Merki um hnignun landsbyggðarinnar

Að krá leggi upp laupana .. og það í plássi eins og Ísafjörður er, er pottþétt merki um hnignun landsbyggðarinnar.  Krár eru samkomustaðir, skemmtistaðir vinnandi fólks og ef þær eru að hverfa þá þýðir það bara eitt.. vinnandi fólki er að fækka á staðnum.

Ég hef sagt það á síðu Sigurjóns Þórðarsonar fv alþingismanns að ég vil gefa krókaleifin frjáls.  Hafa króka veiðar á handfærum utan kvóta því það mun gefa ungu fólki tækifæri til þess að vinna við sjómennsku án þess að vera launafólk.. þetta mundi vera hvetjandi fyrir landsbyggðina og þá sérstaklega Vestfirði sem eru mér hugleiknir enda ættaður þaðan og bjó þar um tíma.  Ríkið er að skapa kynslóð af doða, fólk sem getur ekki og má ekki bjarga sér í nafni kvótakerfis sem sniðið er að hagsmunum örfárra aðila innan LÍÚ..

Gefið krókaleifin frjáls og landsbyggðin blómstrar sem aldrei fyrr..  


mbl.is Elstu krá Ísafjarðar lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

En það var meira að segja settur kvóti á stangveiðar túrista!

Fólkið á Vestfjörðum MÁ ekki reyna að bjarga sér - nema með olíuhreinsistöð. Ætli stjórnvöld verði ekki mjög hlynnt því þegar þar að kemur.

Lára Hanna Einarsdóttir, 24.7.2008 kl. 11:23

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

alveg væri það týpískt Lára.. að veita leyfi fyrir olíuhreinsunarstöð en banna túristaveiðarnar ;)

Óskar Þorkelsson, 24.7.2008 kl. 13:05

3 identicon

Kannski þið kynnið ykkur málið, Langi Mangi lokaði því í fyrra var opnaður nýr og stór staður sem er bæði með mat og svo djamm, og heldur utan um meiri starfssemi en þetta bara. Langi Mangi meikaði bara ekki samkeppnina, en menninginn þarna færðist upp engu að síður. Þið búið öll í reykjavík er það ekki?

Sigfus (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 13:27

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það er gott að vita Sigfús að allt er í góðum málum fyrir westan...

Óskar Þorkelsson, 24.7.2008 kl. 18:48

5 Smámynd: Heidi Strand

Ísland má ekki verða Múrmansk norðursins.

Den ene dagen snakker politikerne om rent land og ren mat. Den neste dag om alminiumsverk og oljeskit.
Hvorfor ikke stifte folkebevegelsen ?Fisken hjem!

Heidi Strand, 24.7.2008 kl. 19:48

6 Smámynd: Gló Magnaða

Sigfús ætti kannski að kynna sér ástæðuna aðeins betur.

Málið er að í svona bransa brenna menn fljótt upp og eigendur Langa Manga eru orðnir þreyttir og vildu losna. Staðurinn var auglýstur til sölu og ýmsir sýndu áhuga en ekkert hefur enn komið út úr því enda skiljanlegt þegar stjórnvöld anskotast í okkur með bölmóð um kreppu.

Vonandi kemur einhver og opnar aftur því þessi pöbb er einstakur og mér er gróflega misboðið þegar honum er líkt við hipphoppstað eins og Sigfús gerir.

Gló Magnaða, 31.7.2008 kl. 14:24

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þakka þér fyrir innlitið og upplýsingarnar Gló

Óskar Þorkelsson, 31.7.2008 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband