Leikurinn að byrja og Skari er klár
13.9.2008 | 11:43
Ég er einn af þessum sem harðneita að borga þúsundir króna fyrir að horfa á knattspyrnu erlendis með áskrift að Stöð 2 sport 2 eða hvað þetta stuff heitir svo ég sit bara hér heima og nýt leiksins í gegnum netið.. frítt.
Ég spái mínum mönnum að sjálfsögðu sigri í þessum leik 2-1 og mun nýji maður MU Berbatov ekki gera neinar rósir í dag heldur þvælast fyrir félögum sínum og gera illt verra.. það kann ekki góðri lukku að stýra að nota nýjan mann í svona mikilvægum leik.. kannski sörinn sé farinn að förlast í fræðunum ?
sögusagnir segja að það sé farið að hitna undir Rafa, ekki græt ég það en ég mundi frekar að það væri sjóðheitt undir þessum andskotans bandaríkjamönnum sem eiga klúbbinn í dag.. megi þeir brenna í texas að eilífu.
3 mín í leik.. má ekki vera að meiru.. ciao
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Athugasemdir
Liverpool Manchester U.
Jose Reina, Alvaro Arbeloa, Martin Skrtel, Jamie Carragher, Fabio Aurelio, Yossi Benayoun, Xabi Alonso, Javier Mascherano, Albert Riera, Dirk Kuyt, Robbie Keane.
Reserver
Diego Cavalieri, Andrea Dossena, Sami Hyypia, Steven Gerrard, Fernando Torres, Ryan Babel, David Ngog.
Rafa er snarruglaður.. hvílir sterkustu menn liðsins í svona leik.. ég veit vel að þeir hafa smá meiðsli en hverjum er ekki sama ? Þeir mundu eflaust spila fótbrotnir ef þeir fengju tækifæri til þess..
Óskar Þorkelsson, 13.9.2008 kl. 12:10
Spádómsgenið í þér er greinilega að virka. Leikurinn endaði að sjálfsögðu eins og þú spáðir og það þrátt fyrir að Rafa sé snarruglaður.
Neddi, 13.9.2008 kl. 13:52
Til hamingju með þína menn - þeir stóðu sig betur en mínir!
Lára Hanna Einarsdóttir, 13.9.2008 kl. 14:06
takk fyrir það Lára :) MU getur hreinlega EKKERT án CRonaldo.. hef sagt það áður að MU án CRonaldo er með 20-30% minni styrk en með hann innanborðs.. svo ef hann dettur út er MU að berjast um 4 sæti ;)
Já Neddi, þetta gekk upp hjá Rafa.. en kannski hefði leikurinn verið búinn í fyrri hálfleik ef þessir menn hefðu verið' með frá byrjun.. Ef ef ef..
æðislega gaman þegar MU tapar leik... meiriháttar.. og sérstaklega gaman þegar mínir menn taka þá í bakaríið.
Óskar Þorkelsson, 13.9.2008 kl. 14:31
Til hamingju
Víðir Benediktsson, 13.9.2008 kl. 15:23
þakka þér Víðir.. ég splæsi á einn kaldan á allanum næst þegar ég kem norður.. sennilegast í lok september ;)
Óskar Þorkelsson, 13.9.2008 kl. 15:31
Sæll Skari
endilega sendu okkur slóðina
Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 12:46
sendið mér póst á skari60@hotmail.com og ég skal senda link
Óskar Þorkelsson, 14.9.2008 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.