hannesi smára, Jóni Ásgeiri og co ?
Nei, ekki strax, því útrásarvíkingarnir spiluðu sitt fjárhættuspil í skjóli íslensku ríkisstjórnarinnar og seðlabankans.. gerðu í raun ekkert ólöglegt að því virðist.. það voru stjórnvöld, seðlabanki og stjórnmálamenn á alþingi sem lögðu grunnin og greiddu götu þessara útrásarvíkinga..
Hverjum á að refsa þá?
Þeim sem spila eftir reglunum? Pútin gerir það með því að fangelsa þá sem náðu milljónunum eftir fall kommunismans.. ætlum við að fara sömu leið ? Ég segi NEI !
Refsum þeim sem semja lögin, refsum þeim sem stýra seðlabankanum því það er hans að halda uppi eðlilegum viðskiptum milli landa með því öryggi sem hann á að gefa lögum samkvæmt.
Þeir sem eru sekir eru : Davíð Oddson og meðstjórnendur hans í seðlabankanum.
Fjármálaeftirlitið undir stjórn Jóns Sigurðssonar
Ríkisstjórnin undir stjórn Geirs gufu Haarde og lufsu Davíðs Oddsonar.
Refsum þeim áður en við refsum þeim sem fóru eftir reglugerðum sjálftektarinnar !!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:12 | Facebook
Athugasemdir
Ég las á blogginu að bláa höndin er orðin ísköld.
Heidi Strand, 30.10.2008 kl. 18:39
Hei 'Oskar. þú vilt endilega straffa einhverjum fyrir óráðsíuna. Svarið er einfalt fólkinu á íslandi sem kosið hefur xD siðustu áratugina. Eins og þeir voru kallaðir í minu ungdæmi helv.... 'ihaldið. það er eins og við íslendingar séum svo fljot að gleyma, svona kreppur eru ekkert nytt á íslandi, hverjir hafa þá setið við stjórnavölin. Vil benda dér á grein i V.G i gær skrifuð af Arve Øverby,Akkurat Nå.,, Frykter russerne. Greinarhöfundur veit greinilega sínu viti Þetta er svona uppgjör eftir fundinn í Helnsinki.. Við búum í Lyngdal . Vest Agder. og bóndinn er 1/4 Trönder eins og Heidi Strand. Hvað í ósköpunum fékk þig að flytja til baka óskar...
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 30.10.2008 kl. 19:57
he he börnin... þau fengu mig tilbaka. en þar sem ég á ekkert og skulda ekkert þá er auðvelt fyrir mig að fara aftur og það eru góðar líkur á því að það gerist með vorinu..
Ég hef komið til Lyngdal :) ég bjó lengst af i Skien
Óskar Þorkelsson, 30.10.2008 kl. 20:02
Agalaust lið inni á Alþingi Íslendinga.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 30.10.2008 kl. 20:25
Ja oskar Lyngdal er finn staður,það hafa verið viss forrettindi að vera í svona litlum bæ, og vera einu 'islendingarnir her ( erum bara tre)í kommuninni. Hér bua um það bil 7000.þús manns að staðaldri enn yfir sumartiman ,ja þu veist hvernig þessir staðir eru her á sörlandinu.. En ja ekki höfum við neitt undan nordmönnum ad kvarta,upp til hópa elskulegt fólk Skelfilegt þetta ástand þarna heima, eg ætlaði nu ekki að vera svona óréttlat með þetta orsök og afleiðingar. En einföld lausn eru greinilega ekki á lausu hja ráðaðamönnum, ég er hrædd um að veturinn verði ekki léttur og þá meina eg ekki bara á íslandi heldur munu mörg önnur lönd lenda i þessari kreppu. Hér i noregi hef ur maður merkt samdrátt allt þetta ár, allt hefur hækkað matur og svona þetta allra nauðsynlega til heimils Uppsagnir og gjaldþ.rot eru hér daglegt brauð , t.d byggingarbr, Á tvö fullorðin börn i danmark og ekki er ástandið betra þar ,hef líka heyrt að sérstaklega namsmenn og öryrkjar hafi farið illa ut ur hruni krónunar... nei pit pit þetta er fúllt allt saman. Það er bara að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði he he ja ef maður hefur þá einhverja.
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 30.10.2008 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.