Snilldarpistill hjá Otto
24.10.2008 | 10:45
Þessi pistill var alger snilld eins og Otto er einum lagið.. manninum er ekkert heilagt eins og reynslan hefur sýnt.. spurningin er bara sú hafa íslendingar húmor fyrir þessu í dag.. eða yfirhöfuð
hér er pistillinn : http://www.tv2underholdning.no/torsdagsklubben/article2328463.ece
Norðmenn draga Íslendinga sundur og saman í háði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hann er góður og margir hafa orðið fyrir barðinu á honum, alveg upp í æðsta stig þjóðfélagsins.
Heidi Strand, 24.10.2008 kl. 11:17
Mér finnst ekki fyndið það sem hann sagði um landið okkar, einsog að það væri skítarass og fleira, en afgangurinn - hreinasta snilld sérstaklega þetta: "og þið buðuð okkur ekki í eitt einasta skipti!" hehehe, norska minnimáttakenndin er söm við sig (þeir eru alltaf að reyna að stela af okkur fornsögunum og fleiru flottu úr fortíðinni, því þeir eiga ekkert slíkt, nema Ólaf helga og örfáa berserki) en gott að það sé hægt að nota hana til einhvers góðs.
halkatla, 24.10.2008 kl. 12:38
Horfði á þetta og finnst þetta alveg þokkalega fyndið.
Norskir hafa góðan húmor, ekki síður en Danir.
kop, 25.10.2008 kl. 21:59
takk fyrir innlitið
norðmenn hafa fínan húmor og oft mun betri en danir í þeim efnum :) Þarft ekki annað en að sjá norksar sjónvarpsauglýsingar til að sjá humorinn hjá þeim.
Óskar Þorkelsson, 25.10.2008 kl. 22:55
Það er útbreiddur misskilningur að Norðmenn hafi ekki húmor. Þó að þeir séu þarna að gera grín að Íslendingum, þá eru þeir líka góðir að gera grín að sjálfum sér. Danir eru nú meira í að grínast að öllum öðrum.
kop, 26.10.2008 kl. 12:04
Þetta er alveg rétt hjá ykkur Óskar.
Norskar auglýsingar eru stundum algjör snilld. Það er nokkur dæmi til á You tube.
Óskar líttu við á mína siðu.
Heidi Strand, 26.10.2008 kl. 12:13
búinn að kíkja við :)
Óskar Þorkelsson, 26.10.2008 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.