Jafnvægi á heimsmarkaði, matarverð og hindranir
28.2.2008 | 08:09
Ég hef skrifað af og til um hækkun á matvælaverði um heim allan og þá sérstaklega hrávöruverði sem hefur í sumum tilfellum margfaldast á s.l 12 mánuðum. Í gær var ein af aðalfréttum dagsins í útvarpi að Kazakstan hafi bannað útflutning á hveiti þar sem matvöruverð innanlands hafi farið úr böndunum, en Kazakstan er eitt af mikilvægustu útflutningríkjum í heimi á hveiti. Hveitiverð náði heimsmeti í gær á mörkuðum og er markaðurinn mjög ótryggur á næstunni. Pakistan hefur einnig stöðvað eða dregið töluvert úr útflutningi á korn afurðum ad sömu sökum.
Ástæður þessara hækkana eru margskonar en tvær eru megin orsök. Sú fyrri er fjölgun í millistéttum kína og indlands með tilheyrandi vestrænum lifnaðarháttum þar sem kjöt er haft á borðum daglega. Þessi aukning hefur í för með sér að í kína einu þarf aukna kjötframleiðslu um 100.000.000 tonn á næstu 5 árum, hundrað milljón tonn á mannamáli. Til þess að mæta þessari auknu eftirspurn, bara í kína þarf um 1.000.000.000 tonn af kornmeti hverskonar. Einn milljarð tonna. Þetta korn er einungis unnt að taka af manneldismörkuðum með tilheyrandi hækkunum á heimsmarkaði. Ég hef ekki tölur fyrir indland en sennilega eru þær um helmingur af þessum tölum frá kína.
Hin ástæðan er aukin eftirspurn eftir eldsneyti af lífrænum toga. Í nafni umhverfisverndar þá svelta manneskjur í þriðjaheiminum.. en okkur kemur það eflaust ekkert við, enda sjáum við ekki afleiðingar frjálsrar verslunar á þriðja heiminn hér á íslandi nema þegar við viljum sjá þær. Stóru eldsneytisfyrirtækin borga hvaða verð sem er og yfirbjóða matvælafyrirtæki miskunnarlaust til þess að útvega sér hráefnið svo þau geti haldið í ímynd sína sem fyrirtæki sem vill verða umhverfisvænt.. og við hauslausu hænurnar hlaupum á eftir skottinu á þeim og kaupum bíla sem ganga fyrir lífrænu eldsneyti eða notum umbúðir sem eyðast í náttúrunni á innan við 3 mánuðum (maissterkju-umbúðir).
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:50 | Facebook
Athugasemdir
Mikið væri gaman að sjá þig leggja orð í belg hér, Óskar. Þú ert svo fróður um þessi mál og þetta er áhugavert málefni.
Lára Hanna Einarsdóttir, 28.2.2008 kl. 12:08
sæl Lára, ég las yfir þetta hjá Kára og mun kommentere þegar ég má vera að seinna í kvöld eða á morgunn. Ég hef helling um þetta að segja :)
Óskar Þorkelsson, 28.2.2008 kl. 12:56
Ljómandi, mér datt það í hug. Hlakka til að fylgjast með. Það er alltaf gaman að fá fróðleikinn frá þér.
Lára Hanna Einarsdóttir, 28.2.2008 kl. 13:53
Flottur!!!
Fjarki , 1.3.2008 kl. 00:10
Takk fyrir Lára og Fjarki :)
Óskar Þorkelsson, 1.3.2008 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.