Kiljan, lélegur umræðuþáttur

Ég hef gert nokkrar tilraunir til að horfa á þennan þátt hans silfur-Egils og verð að segja það að leiðinlegri þátt er vart hægt að finna í sjónvarpi að innlit útlit ólöstuðu. Sömu viðmælendurnir í hverjum einasta þætti.. faglegar umfjallanir um bækur finnast ekki í þættinum.. Egill er fínn í pólískum anti feminista umræðuþáttum en hann ætti að láta þessa óværu eiga sig.

Ég hef séð svipaða þætti í svíþjóð og noregi og þar er tekið faglega á hlutunum og þú veist um hvaða bók er verið að tala um og ekki ætlast til að áhorfendur séu vel lesnir bókaormar.

Ömurlegur þáttur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Vakir þú svona seint á kvöldin? Þessi þáttur er of seint á ferðinni fyrir mig.

Heidi Strand, 6.12.2007 kl. 18:05

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég er ekta C manneskja.. fer seint að sofa, snemma á fætur og þarf 10 mínútur um miðjan dag til hvíldar..

Óskar Þorkelsson, 6.12.2007 kl. 18:09

3 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

"leiðinlegri þátt er vart hægt að finna í sjónvarpi að innlit útlit ólöstuðu."

hehehehe, alveg sammála!

Harpa Oddbjörnsdóttir, 7.12.2007 kl. 09:59

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég hef reyndar ekki séð neinn þátt enn og segir það ef til vill meira um áhuga minn á fagurbókmenntum en þátt Egils.

Sigurjón Þórðarson, 7.12.2007 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband