Konuveldið ísland !
9.1.2008 | 17:51
Ég er einn af þeim sem þarf að greiða meðlög vegna skilnaðar með 2 börnum. Það er svosem ók og allt það en það sem mér svíður er það að þegar ég greiði þessi meðlög þá eru þau dreginn af útborguðum launum svo ríkið fái nú örugglega meira en nóg í sinn hlut.. sem sagt, ég borga 37000 ásamt uppsöfnaðri skuld 20.000 auka í hverjum mánuði. Þetta er samtals 57000 kall á mánuði.. en málið er að til þess að fá 57.000 útborgað þá þarf að þéna yfir 90.000 sem er meira en vikulaun hjá mér.. svo borga ég 127.000 kall í skatt í tillegg.. ríkið fær semsagt meira en 50 % af mínum launum þótt hluti þess sé eyrnamerktur sem meðlög. Á norðurlöndum mundi þetta aldrei vera svona, þar greiðiru meðlög og svo er dreginn af skattur svo álagið er mun lægra en það er hér á landi..Það kæmi mér svosem ekki á óvart að þessi meðlög séu svo skattskyld hjá þeim sem tekur við þeim án þess að ég viti það nokkuð, það væri íslenska ríkinu alveg trúanlegt til að gera, tvískatta.
Annað hefur farið fyrir brjóstið á mér en það eru greiðslur vegna ferminga. Hér tíðkast það að sá sem forræðið hefur, 99 % konur, ráð því algerlega hvernig framkvæmd ferminga fer fram. Ég lenti í því að ég fékk engu ráðið, var aldrei spurður en fékk feitan reikning fyrir kaffisamsæti út í bæ upp fyrir fermingu dóttur minnar. Ég var kallaður fyrir einhvern hjá sýslumannsembættinu sifjadeild minnir mig og var beðinn um að samþykkja reikningana.. sem ég gerði vitaskuld enda hafði konan mín fyrrverandi algert einræði í þessum efnum og það væri fíflalegt af mér að andmæla.. hver hlustar á andmæli fráskilins föðurs ? Svo kom að fermingu elsta sonar míns sem ég hef haft á mínu lögheimili alla hans ævi.. mín fyrrverandi hélt honum fermingarveislu að mér forspurðum.. sem ég fékk svo reikning fyrir, nú reis ég upp á afturlappirnar og benti á lögin sem eru skír í þesum málum. Sá sem hefur forræðið eða sá sem hefur lögheimili barnsins ræður því hvernig svona fer fram.. í þessu tilviki var það ég sem átti skv lögum að vera þessi aðili.. en nei. Mín fyrrverandi fór með reikninga til sifjadeildar. Og Skari kallaður aftur fyrir Ragnheiði einhverja sem er víst rosalega sanngjörn og hlustar á báða aðila.. hún dæmdi bara stutt og laggott... þú skalt borga góurinn ! og haltu svo kjafti karlfífl. Ég var sem sagt dæmdur til að borga fermingarveislu hjá minni fyrrverandi með barni sem hafði lögheimili hjá mér og hafði alla ævi haft lögheimili hjá mér og hefur enn !!
Ok gott og vel ég er bara einstæður faðir og borga 200 kall á mánuði í ríkisviðbjóðinn.. halda haus og allt það, stinga hausnum í vindinn og bíta á jaxlinn.. jú jú maðru reynir.. en svo var yngsti drengurinn minn fermdur s.l. vor.. Af fenginni reynslu af íslenska kerfinu og minni fyrrverandi eiginkonu þá skrifaði ég þessari elsku bréf og sagðist mundi halda elsku drengnum mínum mína veislu og gera fyrir hann það sem hann hefur alltaf óskað sér þennan dag en á móti kæmi að mér kæmi hennar fermingarveisla ekkert við. Ekkert svar kom frá minni fyrrverandi eiginkonu svo þetta var bara samþykkt ekki satt ? Ég hélt drengnum veislu með okkar nánustu.. og hún hélt síðan veislu með nýju fjöskyldunni og allir eru ánægðir. Ég gaf drengnum utanlandsferð til Anfield og sátum við í The Kop sem er stórt fyrir aðdáendur Liverpool sem drengurinn vissulega er.. minn pakki kostaði vel á þriðja hundrað þúsund eða 270 kall. Peningum vel varið og drengurinn var himinlifandi og sagði að þetta væri besta gjöf sem hann hafði fengið á ævinni..
Í dag, 09.01.08 kom bréf inn um lúguna frá Tryggingamiðstöðinni.. mér er gert skylt að greiða 60.000 vegna fermingar hans... Sem sagt, Konur ráða ferðinni 110 %. Karlar eiga nákvæmlega engan rétt á tilveru í þessu guðs-volaða landi.. sanngirni er enginn.. Ég hef aldrei fegnið kröfu í hendurnar vegna þessarar fermingar.. aldrei fengið símtal vegna þess að nú ætti að borga í fermingarveislu.. ekki eitt orð, ekki einn bókstafur en krafan er kominn í gegn frá TS sem er óskiljanlegt í ljósi þess að ég hef aldrei verið boðaður á fund til þess að samþykkja neina reikninga varðandi þessa fermingu !
X fær greiðslur vegna allra barnanna, ég engar, X hefur forræði yfir 2 ég 1.. til að kóróna þetta þá vil ég benda á að ég var látinn greiða með drengnum mínum, þessum elsta, í 8 mánuði eftir skilnað þótt hann byggi hjá mér.. afhverju ? jú vegna þess að einhver kona í TS fannst það svo sanngjarnt !
Athugasemdir
Bíddu Skari... heldurðu að við hin fáum fyrst að kaupa það sem við þurfum fyrir börnin okkar og svo séu dreginn skattur af restinni?
HDN (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 18:30
Blessaður Skari. Konuveldið Ísland - já þú segir nokkuð. Það er ertitt að standa í þessu og tekur á taugarnar, ég skil þig vel. Þú bitur á jaxlinn, það er þriðjungur allra karlmanna sem hefur lent í þessu. Þú ættir að vera í sambandi við Félag ábyrgra feðra, þeir geta veitt þér ráð og forðað þér undan rányrkju. Svo ættir þú að hafa í handraðanum lögfræðing ef í harðbakkan slær, sem þú getur hringt í hvenær sem er. Karlmann, yfir fimmtugu lífsreyndan engann vælukjóa. Kveðja
Guðmundur Pálsson, 9.1.2008 kl. 18:44
Ég skil þig vel Skari. Sjálfur fékk ég á mig kröfu um tvöfalt meðlag þrátt fyrir að hafa tekið fullan þátt fjárhagslega og lagt langt umfram hið einfalda meðlag með mínum börnum. Við tók sjónarspil og sýndarferli hjá sýslumanni. Ég boðaður í viðtal og boðið að skila greinargerð, sem ég og gerði. Síðan kemur úrskurður, þar sem viðurkennt er að ég hafi staðið mig fyllilega í að uppfylla þær kröfur sem lögin gera til mín. Að framfleyta börnum mínum eftir því sem efni gefa tilefni til. Þrátt fyrir það er ég úrskurðaður til greiðslu tvöfalds meðlags og ekki er svo mikið sem tekin efnisleg afstaða til mótmæla minna. Til hvers var verið að sóa tíma mínum í viðtal og greinargerðarskrif? Athuglisvert, ég talaði við tvo fulltrúa sýslumanns og einn lögfræðing. Allt konur. Sú fjórða felldi síðan úrskurðinn. Er skrýtið að ástandið er eins og það er? Vitanlega kærði ég úrskurðinn til dómsmálaráðherra, hvers svar hefur ekki borist enn.
Börnin mín eru ófermd enn, en væntanlega kemur að því kjósi þau að fermast. Ég mun aldrei samþykkja reikninga upp á stórveislur. Aldrei! Ég er tilbúinn að taka þátt í kostnaði við eðlilegt kaffisamsæti. Strangt til tekið kveða lögin á um kostnað við ferminguna. Fermingin er ekki veisla, heldur kirkjuleg athöfn. Veisla er annað og hvergi er minnst á hana í barnalögum.
Annað. Samkvæmt barnalögum er meðlag skilgreint sem helmingur framfærslu barns. Forsjárforeldrið greiðir hinn helminginn. Samkvæmt því hlýt ég, sem meðlagsgreiðandi, að hafa börn á framfæri þótt ekki hafi ég forræðið. Samt lítur hið opinbera, m.a. skatturinn, svo á að ég hafi ekki börn á framfæri. Hverjum er ég þá að framfæra? Samkvæmt þessari skilgreiningu er meðlag ekki til framfærslu barns heldur lífeyrir til forsjárforeldris.
Stand up for your right!!
Brjánn Guðjónsson, 9.1.2008 kl. 19:04
Nákvæmleg.. sammála síðasta ræðumanni hvað varðar þann þátt að hafa barn á framfæri. Ég greiði meðlag með mínum syni eins og lög gera ráð fyrir. Afhverju get ég ekki tekið það fram gagnvart ríkinu að ég hafi þetta barn á framfæri ???
Við eigum langt í land enná í jafnréttið...
Carl Berg
Carl Berg (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 23:03
Ei dansk fraskilt venninde av meg sa at problemene ble ikke færre etter at hun ble skilt, men at de ble bare annerledes. Det er sikkert veldig krevende å ha et godt samarbeide etter en skilsmisse, men det er jo det beste for barna.
Dette du skriver om angående skatten syntes jeg er urettferdig. Jeg vet at f. eks i Norge var det slik at den som betalte barnebidrag, kunne dra det fra sin skatt.
Det er en annen ting som jeg ikke forstår angående skatten her. Det er at foreldre ikke kan fratrekke utgifter til barnepass fra skatten, som barnehage og dagmamma fra skatten. Det kan de i Norge og da kommer også alt opp på bordet.
Heidi Strand, 10.1.2008 kl. 07:39
HDN, Þetta er týpískur málflutningur þeirra sem ekki þekkja til mála hjá þeim sem eru einstæðir í landinu. Brotnar fjölskyldur og brotin fjölskylduform eru mun dýrari , skattalega og efnahagslega, en sameinaðar fjölskyldur. Þakkaðu þínum sæla fyrir að vera af seinni gerðinni.
Guðmundur. Ég var lengi vel í félagi í noregi sem heitir foreningen2foreldre og gekk í ábyrga feður þegar ég kom til íslands.. þegar á reynir er ekki mikla hjálp að fá hjá þeim sem maður gat ekki veitt sér sjálfur. Ég er með lögfræðing sem reyndar er kona og alveg framúrskarandi lögfræðingur en hún gefst upp gegn kvennaveldinu hjá sifjadeild sýslumanns.
Brjánn. Þetta er mín reynsla einnig, þessum konum er skítsama hvernig þú stendur þig. Þær tvíhalda í lögin sem eru algerlega á bandi kvenna í þessum málum.
Carlberg. Ríkinu er skítsama um þig og þín vandamál.. borgaðu skattana þína og meðlögin og vertu þægur karlinn !
Heidi, det er korrekt, det var mye bette og vera i norge med disse problemene en her i island.. tanken til og snu tilbaka er stor.
Júlli. Við erum máttvana gagnvart þessu bákni.. en orð eru til alls fyrst.
Gunnar.. rétt !
Óskar Þorkelsson, 10.1.2008 kl. 20:28
Strákar, þetta er jafnrétti......of some kind!
eikifr (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 13:21
Mikið er ég ánægður - eftir að hafa lesið ykkar sögur - að skilnaður minn við konuna skuli ekki hafa lent í neinum svona farvegi. Var skilnaðurinn þó töluvert illvígur. Hann endaði hjá skiptastjóra með tilheyrandi kostnaði. Við höfðum verið gift í næstum aldarfjórðung. Flest sem að honum snéri fór í klessu og árekstra. Skiptastjóri tók yfir allar okkar eignir og afgreiddi af sanngirni en með kostnaðarsömum lögfræðikostnaði okkar fyrrverandi hjóna og allt lenti í tímahraki með tilheyrandi sölu á eignum á undirverði.
En einhvernvegin tókst okkur - þrátt fyrir illindi - að halda í sanngirnishorfi því sem snéri að börnum okkar. Ég borgaði konunni meðlag framhjá milligöngu hins opinbera og við náðum samkomulagi um að afgreiða það sem að börnunum snéri án árekstra.
Jens Guð, 15.1.2008 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.