Ef mömmunni er sparkað af heimilinu, hvað þá ?
17.11.2007 | 08:00
Hæ Ég heiti Kári, Ég nenni ekki að vera giftur lengur svo ég henti kerlingunni út og er bara einn heima með börnin í dag. Þau SKULU búa hjá mér og skal mamman einungis fá að hitta þau í algeru lágmarki hér eftir. hún skal ekki fá að ná í þau í barnaheimilið eða skólann, helst skal hún ekki hitta þau yfirleitt. Ég er best heppnaður til þess að sjá um daglegt líf barnanna MINNA. Ég ákalla réttarkerfið, tryggingakerfið, barnaverndaryfirvöld og skólayfirvöld til þess að hjálpa mér, sem þau svo gera samviskusamlega.
Kannast fólk við þessa sögu ? Varla, en ef við skiptum út Kára fyrir Kristínu ? Þá allt í einu er þessi saga daglegur viðburður á íslandi (og noregi þaðan sem þessi saga er ættuð)
http://www.blogging.no/blog.php/lavvuen/post/19991
Þetta er "jafnrétti" kvenna í hnotskurn ! Svona hef ég fengið að upplifa í mörg ár sjálfur, með dyggri aðstoð Daggar Pálsdóttur sem er lögmaður minnar fyrrverandi og þykist í dag vera málsvari jafnaðar og sameiginlegrar forsjár...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.