Stífla....
29.11.2007 | 21:36
Ég hef þjáðst af skriftarstíflu sem má eflaust rekja til mikilla anna í vinnu undanfarið svo ég hef vart geta sinnt öðru í bloggheimum en að lesa annara blogg og kommentera þar hjá mínum bloggvinum.
Ég hefði viljað blogga um þýskalandsferðina mína um daginn, fékk að sjá Frankfurt og sveitarhéruð 300 km austur af Frankfurt í haustlitum og var það óviðjafnalegt að sjá, nánar tiltekið í Kulmbach. Þjóðverjar eru höfðingjar heim að sækja og langar mig að ferðast þarna um aftur og í lengri tíma. Ég var þarna í viðskiptaerindum og vonast til þess að komast þangað aftur í janúar, sé þá sama svæði í vetrarbúning.
Ég hefði viljað blogga um suðurlandsferðirnar mínar en þar hef ég verið í visðkiptaerindum í hverri viku og oft í viku síðan ég var í þýskalandi í byrjun nóvember. Aksturinn austur í myrkri á tvíbreiðum dauðaveginum að Selfossi.. eða þegar suðurlandið tók á móti mér með glampandi sól og frosinni glampandi jörð hér í vikunni sem leið og svo 2 dögum síðar í þokusudda og rigningu ásamt slyddu og síðan kolsvartamyrkri í nágrenni Litlu Kaffistofunnar.. Ég er að fíla suðurland í tætlur og einhvernveginn hugnast mér það að ég flytji þangað innan skamms.. eða þá til noregs.
Ég hefði vilja skrifa um umferðarmenninguna hér í Reykjavík og þá staðreynd að stórir trukkar hlaðnir jarðvegi eru á vinstri akrein.. fólk sem fer fram úr bílum sem eru á 100 kmh á Miklubrautinni svo maður getur bara ímyndað sér hvað sá sem fór fram úr ók á miklum hraða.. er með nokkur bílnúmer sem ég hef skrifað niður.. eða um fólkið sem er á vinstri akrein og heldur sig á 50 kmh þar sem hámarkshraði er 80 kmh.. álíka hættuleg fífl og hinir sem eru á 100 + ..
Mig hefur langað til að blogga um málefni Liverpool og röflið í Rafa stjórnanum okkar sem er greinilega á útleið frá klúbbnum þrátt fyrir góðan árangur.. en ömurlegan bolta oftast nær..
Ég hefði viljað blogga um opna KR mótið í pílu sem fram fór í KR-heimlinu á sl helgi, 65 þáttakendur skráðir og Geir H Haarde setti mótið. Ég datt út með glæsibrag snemma móts en var á staðnum allt til loka mótsins 6 tímum síðar eða um 11 um kvöldið. Glæsilegt mót í alla staði og var Píluvinum KR til mikils sóma ásamt suðurnesjamönnum sem lánuðu spjöld og hjálpuðu við að gera mótið hið glæsilegasta.
En einhvernveginn næ ég ekki tökum á því að skrifa ....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.