Þetta kemur mér ekkert á óvart enda..
3.12.2007 | 08:13
.. þegar ég flutti til noregs fyrir 11-12 árum þá hækkaði ég í launum í kjötiðnaði um nær 100 % við flutningin, þessi munur er um 25 % í dag. En það sem kom á óvart við þennan samanburð var að ég vann við sömu störf í verslunum ytra eins og hér en launin í noregi voru mun hærri.. og álagningin lægri !! Ég hef ekki enn áttað mig á þvi afhverju þessi munur er.. hærri laun ásamt lægri álagningu !! Kaupás og Baugur eru eflaust að taka til sín stærri bita af kökunni en norðmönnum finnst mannsæmandi.
Ég geri ráð fyrir ástandið sé svipað í hinum atvinnugreinunum !
Svipuð laun og á Norðurlöndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eins og til dæmis í bakaríum og við brauðgerð í stórmörkuðum.
Heidi Strand, 3.12.2007 kl. 08:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.