Nágrannaerjur

Ég er einn af þeim sem læt lítið fyrir mér fara á mínu heimili. Ég spila aldrei músík hátt, ég er ekki með heimabío og tröllvaxna hátalara.  Ég er ekki með partý heima hjá mér. Ég reyki ekki og er því ekki lyktarvaldur á stigagangi. Ég þríf sameignina og sé um ruslatunnurnar þegar þess þarf.. samt er kvartað !! 

 Það var hringt í mig í morgun af eiganda íbúðarinnar sem ég leigi hér á Neshaganum og tjáði hann mér að nágranni minn á neðri hæðinni hafi kvartað yfir þrifum á sameigninni.  Ég varð auðvitað hissa á svona kvörtun og kannaðist ekki við mig í þessu dæmi.  Ég fór að velta fyrir mér hverju veldur að menn séu að kvarta yfir mér, því ef ég er umkvörtunarefni í sameign þá eru allir það.. Svo fór ég að hugsa málið betur og sé að kannski er umhvörtunin ekki gagnvart mér heldur eitthvað annað sem hefur verið að fara í taugarnar á nágrannanum.  

Svo er mál með vexti að frá íbúinni á neðri hæðinni berst nær stanslaus barnsgrátur, kvöld eftir kvöld og dag eftir dag, með hléum þó.. líða kannski nokkrir dagar en svo er allt komið í gang aftur.. barnið grætur og gengið er um gólf..Svona skapar streitu ekki bara hjá viðkomandi foreldri heldur hjá nágrönnum þess líka því vel er hljóðbært á milli íbúða í þessu húsi.. sbr stunurnar frá efrihæðinni á laugardagskvöldum og bankið í höfðagaflinum taktfast og hávært. 

 En komum að umhvörtunarefninu.. slæm þrif á þvottahúsinu.  Ég ryksugaði yfir þennan blett þegar ég tók sameignina síðast en greinilega ekki nógu vel fyrir húsmóðurina örþreittu á neðrihæðinni því henni fannst það betra að kvarta við leigusalann minn en að ræða við mig sjálfan.. svona kvartanir fara yfirleitt illa í mig ef fólk ekki getur horfst í augu við þann sem á að kvarta við .  Var umrædd kona að finna sér eitthvað til þess að  tuða yfir eins og konum er tamt ef ekki allt er í lagi hjá þeim, eða lágu aðrar kenndir að baki.  Ég hef nefnilega tekið eftir því að konunni minni er aldrei heilsað af viðkomandi konu.. en konan mín er asísk að uppruna.. er þetta ástæðan ?  

Ég vona ekki konunnar á neðrihæðinni vegna því ef það er ástæðan þá er hún illa innrætt og ætti að laga hjá sér sitt viðhorf gagnvart öðrum kynþáttum.. já og gagnvart nágrönnunum. En ég hef ákveðið að gefa þeim raunverulega ástæðu til þess að kvarta við minn leigusala og ekki koma nálægt einu eða neinu sem viðkemur þessari húseign eða sameign hennar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sumir verða bara að tuða yfir einhverju. Það er mikið að hjá fólki sem lætur svona.

Hólmdís Hjartardóttir, 24.4.2008 kl. 12:12

2 Smámynd: Tónlistarframleiðsla

Alltaf leiðinlegt að fá hlutina í bakið. Hreinlegast að fara beint til viðkomandi og kvarta áður en hlutirnir verða alvarlegur pirringur.  Vertu bara extra kurteis og artarlegur við nágrannanna Óskar, það er besta hefndin Færðu þeim blóm!

Tónlistarframleiðsla, 24.4.2008 kl. 12:32

3 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Sammála Hættir. Láttu þá ekki fá þá ánægju að finna að undirförulsháttur þeirra virkaði. Jafnvel spyrja konuna kurteisislega næst þegar þú rekst á hana hvort það væri ekki bara betra að tala beint við þig ef þau eru eitthvað óánægð með eitthvað :-) Er alveg viss um að hún stokkroðnar.

Kristján Kristjánsson, 24.4.2008 kl. 12:41

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég þakka fyrir innlitið.

Ég hef ekki lent í þessu fyrr, en þetta er afskaplega hvimleitt og sérstaklega í ljósi þessað þetta er bara stormur í vatnsglasi.. röfl yfir því sem ekki er vert að eyða orku í að röfla yfir.

Óskar Þorkelsson, 24.4.2008 kl. 14:55

5 identicon

Það er margir sem kvarta undan litlu og búa til vandræði ef það hentar.

Stunurnar á efri hæðinni, eru þær bara á laugardagskvöldum ?

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 16:05

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þetta með stunurnar er ekki vandamál, þær virka bara hvetjandi ;)  nei en þær eru öflugir á laugardögum.

Óskar Þorkelsson, 24.4.2008 kl. 16:16

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

öflugri

Óskar Þorkelsson, 24.4.2008 kl. 16:16

8 Smámynd: Heidi Strand

Heidi Strand, 24.4.2008 kl. 17:50

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Væri fyrir löngu fluttur en að sitja uppi með tilefnislítið nöldur

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 28.4.2008 kl. 14:40

10 Smámynd: Bogi Jónsson

Við sem eigum maka frá þessum heimshluta verðum bara að kyngja því með stórum skammti af æðruleysi að viss hluti landans setur okkur í sama flokk og hvern annan animalista, svona er ísland í dag, og gær en vonandi ekki á morgunn.

Bogi Jónsson, 6.5.2008 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband