Israelar pynta börn...
19.4.2008 | 18:24
Ég las í www.dagbladet.no grein þar sem ísraelskir hermenn viðurkenna mannréttindabrot í stórum skala.. þeir ræni fólki án dóms og laga, pynti börn ræni heimili og myrði fólk af handahófi á herteknum svæðum Palestínu. Hér er greinin sem vitnað er í : http://www.dagbladet.no/nyheter/2008/04/19/533051.html Hér er heimasíða ísraelskra hermanna sem hafa fengið nóg af yfirgangi og fasisma ísraelsku herstjórnarinnar , hún heitir því lýsandi nafni "breaking the silence" http://www.shovrimshtika.org/index_e.asp Israelskir hermenn hafa sem sagt fengið nóg af viðbjóðnum og eru farnir að snúast gegn sínum eigin stjórnvöldum.. þótt fyrr hefði verið. Hér á landi viðgengst einhliða fréttamennska sem segir bara frá hagstæðum fréttum frá ísrael og palestínu.. hagstæðum fyrir israel og USA. Íslenskir blaðamenn eru hugleysingjar upp til hópa og ættu að taka sér skandinavíska frettamennsku til fyrirmyndar og skrifa fréttir hlutlaust og segja SATT og RÉTT frá atburðum í Palestínu. Afhverju sjást aldrei skandinavískir fréttaþættir frá þessu svæði hér á landi ? our reign of terror.... segir mikið...
Átök á landamærum Gasa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:33 | Facebook
Athugasemdir
mjög margir ísraelar eru gjörsamlega komnir með nóg og það hefur stundum allt orðið brjálað í Ísrael þegar fréttist af hryllilegum árásum á Palestínumenn - en því er svosem líka haldið frá fréttum...
takk fyrir ábendinguna um þessa merkilegu síðu en þetta virkar hræðileg lesning.
halkatla, 19.4.2008 kl. 18:38
sko haldið frá fréttunum hér - og ábyggilega víða annarsstaðar
halkatla, 19.4.2008 kl. 18:38
Hjá íslenskum frétta- og blaðamönnum heitir það þegar Ísraelsmenn fremja morð, hryðjuverk og ofbeldi...; AÐGERÐIR ÍSRAELSKA HERSINS.
Þegar Palestínumenn bera hönd fyrir höfuð sér, þá heitir það hjá íslenskum frétta- og blaðamönnum.........; HRYÐJUVERK PALESTÍNUMANNA
Hafi íslenskir frétta- og blaðamenn skömm fyrir að kalla hlutina ekki sínum réttu nöfnum. Þarna er um grófa hlutdrægni að ræða.
Takk fyrir góða og réttmæta athugasemd.
Sigurbjörn Friðriksson, 19.4.2008 kl. 18:47
Þetta er ekkert nýtt í íslenskri fréttamensku. Alltaf var talað um skæruliða í El Salvador meðan á sama tíma var talað um frelsisherinn í afganistan. Undirlægjan við USA til skammar.
Víðir Benediktsson, 19.4.2008 kl. 18:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.