Það sem ekki má
21.6.2008 | 17:27
Hallgrímur Helgason skrifar í fréttablaðinu í dag:
Það má ekki tala um ESB
og ekki harma gengisfallið fé
og ekki skipta um stjórann
sem situr uppí banka
á myntinni sem gerir alla blanka.
Það má ekki minnast neitt á Baug
og ekki vekja eftirlaunadraug.
Og ekki tala um strákinn
með bláu axlaböndin
né ráðherrann sem kyssir enn á vöndinn.
Þetta sjálfstæðisfólk er svo skrýtið.
Það er alltaf að skamma mann.
Þó maður geri ekki neitt,
Það er alltaf að skamma mann.
Það má ekki tala um Óla f***
og sundurleitan borgarstjórnarflokk
og ekki spyrja Gísla
hvort hann ætli í spyrnu
um borgarstjórastól við Hönnu Birnu.
Það má ekki blogga seint um nótt,
í stjórnarhúsi allt skal vera hljótt.
Að bíða útá tröppum
með mæk er algjört nó-nó
því spyrja Geir um fjármálin er dónó.
Þetta sjálfstæðisfólk er svo skrýtið.
Það er alltaf að skamma mann.
Þó maður geri ekki neitt,
Það er alltaf að skamma mann.
(lag: Það má ekki pissa bakvið hurð e. Sveinbjörn I. Baldvinsson)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Algjör snilld hjá H.H.
Þriðjungi þjóðarinnar tekur ekki undir.
Heidi Strand, 21.6.2008 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.