Chelsea menn ánægðir
23.4.2008 | 08:56
Það er alveg meinfyndið að heyra hvað Chelsea menn eru ánægðir með þetta sjálfsmark.. því ekki komu þeir sér í færi í leiknum og voru sí "dettandi" allan leikin án sýnilegrar snertinga..
Liverpool átti leikinn þar til Rauðhausinn skallaði boltann í eigið mark 30 sekúntum fyrir leikslok.
Ekki ætla ég svo sem að hella mér yfir Riise vegna þessa en vil bara segja að hann gat gert allt annað en þetta .. td bara að nota lappirnar.
Seinni leikurinn er eftir og miðað við getu Chelsea til þess að komast í marktækifæri þá hef ég ekki miklar áhyggjur af þeim leik.
Liverpool fer áfram á 2-1 markatölu.
Riise skoraði sjálfsmark og tryggði Chelsea jafntefli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Aldrei skal vanmeta andstæðinginn, þeir gætu farið í stuð
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.4.2008 kl. 10:13
Þegar MU er ekki að spila held ég með Liverpool. Þeir spiluðu vel mestallan leikinn og ég hvatti þá bæði hátt og í hljóði. Ég fór næstum að gráta þegar sjálfsmarkið kom og gat ekki horft á það endursýnt.
Liverpook VERÐUR að vinna seinni leikinn!
Lára Hanna Einarsdóttir, 23.4.2008 kl. 11:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.