Thailenskt heilbrigðiskerfi betra en það íslenska ?

Ég held bara að ég geti svarað þessu játandi.. þeir standa sig betur og hafa yfir að ráða mjög hæfu starfsfólki eins og sænska læknateymið komst að sem fór á áfallasvæðið eftir flóðbylgjuna miklu um árið. Svíarnir héldu að þeir ættu að stjórna og kenna thailendingum en þeir komust að því að þeir voru bara fyrir því að þeir thailensku kunnu mun betur til verka á svona áfallasvæði en þeir sænsku.  Svíarnir sögðu í viðtali að þeir efuðust um að sænskt heilbrigðiskerfi hefði getað afrekað það sama og það thailenska gerði eftir flóðbylgjuna. 

Allir í thailandi fá heilbrigðisþjónustu, án tillits til tekna eða status í þjóðfélaginu. Ef þú ert fátækur og tekjulaus eða tekjulítill kosta lyfin ekki neitt... kannski gætum við lært eitthvað af þeim ?

 


mbl.is Til Taílands á sjúkrahús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

þekki fólk sem hefur farið til Thai í tannlækningar og fengið brilliant þjónustu fyrir lítið fé.

Víðir Benediktsson, 13.9.2008 kl. 23:53

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

get kvittað undir það Víðir

Óskar Þorkelsson, 14.9.2008 kl. 00:01

3 identicon

Það er ekki rétt að allir fái heilbrigðisþjónustu þar. Ef þú ert ríkisstarfsmaður þá á það við annars þarftu að borga fyrir. Einnig auðvitað herinn. En þarna úti hef ég ekki séð eins marga aflimaða og annars staðar. Af því að almenningur þarf að borga brúsann.

Kristinn Hjaltalín (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 00:33

4 identicon

Þekki stelpu sem lenti á spítala í Tælandi í 4 daga, var með einkastofu og öll þægindi, reikningurinn var 16.000 kr. sem var svipað og sjálfsábyrgðin á ferðatryggingunni.

Þar að auki fékk hún topp þjónustu og allt var mjög fagmannlega unnið.

Jón Einars (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 08:23

5 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Tökum upp heilbrigðiskerfi að thailenskri fyrirmynd og hendum þessu handónýta íslenska kerfi fyrir borð sem er hvort eð er eingöngu fyrir þá ríku.

Magnús Paul Korntop, 17.9.2008 kl. 00:53

6 Smámynd: Heidi Strand

Jeg kjenner ikke til det Thailandske,men er kjempefornøyd med det islandske.

Hilsen fra Heidi i Alpene, men hvor er Petur?

Heidi Strand, 17.9.2008 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband