komment á vitlausa frétt í visir.is

Ég vil aðeins kommentera á þessa arfavitlausu frétt af visir.is. í fyrsta lagi þá er thailand ekki skrifað tæland á íslensku heldur taíland skv orðabók háskólans, lærið þetta blaðamanna sauðir !!  í annan stað þá er bleikt ekki einhver tískubylgja heldur er svo að dagarnir hafa sína liti. sunnudagur hefur rautt, mánudagur gult, þriðjudagir bleikt, miðvikudagur grænt, fimmtudagur appelsínugult, föstudagur ljósblátt, laugardagur fjólublátt. 

Ástæða þess að konungur Taílands klæddist bleiku er sú að systir hans er fædd á þriðjudegi og hennar litur er bleikur og hún er veik. Þess vegna klæddist konungurinn bleikri skyrtu henni til stuðnings. Venjulega ef taílendingar vilja hylla kónginn sinn þá klæðast þeir gulu því konungurinn er fæddur á mánudegi.  En í virðingarskyni við systur konungs þá klæðast þeir bleiku á meðan hún er á sjúkrahúsinu og þetta hefur akkurat ekkert með tísku að gera blaðamannafífl.

Hér er fréttin copy paste af www.visir.is

Bleik tískubylgja í Tælandi

mynd
Hans hátign í bleika gallanum.

Fataframleiðendur í Tælandi hafa ekki undan að framleiða bleikar skyrtur og bleika jakka. Fatakeðjan Phufa hefur selt 40 þúsund bleikar skyrtur frá því í byrjun nóvember.

Fólk stendur í biðröðum frá því eldsnemma á morgnana til þess að tryggja sér bleikt úr nýjustu sendingunni.

Höfundur þessarar bleiku tískubylgju er Bhumibol Adulyadej, konungur landsins. Hann var nýlega lagður inn á sjúkrahús í nokkra daga til eftirlits.

Og þegar hann útskrifaðist af sjúkrahúsinu var hann í skínandi bleikri skyrtu og bleikum jakka.

Konungurinn gegnir engu formlegu hlutverki við stjórn landsins, en hann er nánast dýrlaður af þegnum sínum sem líta á hann sem siðameistara og samvisku þjóðarinnar.

Ástæðan fyrir því að fólk bíður í röðum eftir bleikum fötum er sú að það trúir því að það muni færa konunginum gæfu ef það klæðir sig í bleikt.

Og Tælendingar gera allt fyrir konung sinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Takk fyrir þetta. Ég vissi ekki að dagarnir hefðu sína eigin liti. Það er nú ekki hægt að vita allt.
Bleikur litur finnst mér mjög fallegur. Við erum frekar bleik á litinn en hvít.Litstyrkurinn fer eftir heilsufari og skapferli hvers og eins.
Tiu bleikar .............................

Heidi Strand, 2.12.2007 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband