Upphafið að endalokum ?
21.7.2008 | 11:54
ég tel að þetta geti verið upphafið að endalokum skagaliðsins eins og við þekkjum það.. liðið sem skorar mörkin og sigrar deildina .. þeir tímar eru liðnir um ókomna framtíð og framtíð skagaliðsins virðist vera í neðri deildum íslenskrar knattspyrnu. ástæða þessa spádóms er sú að ef menn eins og Guðjón geta ekki barið þessa stráka til sigurs þá getur enginn það.. kannski framtíðinn á skaganum liggi í innflutningi á fólki frá miðausturlöndum ?
Guðjón hættur með ÍA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 11:57 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Óskar.
það hefur aldrei verið uppgjöf í okkur Skagamönnum og við höfum í áratugi verið lið sem er með flesta heimamenn í liði sínu. Okkur hefur gengið illa það sem af er sumri en upphaf að endalokum er það ekki. Hér á Skaganum hefur verið og er rík hefð fyrir fótbolta og eigum við flesta atvinnumenn sem spilað hafa erlendis. Ég þakka þér einlægan áhuga þinn á knattspyrnu okkar og óhætt er að þakka Guðjóni fyrir hans störf og horfa nú fram á við og klára sumarið með stæl.
Með kveðju
Sigrún Ríkharðsdóttir (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 12:11
ég talaði ekki um uppgjöf enda væri það það síðasta sem mér dytti í hug hjá skaganum.. en getulega virðist liðið vera á leið þangað sem ég er að spá..
Óskar Þorkelsson, 21.7.2008 kl. 12:18
Eins og Skaginn spilaði í gær, þá vinna þeir ekki einu sinni HK!! Það má samt ekki taka það af Blikunum að þeir spiluðu hörku góðan og fallegan leik. Boltinn gekk hratt á milli manna og stungusendingarnar voru eitraðar. Hraði Blikanna var einfaldlega alltof mikill fyrir Skagamenn.
Skagamenn hafa oft verið að kvarta undan spjaldagleði dómara. Jóhannes hélt greinilega aftur af sér í gær og í einhverjum öðrum leik hefðu minnst tveir úr gestaliðinu fokið út af fyrir klaufalegar, ljótar og allt of seinar tæklingar. A.m.k. í þessum leik sluppu Skagamenn óverðskuldað við brottrekstur. Hvað svo sem hefur gerst í öðrum leikjum.
Marinó G. Njálsson, 21.7.2008 kl. 13:00
Ég sem Víkingur get lítið sagt nema .......join the club!
eikifr (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 22:06
Það er gott Einar ef hugurinn í skagamönnum væri almennt eins og hjá þér, þeir sem ég hef talað við eru aftur á móti frekar svartsýnir á gengið framundan.. munurinn á KR og IA í dag og í fyrra er himinn og haf.. þá er ég ekki að horfa á stöðuna í deildinni heldur innviði félaganna. KR virðist hafa það sem þarf til þess að rifa sig upp úr svona lægð.. en ég hef áhyggjur af IA.
Óskar Þorkelsson, 23.7.2008 kl. 18:24
ég segi það sama Einar, ég trúi ekki að skaginn falli.. en ef hann gerir það þá er ég ekki bjartsýnn á framhaldið hjá þeim mæta klúbb.
Óskar Þorkelsson, 24.7.2008 kl. 00:22
varðandi stuðning þinn við hryðjuverkaríkið ísrael einar þá ertu öfgamaður.. varðandi boltann og allt annað ertu eflaust ágætis karl ;)
Óskar Þorkelsson, 3.8.2008 kl. 10:34
Ég veit ekki hvað þessi grein á að sanna Einar ! Israelar skjóta alltaf á vopnaða hamasliða (og oft á óvopnaða) og að láta þetta líta út sem einhverja björgunaraðgerð er út í hött, skv fréttum stöðvar2 núna rétt í þessu voru þeim palestínumönnum sem ósárir voru sendir tilbaka til Gasa þar sem þeir voru handteknir..
Ég biðst afsökunar á því Einar ef ég hef farið yfir strikið með því að kalla þig öfgamann því þú átt langt í land með að ná villa í köben í þeim efnum.
Óskar Þorkelsson, 3.8.2008 kl. 12:06
http://palestine-vs-israel.blogspot.com/
áhugaverð lesning í alla staði..
Óskar Þorkelsson, 3.8.2008 kl. 13:19
Takk fyrir það Einar.
já villi þarf að passa sig á yfirganginum í sjálfum sér því hann hefur að mér skilst kært næstum því hvern og einn einasta mann sem skrifað hefur gegn ísrael eða gyðingum yfir höfuð.. hann setur nefnilega samansem merki á milli þess að vera móti ísrael og að vera gyðingahatari..
Israel liggur bara svo vel við gagnrýni enda fara þeir ekki eftir neinum samþykktum SÞ, heldur haga sér eins og tuddinn í hverfinu í skjóli risans fyrir westan.
Óskar Þorkelsson, 3.8.2008 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.