röng fyrirsögn að hætti moggamanna
13.6.2008 | 20:33
Þessi fyrirsögn er hreinlega röng a la Moggin í evrópumálum.. 53.4 % þeirra sem kusu voru á móti þessum samning.. en það voru ekki nema rétt um 42 % Íra sem kusu svo í raun má telja að um 22 % íra hafi verið andstæðingar samningsins.. 20 % með honum og 58 % sem voru ekki nógu duglegir til þess að mæta eða höfðu ekki skoðun... svona getur tölfræðin verið notuð til að blekkja fólk.. mogginn er að því með þessari fyrirsögn.
53,4% Íra höfnuðu ESB-samningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
tek undir þetta með þér Kjarri.. ég er þeirrar skoðunnar ða mogginn er að vinna fyrir einhverja innan sjálftektarflokksins sem hafa hagsmuni af því að ísland gangi ekki í ESB.. hverjir skyldu það vera ?
Óskar Þorkelsson, 13.6.2008 kl. 21:36
Það er talsvert til í þessu. Með sömu aðferðafræði hefur Ólafur Ragnar Grímsson t.d. vel innan við 50% kjósenda á bak við sig miðað við síðustu forsetakosningar.
Hjörtur J. Guðmundsson, 13.6.2008 kl. 22:01
En svona er jú lýðræðið. Nema menn vilji hafa það sem þegnskyldu að kjósa.
Og annað dæmi. Samfylkingin hélt póstkosningu í lok árs 2002 um það hvort aðildarviðræður við Evrópusambandið ætti að vera stefna flokksins. Aðeins um þriðjungur flokksmanna sá ástæðu til að taka þátt. Rúmlega 2/3 þeirra samþykktu og var því í framhaldinu haldið fram að mikill meirihluti Samfylkingarmanna hefði samþykkt málið.
Blekking líka væntanlega ekki satt?
Hjörtur J. Guðmundsson, 13.6.2008 kl. 22:04
Það er margt til í því Haukur en fyrirsögn moggans er samt blekkjandi og er ekki sett upp svona af ástæðulausu !
Ég veit að þið sjálftektarflokksmenn viljið ekki ganga í ESB enda mundi það hefta töluvert þá sjálftekt sem viðgengst í sjálfstæðisflokknum. Samt eru um 50 % kjósenda sjalftektarflokksins fylgjandi aðildarviðræðum.. svo hvern er mogginn að verja ?
Óskar Þorkelsson, 13.6.2008 kl. 22:21
afsakaðu, Hjörtur átti þetta að vera hjá mér.
Óskar Þorkelsson, 13.6.2008 kl. 22:21
Það er nefnilega það. Hefurðu rök fyrir þessum ásökunum í garð Morgunblaðsins? Svo vill raunar til að nýr ritstjóri blaðsins er mikill Evrópusambandssinni.
Hjörtur J. Guðmundsson, 13.6.2008 kl. 23:02
þarf frekari rök en fyrirsögnina í blaðinu sjálfu ?
Óskar Þorkelsson, 13.6.2008 kl. 23:11
Já.
Hjörtur J. Guðmundsson, 13.6.2008 kl. 23:29
Því miður Hjörtur þá get ég ekki hjálpað þér meira en þetta í þessu mikla fyrirsagnamáli.. þetta liggur augljósar fyrir sumum.
Óskar Þorkelsson, 14.6.2008 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.