bloggletin að fara með mann..
14.2.2008 | 21:48
Ég hef verið svakalega latur við að blogga undanfarið þótt margt hafi brunnið á mér.. td borgarstjórn en ég hef bloggað svo mikið á annara manna síðum um það ætti að vera ljóst hvað mér finnst um það mál allt.. en í stuttu máli þá er það svona : Villi er vitlaus, Óli er falskur.. borgin er ekki í góðum höndum.. lygarar og lymskumerðir stjórna hér á bæ..
Umferðin hefur verið mér hugleikin, aðalega vegna þess hversu lélegir íslendingar eru almennt í umferð.. þeir taka ekki þátt í umferðinni heldur keyra þeir út í umferðina sjónlausir, heyrnalausir , fattlausir, tillitslausir, hægfara og virðast almennt skyni skroppnir.
Einn hringdi inn um daginn og kvartaði yfir íslendingum í umferðinni en opinberaði heimsku sína um leið.. hann sagði að hvergi á byggðu bóli þekktist það að menn tækju framúr hægra megin í umferðinni.. og bölvaði slíkum ökumönnum sem tækju framúr hans sjálfrennireið hægra megin ! Þessi fauskur fattar það ekki að hann var sjálfur að þvælast á vinstri akrein, gersamlega sjónlaus og skynlaus á umferðina sem fór greinilega HRAÐAR en snillingurinn sem hékk á vinstri akrein og ók of hægt.. þvílíkur sauður. Pottþétt dæmi um sauð í umferðinni.
Önnur mál hafa verið nærri mér og þá einna helst að ég hef verið að rokka feitt í pílukasti undanfarið.. en pílukast er mitt áhugamál í stað þess að þvælast um golfvelli.
Annars er bara allt í þessu fína þannig lagað.
Athugasemdir
Gleymdir alveg að minnast á Huddersfield. Ég sem hélt að þú værir fótboltaáhugamaður.
Þarfagreinir, 14.2.2008 kl. 21:52
Fint at du har begynt å blogge igjen. Trafikken i Reykjavik er helt gal og det kan merkes på alle de dumme småkollisjonene. Sommeren 94 kjørte vi fra Lux tll Nice fra Nice til midt Sverige og tilbake til Lux. Vi så en trafikkulykke på hele turen. Halvtime etter vi kom hjem satte vi oss på altanen og da hørte vi et smell. Liten kollisjon på parkeringsplassen i blokka vedsidenav.
Det er ikke rart at det er dyrt å forikre bilene.
Det er vel best at du begynner å løre golf. Er det ikke obligatorisk å spille golf når man når en viss alder?
Jeg er ikke begynt med golf og har ikke lyst heller.
Heidi Strand, 15.2.2008 kl. 21:12
Det manglet en S
Heidi Strand, 15.2.2008 kl. 21:14
þú þarft að redda stórum og góðum plaggötum af þessu borgarliði og þá geturðu virkilega farið æfa þig í pílukastinu, þótt þú sért góður núna þá veistu ekki hvað þú átt eftir að ná langt ef þú hlustar á þessar ráðleggingar
halkatla, 17.2.2008 kl. 15:34
já Ég skal taka þessar góðu raðleggingar til athugunar Anna :)
Óskar Þorkelsson, 17.2.2008 kl. 17:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.