Jóladagur að baki

Jæja þetta var góður dagur.. renndi austur til mömmu í borg í Grímsnesi og hitti þar bræðurnar. Tekið var á móti okkur með ekta heitu súkkulaði og rjóma ásamt marengsköku a la mamma. Þessu var ekki fyrr komið fyrir í magasekknum en hangikjötið og bláberjakryddaði lambahryggurinn var tilbúið. Við keyrðum á skaflinn og átum á okkur gat af úrvals hangiketi og lambahrygg... og svo kom eftirrétturinn.. heimalagaður ís, vanillu með súkkulaði, og púðursykur í stað strásykurs.. át minnst einn líter.. æðislegt.

Svo var ekið heim í fljúgandi hálku og skafrenning, reyndar var hálfgerð blindhríð um tíma á Hellisheiði en allt gekk vel. kominn heim með magann stútfullan af góðgætinu hennar mömmu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Gott að heyra að matarlystin sé í lagi. Ég verð södd af öllum matarlýsingunum á ýmsum bloggsiðum. Synd að það fylgir ekki lykt með lýsingum á netinu.
Hvaða meðlæti hafið þið með hangikjötinu?

Heidi Strand, 25.12.2007 kl. 22:40

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

já matarlystin er góð þegar svona góðgæti blasir við manni.. hangikjötið fær sætan uppstúf með kartöflum, ora grænar og heimalagað rauðkál. íslenskt jólaöl.. malt og appelsín með.

Óskar Þorkelsson, 25.12.2007 kl. 22:50

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

fékk brjóstsviða af hangikjötinu...

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 27.12.2007 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband