Alls ekki óhugsandi
21.6.2008 | 17:19
Það er alls ekki óhugsandi að ísraelar geri loftárás á íran þrátt fyrir að þurfa að fljúga yfir lofthelgi amk 2 annara ríkja áður en komið er í iranska lofthelgi.. Jordan og Iraq, annari er stjórnað af Bandaríkjamönnum sem munu örugglega auðvelda ísraelum það að gera áras og jafnvel aðstoða þá við það í leiðinni með notkun á AWACS vélum sínum sem staðsettar eru á svæðinu. Ef af þessari áras verður þá eru bandaríkjamenn meðsekir vegna þess að þeir ráða lofthelgi Iraqs og þar verða ísraelar að fljúga yfir..
Afleiðingar slíkrar árásar mundu verða Bush að skapi.. það kæmi styrjöld á svæðinu.. Iraq mundi leysast upp í frumeindir sínar frá því fyrir 1920.. allir berjast við alla og það gæfi bandaríkjunum átyllu til þess að fara í sýrland undir yfirskyni stríðsins gegn hryðjuverkum...
Björt framtíð hjá okkur öllum með þessa fávita í ísrael og hvíta húsinu, sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir styður með ráð og dáð þrátt fyrir loforð um annað fyrir kosningar, hryðjuverk munu margfaldast. rússar munu skerast í leikinn og Kína mun ekki horfa hlutlaust á því þeir eru farnir að kaupa töluvert magn af olíu frá iran..
Íranar segja árás Ísraela óhugsandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heill og sæll; nafni minn góður !
Hvaða; hvaða óskunda, sem Ingibjörg Sólrún fylgir, eða stuðlar að, fylgir þú Samfylkingunni í blindni, nafni minn, eða,, hvað mætti verða, til þess að breyta því ?
Meira djöfulsins hikið, hjá þér drengur, að yfirgefa þennan drulludamm !
Með beztu kveðjum, sem jafnan / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 17:30
Stríð í Írak & Afganistan meiker ekki sens að fullu nema næsta skref sé innrás í Íran. Skoðaðu þetta bara á korti. Lítur vel út, taktískt, ekki satt?
Ég er ekki viss um að Kínverjar sjái sinn hag í að taka þátt í því, hinsvegar.
Írak mun ekkert leysast upp neitt meira en orðið er út af því. Af hverju ætti það að gera það? Þeir eru ekkert tengdir Írönum. Þeim er reyndar frekar illa við þá ef eitthvað er.
Og hryðjuverk? Þeim stórfækkaði á vesturlöndum með stríðinu í írak.
Ásgrímur Hartmannsson, 21.6.2008 kl. 17:41
Takk fyrir innlitið Nafni :) Ég er óflokksbundinn svo það er aldrei að vita hvert mitt atkvæði fer í næstu kosningum og ISG er að gera mér erfitt fyrir..
Sæll Arngrímur. Þetta stríð í Afghanistan og Iraq hefur aldrei meikað sens hjá neinum nema vopnaframleiðendum og olíufurstum vestanhafs.. og já hjá Davíð Oddsyni og Halldóri Ásgrímssyni.. og ISG í dag.. Ég skil orð þín þannig að þú teljir að USA eigi að klára dæmið og hernema Iran .. nokkuð sem er kananum um megn þótt hann geti sprengt landið til steinaldar ef hann kærir sig um það.
Hryðjuverkum fækkaði á vesturlöndum.. tímabundið því nú eru þeir uppteknir við það að ná völdum í Iraq.. svo koma þeir aftur vertu viss um það.
Óskar Þorkelsson, 21.6.2008 kl. 18:42
,,Og hryðjuverk? Þeim stórfækkaði á vesturlöndum með stríðinu í írak." Auðvitað voru hryðjuverkin á Spáni 11. marz 2004 bara djók? Hryðjuverkin í Lundúnum 7. júlí 2005 bara grín og allir geta tekið undir þessi fáránlegu orð þín Ásgrímur. Þú ættir að heita ,,Ásgrínur".
Sigurjón, 22.6.2008 kl. 05:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.