Ógnun við heimsfriðinn
20.4.2008 | 20:27
Á vísi.is er haft eftir Ban Ki Moon aðalritara sameinuðu þjóðana að hækkun á matvælum á heimsmarkaði væru ógnun við heimsfriðinn. mér finnst gaman að sjá að fyrri bloggfærslur mínar um hækkun á heimsmarkaði væru ógnun við heimsfrið eru staðfestar af svo háttsettum manni í alþjóðlega samfélaginu.
Ég hef verið þeirrar skoðunnar lengi að um leið og menn fari að vinna eldsneyti úr hrísgrjónum skelli á heimstyrjöld stuttu síðar, ekki heimstyrjöld í anda ww1 og ww2 heldur skærur um allan heim um yfirráðin yfir vatni, ökrum og frjósömu landi almennt.
http://www.visir.is/article/20080420/FRETTIR02/157937806
svipað efni hér á norsku en mun harðorðara, enda er íslensk blaðamennska frekar máttlaus og gagnrýnislaus.
http://www.dagbladet.no/nyheter/2008/04/20/533110.html
Athugasemdir
Bendir þetta ekki bara til þess að Ban Ki Moon lesi bloggið þitt?
Lára Hanna Einarsdóttir, 20.4.2008 kl. 22:05
hmm kannski :) ég skal benda honum á þitt þá fær hann eitthvað til þess að hugsa um.
Óskar Þorkelsson, 20.4.2008 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.