mínir uppáhalds ísar...
16.6.2008 | 22:48
Ég var að gefa kunningja nokkrar ísbombu uppskriftir í tilefni þess að ég er að fara í MEGRUN...
Hér eru uppskriftir af ísréttum sem ég hef gert í gegnum tíðina við miklar vinsældir en hafa sennilega verið þess valdandi að ég þarf að fara í megrun núna...
Allur ísinn er fenginn í ísbúð þótt ég kunni að gera heimalagaðan ís eins og amma og mamma .. bara betur en þær ;) þá er það efni í annan pistil.
Rjómaís úr ísbúð.
Nescafe mokka
Marssúkkulaði
Rjómi
1 líter af rjómaís er settur í skál sem er mun víðari en rúmmál íssins því þetta verður sull :)
strá einni til tveimur teskeiðum af kaffiduftinu yfir ísinn ásamt 2 matskeiðum af rjóma .. hrært varlega eða þar til ísinn er orðinn fallega kaffi brúnn.. svona á litinn eins og thailensk fegurðardís..
Marssúkkulaðið er sett í "vatnsbað" til þess að bræða það.. rjóma blandað saman til að fá mjúka heita súkkulaði sósu.. hitað í smástund á hellunni..
ísinn borinn fram í skálum og marsinu helt yfir..
Ísréttur með bláberjum og nóa kroppi..
1 líter rjómaís settur í skál , smá rjóma eða mjólk hellt yfir ísinn, koníakssletta í skálina og hrært. Þegar ísinn er orðinn jafn og fallegur þá er nóakroppi bætt í skálina og hrært með sleif til að fá jafna dreifingu á nóa kroppinu ( rís kúlur eru líka snilld) . Þeyta restina af rjómanum og setja bláber út í á eftir .. borið fram í skál.. nammi namm..
toppið þetta elskurnar mínar.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 23:00 | Facebook
Athugasemdir
... ertu að reyna að drepa mann - eða hvað!
Gísli Hjálmar , 17.6.2008 kl. 09:41
Det er noen fristende oppskrifter for de som er lekkersultne.
Óskar du mener vel ikke alvorlig at du skal slanke deg!
Slanking virker på lang sikt fetende fordi det nedsetter forbrenningen og kroppen sparer. Når slankekuren er over tyter man ut fordi at man har nedsatt forbrenning.
Kunsten er at man spiser riktig og rører seg mere. En nær slekting av meg som er over 60 år gikk ned 52 kg på et år ved å forandre kosthold og livsstil.
Heidi Strand, 17.6.2008 kl. 20:36
Namm! Mig langar í ís!
Andrea, 17.6.2008 kl. 21:16
Gísli.. nei en ég er að reyna að koma aqlmennilegum ís ofaní ykkur..
Heidi, akkurat det jeg skal gjöre.. begynner i Hreifing i morra..
Andrea.. láttu það eftir þér ;)
Óskar Þorkelsson, 17.6.2008 kl. 22:26
Flott kansje på Nordica. Det er veldig flott å trene der.
Heidi Strand, 17.6.2008 kl. 22:36
Nordica er for dyrt.. jeg er hos Hreyfing
Óskar Þorkelsson, 17.6.2008 kl. 22:43
he he já Ester.. ég er orðinn amk 40 kg of þungur.. hef það allt of gott og þetta hóglíferni er að ganga frá manni hægt en örugglega..
Óskar Þorkelsson, 18.6.2008 kl. 08:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.