Norður norskar fiskbollur, uppskrift
31.5.2008 | 20:01
Ég var á flakki um matarheimana á internetinu og komst inn á aldeilis fína norska síðu með helling af uppskriftum frá öllum heiminum þótt megnið séu nú gamlar góðar norskar uppskriftir ekki ósvipaðar þeim sem við eigum að venjast frá ömmu.. það er að segja ef amman hefur farið í húsmæðraskóla snemma á s.l. öld.. en hér er ein einföld og góð.
Norður norskar fiskibollur
600 gr ýsa
Mæliskeið af salti
Slatti af múskat ( matskeið)
Stór laukur.
Kartöflumjöl 2 mtsk
Ýsan, laukurinn og kryddið og mjölið er sett í matvinnsluvél..
Hrært þar til farsið er orðið seigt.
Bætið út í hægt og rólega 4.5-5 ml af mjólk
Gerið bollur eftir smekk..
Steikt á pönnu , meðlæti að eigin ósk.
Norður norskar fiskibollur
600 gr ýsa
Mæliskeið af salti
Slatti af múskat ( matskeið)
Stór laukur.
Kartöflumjöl 2 mtsk
Ýsan, laukurinn og kryddið og mjölið er sett í matvinnsluvél..
Hrært þar til farsið er orðið seigt.
Bætið út í hægt og rólega 4.5-5 ml af mjólk
Gerið bollur eftir smekk..
Steikt á pönnu , meðlæti að eigin ósk.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 21:11 | Facebook
Athugasemdir
Er vís með að prufa þetta enda fiskibollur minn uppáhaldsmatur. Reyndar gerir mín ekta bestu fiskibollur í veröldinni en það er um að gera að prufa eitthvað nýtt. Hitt er svo annað mál að Norðmönnum er margt betur gefið en búa til góðan mat, þar á ég nú reyndar við veitingastaðina en ömmurnar þar klikka sjálfssagt ekki frekar en annarsstaðar.
Víðir Benediktsson, 31.5.2008 kl. 22:02
Nojarar eru frábærir í fiskibollum hverskonar.. ég er með nokkrar uppskriftir tilviðbótar Víðir ef menn hafa áhuga.. annars er norskur matur fremri þeim íslenska oftast nær...
Óskar Þorkelsson, 31.5.2008 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.