uummmm skulda ég þá ríkinu núna ?
29.9.2008 | 12:01
Ég vaknaði við vondan draum í morgunn.. ég dreymdi að ég væri kominn á kaf í skattaskuldir og skuldir við ríkið.. barðist í bökkum og náði vart andanum og var að drukkna í skuldum..
Svo fer ég í vinnuna, enn hálfdasaður eftir sundsprettinn í nótt og þá blasti þetta við mér !! Ríkið búið að yfirtaka bankann minn.. bankann sem ég var að taka lán í .. svo núna skulda ég ríkinu enn meira en þessar andsk skattaskuldir sem þeir eru að krefjast af mér sárasaklausum.
En úr því að svona er komið þá vil ég að ÖLL stjórn glitnis fari frá Weldin endurgreiði 300 milljónir vegna vanhæfis síns sem bankastjóra og hann hætti samdægurs.
Ríkið eignast 75% í Glitni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
http://e24.no/boers-og-finans/article2681258.ece
Óskar Þorkelsson, 29.9.2008 kl. 12:21
Dette er litt av en velling. Den er ikke god for magen.
Jeg bodde her fra 73 til 75 tilstanden er verre nu.
Heidi Strand, 29.9.2008 kl. 12:32
Ekki örvænta nú áttu 75% í banka (að vísu með öðrum íslendingum) og ef allt gengur vel þarftu ekki að borga nema 75% af þessum skattaskuldum eða hvað? Wellingurinn greiðir ekki 300millur til baka, en gæti hugsanlega fengið 600millu starfslokasamning.
haha (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 13:36
Rót vandans eru seðlabankar sem geta prentað peninga úr engu og flæða markaðinn með ódýru lánsfé.
Húsnæðisbólan með sitt óhjákvæmilega hrun hefði aldrei orðið meira en húsnæðis uppsveifla ef viðskiptabankarnir hefðu ekki haft aðgang að ódýru lánsfé að utan til að lána grunlausum landanum. Lánsfé í heiminum hefur verið ódýrt síðustu ár því seðlabanki bandaríkjanna (Federal Reserve) hélt stýrivöxtum langt undir raunvirði og prentaði alla þá peninga sem bankarnir gátu lánað með tilheyrandi verðbólgu og óhjákvæmilegu efnahagshruni.
Austurríska hagfræðin spáði fyrir um að efnahagsbólur og efnahagshrun væru óhjákvæmilegar afleiðingar "seðlabankakerfis sem prentar peninga úr engu". Þessir spádómar rættust fyrst eftir áratug af peninga prentun og ódýrum lánum sem leiddi til efnahagshrunsins 1929 og heims kreppunnar sem fylgdi í kjölfarið. Þessir spádómar eru enn að rætast í dag og munu halda áfram að rætast meðan seðlabankar geta prentað peninga úr engu.
Hér er ókeypis hljóðútgáfa á mannamáli hvers vegna við gátum tekið ódýr lán sem núna eru dýrt, hvers vegna krónan hrundi, hvers vegna hver Íslendingur var að tapa 280.000 krónum og hvernig hægt er að breyta kerfinu til að koma í veg fyrir bólur og kreppur í framtíðinni:
9: Inflation and the Business Cycle (Verðbólga og Hagsveiflan)
Jón Þór Ólafsson, 29.9.2008 kl. 15:25
Óskar þú leggur til að weldinginn segi af sér en verður hann þá ekki að fá starfslokasamning í samræmi við hvernig hann hefur staðið sig
Óðinn Þórisson, 30.9.2008 kl. 08:01
jú þá verður hann að endurgreiða 300.000.000 isk með vöxtum og verðbótum
Óskar Þorkelsson, 30.9.2008 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.