Hótel á norðurlandi og nettengingar.

Ég var á ferð um norðurland í vikunni og gisti á hótelum á akureyri og húsavík. Það sem sló mig við þessar gistingar var hversu fátækleg herbergin eru sem boðið er upp á. Sjónvarpið á herberginu var 14 tommur.. á báðum hótelunum.. fjarstýringar ónýtar. Minibarinn ónothæfur og lak vatni.. og EKKERT INTERNET á herbergjunum..

Ég get þolað sjónvarpsleysi og leka minibari.. en það er mér óskiljanlegt að það er árið 2008 og internet að nálgast 20 ára afmælið.. en hótel á norðurlandi bjóða almennt ekki upp á þessa sjálfsögðu þjónustu. Hótel KEA stendur fyrir sínu enda eitt besta hótel landsins.. en restin er enn á árinu 1988.. Foss Hotel Húsavík, gamaldags gott hótel, góð rúm en hefur ekki internet... sem er óskiljanlegt ef tekið er mi ðaf hversu ferðamannavænn þessi bær er orðinn.. allt til fyrirmyndar á Húsavík finnst mér. Flott hafnarumhverfi.. en þetta atriði fór svo illilega í taugarnar á mér að það skyggði á þessa annars góðu ferð.

Norðlendingar, takið ykkur á og snáfist til þess að nettengja hótelin ykkar..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Kommon Óskar, við eru bara rétt komin með síma og rafmagn. Það er ekki hægt að fá allt í einu. Internet á Húsavík þarf í  umhverfismat.

Víðir Benediktsson, 24.5.2008 kl. 20:02

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

já auðvitað... helvítis umhverfismatið.

Óskar Þorkelsson, 24.5.2008 kl. 22:19

3 Smámynd: Heidi Strand

Hvað kostaði herlegheitin? Var líka verðlag frá 1988?

Heidi Strand, 24.5.2008 kl. 23:14

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

verðlagið... hotel norðurland 11000 kall.. foss hotel húsavík 16000 kall..

Óskar Þorkelsson, 24.5.2008 kl. 23:22

5 identicon

Er ennþá að jafna mig á verðinu á 4x250 ml. af Pepsi fyrir 1000 kr. árið 2006 á Gamla Bauk á Húsavík. Þar fékk maður á BAUKINN... Sem sagt einn lítri af Pepsí 1000 krónur fyrir tveimur sumrum. Hvert er verðið í dag?

Hilmar Bragi Bárðarson (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 23:37

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Gamli Baukur var flottur.. töff staður og kostaði 500 ml bjór 400 kall þetta kvöld enda júró kvöld á fimmtudaginn..

Óskar Þorkelsson, 25.5.2008 kl. 19:10

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það getur engin mér vitanlega þurrkað út athugasemdir á þínu bloggi Kjarri nema þú  og ritstjórn moggabloggsins.. þetta er svakalegt ef moggaritstjórnin er farin að haga sér svona..

Óskar Þorkelsson, 25.5.2008 kl. 22:23

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

kannski hefur einar hreinlega verið bannaður líkt og skúli skúla hér um daginn.. það var bókstaflega öllu eytt út sem skúli hafði skrifað.. kommentum, bloggvinalistar hurfu og svo framvegis..

Óskar Þorkelsson, 25.5.2008 kl. 22:41

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

held það..

Óskar Þorkelsson, 25.5.2008 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband