Spilastíll Liverpool

Spilastíll Liverpool hefur farið í taugarnar á mér undanfarin 6-7 ár eða svo. Með komu Rafa þá batnaði hann örlítið en í raun er þetta sami skotgrafarspilastíllinn og fyrirrennari hans kom með.  Ég hef reyndar verið latur undanfarin 2 ár við það áð tuða um þennan spilastíl og ekki hjálpaði það að ég er í ævilöngubanni á www.liverpool.is þar sem þröngsýnin ræður ríkjum og gagnrýni er bönnuð að mestu.

en mér barst í hendur pistill frá einum "brilliant liverpool aðdáenda" sem stundum kallar sig the dawg, röddin í austri.. en ég kalla hann gjammið í austri.  Ég fékk leyfir hjá honum til þess að birta pistilinn hér og er það mér sönn ánægja.

Björgunarsveitarmenn frá björgunarsveitum Slysavarafélagsins Landsbjargar

Eftir að hafa legið í mikilli lægð og ekki látið mikið heyra í mér hérna inni finn ég mig knúinn til að ausa úr skálum reiði minnar. 

Þeir sem annað hvort eru viðkvæmir fyrir gagnrýni á Liverpool liðið sitt eða vilja ekki heyra neitt neikvætt um Rafa Benitez, vinsamlegast hættið að lesa á næsta punkti.

Nú hefur drama queen-ið Rafael Benitez náð að grenja út pening til leikmannakaupa í janúarglugganum til að styrkja liðið í baráttunni og miðað við frammistöðu liðsins í síðustu þremur leikjum (þ.m.t. Man City leikinn í dag).  Hann fékk sína ósk heitasta eftir að hafa mætt á blaðamannafund í mikilli fýlu og tókst vel upp í að leika páfagauk á þeim fundi þar sem hann sagði sömu setninguna allan tímann. 

Sl. sumar fékk hann töluverðar upphæðir til að kaupa leikmenn og hæst ber að nefna Fernando Torres (sem að mínu mati eru bestu kaup Liverpool síðan Kenny Dalglish var keyptur til liðsins).  Síðan fáum við Voronin (frítt) og tvo svokallaða kantmenn (Babel/Benayoun) sem í rauninni geta spilað mismunandi stöður og verðmiðinn á þessum tveimur var himinn hár.  Það er hægt að réttlæta verðmiðann að því leyti að um tvo kantmenn er að ræða og við vorum að brenna inni með að finna einhverja á kantinn. 

En nú hef ég sagt orðið sem farið að hljóma eins og dónyrði eða eitthvað slæmt þegar ég heyri það, kantmaður/kantmenn.  Hvað í fjáranum ertu að reyna, Rafael Benitez?!?!?!  Ég bara á mjög erfitt með að segja eitthvað gott um Benitez þessa stundina.  Það er jú hann sem kaupir leikmennina, velur liðið, skipar leikmönnum fyrir og peppar upp og útkoman er alltaf hans á endanum. 

Þegar horft er yfir þessa 3 leiki yfir jólatörnina hjá liðinu að þá vinnum við stórsigur gegn Portsmouth, sigur á Derby og jafntefli gegn Man City úti.  Það er virkilega góður árangur að fara í gegnum jólin með 7 stig af 9 mögulegum og í raun pælir enginn í því hvernig liðið hafði spilað til að verðskulda öll þessi stig eftirá, en þeir sem horfðu á leikina sjá væntanlega annað í spilunum og er ég einn af þeim.

Leikurinn gegn Man City í dag var skólabókardæmi um hvernig Liverpool liðið spilar og ætti í raun að vera hlutur sem Rafa ætti að skoða nánar í janúar.  Það er akkúrat EKKERT kantspil hjá Liverpool!  Það er hnoð upp miðjuna og reynt að dröslast í gegnum miðja vörnina þar sem hún er þéttust og þannig að reyna að skora mörkin.  Leikur LFC gegn Scums um daginn var t.d. annað gott dæmi um hugmyndaleysi þegar kemur að sóknarleik liðsins. 

Í dag gegn Man City var það svo skýrt að Harry Kewell og Benayoun voru engan veginn að höndla það að fara upp kantana og teygja á vörn City liðsins, meira að segja tókst þeim að hnoða sér upp miðja miðjuna oft á tíðum (Benayoun aðallega).  Ekki beint það sem maður vil sjá kantmenn liðsins gera enda ekki kallaðir kantmenn fyrir ekki neitt.  Þar sem rafmagnsleysi olli því að maður missti af góðum kafla af leiknum að þá sá ég ekki þegar Babel kom inná en um leið og hann kom inná sá maður hann fara 2-3x upp kantinn og opna verulega vörn City og skapa hættu sem færði fjör í leikinn. Aurelio kom meira að segja með yfirhlaup (overlap) upp úr bakvarðarstöðunni í eitt skiptið og olli þetta miklu uppnámi í vörn City.  Þetta gat maður séð í byrjun tímabilsins og var í raun rót árangur liðsins í byrjun en svo hætti þetta.  Ég meina, er Benitez eitthvað að leggja aðrar áherslur á leikstíl liðsins og vill hnoð upp miðju í staðinn fyrir kantspil??

Síðan kom "Liverpool-vírusinn" þekkti upp í Babel og tók það hann svona 5-10 mínútur til virka og þá hætti hann að reyna að fara upp kantinn og fór að hnoða sér upp miðjuna!  Ég meina, er leikkerfi þjálfarans þannig að hnoð í gegnum miðjuna sé málið eða eru leikmenn ekki að hlusta á þjálfarann og hnoða sér upp miðjuna eða var ég að horfa á vitlausan leik?!?!?!  Ekki einu sinni björgunarsveitarmenn frá björgunarsveitum Slysavarafélagsins Landsbjargar gætu bjargað Liverpool í leit sinni að topp 4 sæti ef þetta leikskipulag heldur áfram!

Ég sá leik Tottenham vs. Reading (6-4) og var það skólabókardæmi um hvernig á að spila sóknarleik og að sama skapi skólabókardæmi um hvernig maður á ekki að spila vörn.  Ég myndi frekar vilja að LFC fái á sig 4-5 mörk í leik á meðan þeir skora fleiri en að vera með svona frústrerandi þvælu leik eftir leik þar sem sóknarleikurinn er eins litlaus og vatnsglas. 

Ég er að sjálfsögðu ekkert að byrja á "ÚT MEÐ BENITEZ" öskrið fræga en ég ætla að gefa honum séns í janúar til að leiðrétta eftirtalin mistök sem ég tel hann vera að gera:

1) Hætta þessari róteringu á liðinu eða minnka hana niður í eðlilegt magn fyrir hvern leik.  Hver í raun róterar 4-7 leikmönnum fyrir hvern og einn einasta leik án þess að vera eitthvað ruglaður???  Ef leikmenn eru svona svakalega þreyttir eftir einn leik þá hlýtur Rafa að þurfa að taka því aðeins rólegra á æfingasvæðinu því eitthvað verulega skrýtið er þar í gangi. 

2) Kaupa þess kantmenn sem þarf til að virkja kantspilið eða eitthvað slaka á í að plana 90.mínútna leiki fyrirfram eins og hann oft virðist gera.  Chelsea hefur kantmenn, Scums líka og Arsenal spilar sem ein liðsheild hvort sem um varalið eða aðallið sé að ræða.  Hjá Liverpool er panic þegar liðið lendir á móti liði sem pakkar í vörn og þá koma kantmenn og overlap frá bakvörðum sér vel til góða. 

3) Spurning hvernig þjálfarinn er að peppa upp liðið fyrir leiki því það virkar oft á tíðum hreint út sagt alveg út á túni sama hvað er í húfi.  OK, 3 leikir á stuttum tíma yfir hátíðina + annar leikur á nýársdag og FA Bikarinn gegn Luton fljótlega eftir það en öll önnur lið eru í sama pakkanum.  Það er ljóst að aðstoðarmaðurinn Paco hafi tekið mikið með sér þegar hann fór og það gat er alls ekki búið að fylla upp í. 


Ég vil gefa Rafa sénsinn fram undir sumar og sjá hvernig kaup hans verða í janúar og hvernig endirinn á tímabilinu verður áður en ég fer að hrópa á uppsögn hans.  Ég samt er virkilega óhress með spilamennsku liðsins undanfarna þrjá leiki þrátt fyrir 7 stig af 9 mögulegum.  Það þarf virkilega að mótívera þennan hóp sem við höfum því það er ekki hægt að halda sér í topp 4 með svona spilamennsku til lengri tíma.  Deildin er orðin sterkari en áður, fleiri erlendir millar hafa keypt lið og geta styrkt sig duglega í janúar og hent okkur neðar í töflu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

bla bla bla afhverju er hann ekki að stýra Liverpool?????? Sá leikinn gegn Man City og það var ekki alslæmur leikur kantaspilið var allt í lagi í þeim leik og harry kewell tók marga góða spretti.  Það aðeins eitt lið sem hefur yfirburða kantmenn og það er manjú og svo er einn góður í chelsea en það er joe cole.

  Það mætti halda að manjú, arsenal og chelsea væru alltaf að spila frábæran bolta nei það er svo aldeilis ekki en þau vinna.  Liverpool vantar alvöru mann frammi með torres annan hafsent og einn góðan bakvörð/kantmann

Halli (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 23:27

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

bla bla bla alveg er þetta týpískt svar frá poolara sem þolir enga gagnrýni á sitt lið !  Afhverju helduru að hann sé ekki að stýra liverpool ?  Þú ert af sama sauðahúsinu og flestir á liverpoolspjallinu og þolir ekki að einhver skuli hafa aðra skoðun á liðinu og leikskipulagi þess en Rafael Benitez.. sama manngerð þoldi heldur ekki gagnrýni á Gerard Houllier.. sama manngerð þoldi heldur ekki gagnrýni á Evans.. furðulegir knattspyrnuaðdáendur.

Óskar Þorkelsson, 2.1.2008 kl. 09:31

3 identicon

Ja ég veit ekki um neinn Man-unated,Arsenal eða Chelsea aðdáendur sem fara ekki hreynlega að grenja þegar þerra lið eru gagngrínd ;)

Dóri (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 12:59

4 Smámynd: Viktor Einarsson

Munurinn á Liverpool og Manchester t.d. er sá að Manchester hefur Evra og Ronaldo sem hafa verið að stjórna kantspilinu algjörlega á eigin spýtur þrátt fyrir að Giggs hefur stundum verið að spila ágætlega, þó ekki alla leiki, en hvað meinaru að Yossi og Kewell hafi verið að fara inná miðjuna, það er það sem hefur einkennt leikstíl Ronaldo og ástæða þess sem hann skorar jafn grimmt og hann hefur gert, af hverju er það neikvætt að fara inn á miðjuna? Með þessar róteringar hjá Benítez þá er ég sammála þar upp að vissu leyti, þetta á eftir að hjálpa Liverpool mjög mikið þegar líður á tímabilið en hann ætti kannski að hinkra með þessar róteringar fram að jólum og byrja þá að rótera en að leyfa liðinu að spila með sínu bestu 11 fram að jólum. Kaupa Queresmo og setja Babel up front með Torres og fá kannski einn miðvörð og þá eru gallarnir komnir í lag, og já SELJA SISSOKO helst í gær takk fyrir!

Viktor Einarsson, 2.1.2008 kl. 13:11

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Sammála þér Viktor, smá leiðrétting hér. Ég skrifaði ekki þennan pistill heldur góður og gegn liverpool aðdáandi á Eskifirði.

Óskar Þorkelsson, 2.1.2008 kl. 13:22

6 identicon

Heyrðu, ég sé að björgunarsveitamannadjókið hefur víst ekki farið á réttan stað!  oh well!

Hundurinn (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 15:54

7 identicon

Halli:  Sástu Wigan leikinn?  Nei bara spurði.

Hundurinn (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband